Flugumferðaratjórar semja

Skrifað var undir samkomulag flugumferðarstjóra og Flugstoða hjá Ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í morgun, eftir að fundur hafði staðið í sólarhring samfleytt. Felur samningurinn m.a. í sér 4,75% launahækkun strax.

Báðir deiluaðilar kváðust sáttir við  niðurstöðuna. Samningurinn gildir til 31.október 2009 og felur í sér samtals um 11% hækkun.

Það er mikið lán,að verkfallið skyldi aðeins standa stutt. Það hefði haft ómældan skaða  í för með sér,ef verkfallið hefði staðið lengi.Það er talsverð kauphækkun,sem svo hátt launuð stétt sem flugumferðarstjórar,   fá.

Björgvin Guðmundsson  

 

.


mbl.is Samningur í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bolli

Björgvin, svona innlegg er gott.  Staðreyndir og smá pæling frá þér.  Svona á að blogga um frétt.

Einnig sammála um að það sé gott að þetta sé leyst. 

Persónulega finnst mér flugumferðarstjórar ekki hátt launuð stétt.  Þeir eru með fín laun en ekki hátt launuð.  Mér finnst aðili sem er undir 500.000 kr (*) í mánaðartekjum ekki hátt launaður en það er mín skoðun.

(*) Grunnlaun flugumferðarstjóra á fyrsta ári er um 290.000 kr.  Síðan bætist við vaktaálag.  Grunnlaun flugstjóra á fyrsta ári hjá Icelandair er um 330.000 kr.  Þessar tölur eru fengnar fyrir kjarasamninga núna.  Þarna munar um 14 prósent á milli.  Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um mann á fyrsta skalanum á báðum stöðum.  Þetta eru ekki vond laun en ekki góð!!

Kær kveðja

Bolli, 27.6.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband