Óli Björn: Lífeyrir má ekki vera of hár!

Í fyrra,þegar eldri borgarar héldu 1000 manna fund í Háskólabíó,var Bjarni Benediktsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundinum og var púaður niður! Bjarni ætlaði ekki að taka áhættuna af því aftur og sendi því Óla Björn Kárason,þingmenn á fundinn.Óli Björn var skýrmæltur á  fundinum og hafði greinilega lært rulluna sína vel.Hann fór með sömu rullu og Bjarni á alþingi:Lífeyrir aldraðra má ekki verða hærri en lágmarkslaun.M.ö.o: Lágmarkslaun verkamanna eru við hungurmörk og þá verður lífeyrir líka að vera við hungurmörk! Metnaðarfull stefna! Sem betur fer eru aðeins fáir á lágmarksklaunum,eða aðeins 5% verkafólks.Hinir fara strax a hærri taxta.Það er út í hött að miða við taxta sem tæpast er til. Óli Björn sagði,að það kæmi ekki til greina að aldraðir fengju hærri lífeyri en næmi lágmarkslaunum! Sem sagt: Ef verkalýðshreyfingunni tekst ekki að lyfta lægstu launum í mannsæmandi laun  á að halda lífeyri einnig niðri.Stefna Óla var vissulega skýr.

Ég segi: Vissulega má lífeyrir aldraðra vera hærri en lágmarkslaun.Það sem skiptir máli er að lifeyrir og lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu og mannsæmandi lífi. En á það vantar mikið,að svo sé í dag.Aldraðir,sem búnir eru að vinna alla ævi, eiga það vissulega inni hja þjóðfelaginu að fá rólegt og óhyggjulaust ævikvöld.Þeir eiga að geta lifað með reisn og ekki að þurfa að horfa i hvern aur.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband