Aldraðir fá 197 þúsund á mánuði,ráðherrar 1.8 millj kr.!

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi forsætisráðherra sagði í leiðtogaviðræðum í gærkveldi,að ríkisstjórnir,sem hann hefði setið í undanfarið,hefðu hækkað lífeyri aldraðra gríðarlega mikið!Lífeyrir hækkaði um 12 þúsund kr á mánuði um síðustu áramót.Hækkunin var 6,5%.Lífeyrir hækkaði í 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt,þ.e. hjá þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Ráðherrar og þingmenn fengu 45% hækkun.Þingmenn hækkuðu í 1,1 milljón kr. á mánuði og ráðherrar hækkuðu í 1,8 milljón kr á mánuði,fyrir skatt.Forsætisráðherra fór í rúmar 2 millj. Þetta er fyrir utan aukasporslur og hlunnindi.

Embættismenn hækkuðu svipað eða  mun meira. Ríkisstjórn Bjarna hefur á þessu ári talið 197 þúsund á mánuði nægan lífeyri fyrir aldraða í hjónabandi.Það er við hungurmörk í velferðarríkinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband