Framboð Sigmundar Davíðs getur haft mikil áhrif!

Stærstu tíðindin í íslenskum stjórnmálum í dag er tilkynning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að hann væri að ganqa úr Framsóknarflokknum og að stofna nýjan stjórnmálaflokk.Í gærdag bárust síðan fregnir af því,að allmargir málsmetandi Framsóknarmenn hefðu sagt sig úr Framsóknarflokknum,þar eð þeir ætluðu að fylgja Sigmundi.Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar sagði sig öll úr Framsóknarflokknum eins og hún lagði sig. Hún ætlar að fylgja Sigmundi Davíð.Nokkrir formenn framsóknarfélaga úti á landi tilkynntu úrsögn sína úr flokknum. Þeir ætluðu aðp fylgja Sigmundi Davíð. Þorsteinn Sæmundsson fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins tilkynnti,að hann hefði ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum.Hann fylgir Sigmundi Davíð.

Erfitt er að segja í dag um það hvaða áhrif framboð Sigmundar Davíð muni hafa á úrslit kosninganna og sérstaklega hvaða áhrif það muni hafa á fylgi Framsóknarflokksins.Reikna má með, að framboðið muni valda Framsóknarflokknum talsverðum skaða.Einnig er líklegt að framboðið hafi áhrif á fylgi annarra flokka,þ.e. það taki eitthvað fylgi frá öðrum flokkum einnig.Mitt mat er það,að framboð Sigmundar Davíðs muni fá a.m.k. 5 þingmenn.Gangi það eftir gæti það haft áhrif á á myndun ríkisstjórnar.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband