Bensín á að vera 5 kr. ódýrara pr.líter. að mati FÍB

Olíufélögin hafa grætt á sveiflum á olíuverði að undanförnu. Þau hafa nýtt tækifærið til mikilla hækkana en ekki lækkað verðið sem skyldi þegar tækifæri vinnst að mati Félags Íslenskra bifreiðaeiganda.

Verð á bensíni og dísiloliíu hefur lækkað um eina og hálfa krónu á bensínlítrann að meðaltali en á sama tíma hefur kostnaður neytenda vegna eldsneytisverðs aukist um þrjár og hálfa krónu. Bensín og dísilolía ætti að vera fimm krónum ódýrara en það er nú að mati Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem telur að Olíufélögin hafi minnst fimm miljónir á dag upp úr krafsinu miðað við að ein milljón lítra seljist á degi hverjum. Hann bendir á að í hönd fari ein mesta ferðahelgi ársins með tilheyrandi eldsneytisnotkun og spyr hvort félögin dragi lappirnar þess vegna.

Það eru alvarlegar ásakanir í garð olíufélaganna,sem felast í  fullyrðingum FÍB.Framkvæmdastjórinn segir að olíufélögin græði a.m.k., 5 millj.kr. á dag á of háiu olíuverði.Það er verið að hafa stórfé af neytendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Græða fimm milljónir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta stenst ekki,, að lækka líter um 5. kr. ,,Þá græða félögin , augljóslega minna ,, Eigendurnir verða þá að mæta hagnaðarmissinum með lækkun launa starfsmanna ,, fækka skúringakonum og hella sjálfir uppá kaffikönnuna , sem táknar að þeir þurfa að mæta oftar og fyrr í vinnuna. Menn skulu hafa í minnum að nú ríkir hörð samkeppni , í stað samráðs ,, að vísu halda menn að nú sé eina breytingin sú að í stað samráðs þriggja sé ríkjandi samráð fjögurra ,, Neytendur geta stýrt verðinu með því að versla eldsneyti á ódýrasta staðnum ,, fara á salerni eða kaupa sér pulsu á dýru stöðunum..

Bimbó (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband