VG vildi heldur semja við Sjálfstæðisflokkinn en félagshyggju-og umbótaflokka!

Vinstri grænir samþykktu á þingflokksfundi eftir hádegið að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn um myndun ríkisstjórnar.Var það samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2 í þingflokknum.Áður lá það fyrir,að að Samfylkingin hafði fengið vilyrði frá bæði formanni Viðreisnar og formanni Flokks fólksins fyrir því að þessir aðilar vildu taka þátt í viðræðum þessara flokka við Samfylkingu,VG og Pirata um myndun ríkisstjórnar en þessir flokkar hafa 32 þingmenn á alþingi.Samkvæmt þessu virðist VG fremur hafa vilja mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn en framangreindum flokkum til vinstri og á miðju. Áður hafði VG sagt,að flokkurinn vildi fremur mynda félagshyggjustjórn.En VG fylgdi því ekki betur eftir en svo,að á meðan flokkurinn hafði stjórnarmyndunarumboð talaði hann ekkert við Flokk fólksins eða Viðreisn en þeir tveir flokkar hafa jafnmarga þingmenn og Framsókn og gerðu því mögulegt að mynda ríkisstjórn án Framsóknar.Svo virðist,sem VG hafi ekki haft raunhæfan áhuga á myndun stjórnar á miðju og til vinstri. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband