Viðræður VG við félagshyggjuflokkana málamyndaviðræður?

Margt bendir til þess að viðræður VG við hina félagshyggjuflokkana um ríkisstjórn þessara flokka hafi verið málamyndaviðræður.Engin meining hafi verið á bak við þessar viðræður.Það hafi þegar áður verið búið að ákveða að semja við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamvinnu.Þess varð vart þegar í kosningabaráttunni að VG andaði tæplega á Sjálfstæðisflokkinn.VG gagnrýnd Sjálfstæðisflokkinn ekkert en samt hafði Sjálfstæðisflokkurinn hrökklast frá völdum vegna spillingarmála og allir innviðir þjóðfélagsins í lamasessi vegna stjórnar Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn réðist hins vegar með hörku á VG og einkum á formann flokksins en afstaða VG breyttist ekkert við það. VG lýsti því alltaf yfir,að VG útilokaði ekki samstarf við neinn flokk. Kolbeinn Proppe sagði við RUV í morgun,að  eftir slíka yfirýsingu hafi VG ekki getað neitað að semja við Sjálfstæðisflokkinn. Það hefðu verið svik?Þá vaknar spurningin: Hvers vegna var VG að stofna til viðræðna með öðrum fyrrum stjórnarandstöðuflokkum úr því að stefnt var á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn allan tímann? Voru þessar viðræður þá aðeins til málamynda? Alla vega vakti það athygi,að VG boðaði ekki Viðreisn og Flokk fólksins til þessara viðræðna enda þótt Framsókn væri frá upphafi hikandi og vildi greinilega semja við íhaldið.Katrín Jakobsdóttir notaði þá afsökun að Framsókn hefði ekki viljað fá Viðreisn til viðræðna. En Katrín var með umboð fra forseta og þurfti ekki að fara eftir Framsókn. Hún gat boðað Viðreisn og Flokks fólksins og leyft Framsókn að róa. En það vantaði áhugann. Íhaldið beið handan við hornið.Það er athyglisvert,að það er svo komið í íslenskum stjórnmálum,að VG vill fremur vinna með íhaldi og framsókn,tveimur íhaldsflokkum en með félagshyggjuflokkum.Og gamlir forustumenn sósialista eins og Svavar Gestsson telja það skyldu Katrínar sð semja við íhaldið!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband