Vill VG í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?

Katrín Jakobsdóttir gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn á landsfundi VG í gær. En í viðtali við blaðamann eftir fundinn hvaðst hún ekki útiloka stjórnarsamstarf við neinn flokk.Hún heldur því opnu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn einnig.Hvers vegna? Samkvæmt skoðanakönunum munu félagshyggjuflokkarnir fá meirihluta á alþingi.Kjósendur eru ekki að stórefla VG til þess að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Ef VG myndar tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum hrynur fylgið af VG. Það þarf enga tilraun til þess að athuga það. Bæði Alþýðuflokkurinn og Framsókn hafa reynt þetta og tapað miklu á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og við sjáum nú útreið Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eftir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband