Bjarni lækkaði frítekjumarkið um áramót; lofar nú að hækka það aftur eftir kosningar!

Bjarni Ben  lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði um síðustu áramót.Á kosningafundi í gær lofaði hann að hækka frítekjumarkið aftur nærri því eins mikið og það var lækkað eða í 1oo þúsund kr eftir kosningar.Hann er nýbúinn að segja við Þorstein Víglundsson félagsmálaráðherra að hann megi ekki hækka þetta strax. Ekki séu til peningar! Hann lét Þorstein segja,að hann gæti ef til vill hækkað þetta á 5 árum,þ.e. skv 5 ára áætlun!Nú hefur Bjarni fundið peninga. Þetta er staðfesting á því sem baráttumenn aldraðra hafa sagt. Það eru nógir peningar til. En ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur kosið að halda peningunum frá öldruðum og öryrkjum; hefur kosið að halda lífeyrinum við  fátæktarmörk og nánast bannað þeim að vinna.Það hefur verið níðst á kjörum aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Björgvin, fyrir þína varðstöðu um réttindi almennings og þessa afhjúpun þína á staðreyndum mála.

Jón Valur Jensson, 24.9.2017 kl. 16:20

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sjá má, að eftir þjóðarsáttarsamningana 1990 lágu lægstu laun vel undir skattleysismörkum. Síðan í stjórnartíð Davíðs Oddssonar stefnir í óefni strax 1997 og skattar hækka á láglaunafólki vegna þess að persónuafsláttur lækkar. Þetta má auðveldlega sjá á nýju línuriti frá VR sem birtist hér fyrir neðan. 

Aldrei hafa skattar verið hærri á láglaunafólki en þegar Davíð var forsætisráðherra. Skattar á launafólki hækkuðu verulega eftir að 10% fjármagnsskattur af nettótekjum fjárfesta (atvinnurekendur) var tekinn upp og skattar lækkaðir á fyrirtækjum niður í 18%. Lægstu fyrirtækjaskattar í norður Evrópu og enn lægri enn í Bandaríkjunum. Munum að fyrirtæki greiða ekki útsvar til sveitarfélagana.

Nýlega var birt ný skýrsla ASÍ, um skattbyrði launafólks 1998-2016. Skýrslan sýnir að skattbyrði launafólks hefur aukist verulega.

Skattbyrði launafólks 1998-2016.

Í þessari skýrslu hagdeildar ASÍ verður uppbyggingu tekjuskattskerfisins gerð skil og þróun þess síðustu tvo áratugi. Á grundvelli launagagna frá Hagstofu Íslands verður samspil launa, skatta og tilfærslna greint til að sýna þróun skattbyrði launafólks eftir tekjuhópum og fjölskyldugerð.

Helstu niðurstöður eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru eftirfarandi: Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest.

Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun og fasteignaverð og það sama á við um stuðning við leigjendur. Íslenska barnabótakerfið er veikt og dregur eingöngu úr skattbyrði einstæðra foreldra og allra tekjulægstu para.

Á tímabilinu hefur barnabótakerfið veikst enn frekar því bótafjárhæðir hafa rýrnað að raungildi og tekjuskerðingar aukist. Saman tekið hefur því dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

 

Kristbjörn Árnason, 25.9.2017 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband