Lögbann á umfjöllun um fjármál Bjarna Ben.!

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbann á umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar hjá Glitni banka..Málið hefur vakið mikla athygli enda hefur það ekki gerst áður,að lögbann væri sett á umfjöllun um störf stjórnmálamanna.Margir munu hafa hugsað,að ef til vill stæði Bjarni sjálfur á bak við þetta lögbann en upplýst var, að það hefði verið þrotabú Glitnis sem bað um lögbannið. Loks þegar Bjarni tjáði sig um málið sagi Bjarni ,að lögbannið væri út í hött og lýsti sig alveg andvígan því.

Þetta inngrip sýslumanns í störf frjáls fjölmiðils minnir óneitanlega á einræðisríkin í S-Ameríku og Sovetríkin gömlu. Í öllum þessum ríkjum hafa fjölmiðlar verið bannaðir eða stjórnvöld stýrt því hvað birt væri í þeim.Það er óneitanlega undarlegt,að þrotabú Glitnis skuli krefjast lögbanns á umfjöllun um Bjarna Ben rétt fyrir kosningar.Sérfræðingar telja,að lögbannið haldi ekki og dómstólar muni ekki staðfesta það. Helga Vala Helgadóttir þingframbjóðandi sagði hjá RUV í morgun,að Bjarni Ben gæti óskað eftir því að lögbanninu væri aflétt að því er hann varðaði. Fróðlegt verður að sjá hvort hann geri það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband