Rætt um 6 milljarða $ lán frá IMF og seðlabönkum

Íslensk stjórnvöld ætla að óska eftir því að fá sex milljarða dala, 673 milljarða króna, lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) og seðlabönkum annarra ríkja samkvæmt frétt á vef breska viðskiptablaðsins Financial Times.  Er þetta hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda en auk þess verður leitað eftir aðstoð  til þess að koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi eftir að bankakerfi landsins hrundi fyrr í mánuðinum, samkvæmt frétt FT.

FT hefur eftir heimildarmönnum, sem þekkja til samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og IMF, að búist sé við því að um einn milljarður dala komi frá IMF en norrænir seðlabankar og Seðlabanki Japans muni lána um fimm milljarða dala. Óljóst er hvort rússneski seðlabankinn muni taka þátt í björgunaraðgerðunum, samkvæmt FT.

Engin formleg beiðni hefur borist frá íslenskum stjórnvöldum til IMF en búist er við að formlegt erindi verði sent annað hvort síðar í dag eða á morgun.(mbl.is)

Þessar tölur koma ekki á óvart miðað við það,sem íslenska ríkið þarf að greiða. Ekkert er minnst á rússneska lánið í þessu sambandi.En trúlega verður það hluti af aðstoð IMF,ef þörf er a því.Ég tel ástæðulaust,að Islendingar séu feimnir við að þiggja aðstoð Rússa. Það mundu áreiðanlega engin skilyrði fylgja  láni frá Rússum.Við höfum góða reynslu af viðskiptum við Rússa.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband