McCain kominn með meira fylgi en Obama

Spennan fer vaxandi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Nú sýnir ný skoðanakönnun, að John McCain, frambjóðandi Repúblikana, hefur náð forskoti á Barack Obama, frambjóðanda Demókrata, en fyrir viku var staðan allt önnur. 

Könnunin, sem Gallup gerði fyrir USA Today, sýnir að 50% aðspurðra sögðust myndu kjósa McCain, ef kosið yrði nú, en 46% sögðust myndu kjósa Obama. Fyrir viku hafði Obama 7 prósentna forskot í samskonar könnun. 

Sérfræðingar segja að ástæðan fyrir þessum viðsnúningi sé flokksþing repúblikana í síðustu viku og sú athygli, sem Sarah Palin, varaforsetaefni McCains, fékk.  (mbl.is)

Margir  töldu,að það yrðu ekki republikönum til framdráttar að velja tiltölulega óreynda konu sem varaforsetaefni,þar eð vegna aldurs Mc Cain gæti hún orðið forseti Bandaríkjanna ef McCain næði kjöri og hann mundi síðan falla frá.En þetta hefur reynst þverofugt. Sarah Palin er glæsileg ung kona og virðist  það vega þyngra en reynsluleysi hennar. Obama er einnig glæsilegur ungur maður en svo valdi hann reynslubolta   úr eldri kantinum sem varaforsetaefni. Nú sakna margir demokratar Hillary Clinton.Það hefði verið stekur leikur að hafa hana sem varaforsetaefni.Kosningarnar verða mjög spennandi.Þessa stundina  hefur Mc Cain vinninginn en það  gefur breytst fljótt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


 

Erlent | mbl.is | 05.09.2008 | 20:04

Metáhorf á ræðu McCain

Erlent | mbl.is | 04.09.2008 | 20:00

Ávarpar flokksþingið í nótt

Erlent | AP | 04.09.2008 | 13:16

Cindy McCain tekur ekki undir skoðanir Palins

Erlent | AFP | 04.09.2008 | 10:33

Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna

Erlent | mbl.is | 04.09.2008 | 07:59

Obama snýst til varnar

Erlent | mbl.is | 04.09.2008 | 07:48

Saga Söru Palin

Erlent | AFP | 04.09.2008 | 04:10

McCain útnefndur formlega

Erlent | AFP | 04.09.2008 | 04:08

Palin afar vel fagnað

Erlent | AP | 03.09.2008 | 21:50

mbl.is McCain nær forskoti á Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband