Bjarni Harðarson segir af sér þingmennsku

Bjarni Harðarson hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Bjarna og segist hann hafa  tilkynnt formanni Framsóknarflokksins og skrifstofustjóra Alþingis þessa ákvörðun sína.

„Í gærkvöldi urðu mér á alvarleg mistök og vitaskuld hljóp hér pólitískur hiti með mig í gönur.  Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum. Um leið og ég kveð stuttan og viðburðaríkan þingferil óska ég samstarfsfólki mínu á þingi og í Framsóknarflokki allra heilla," segir Bjarni á bloggsíðunni. (mbl.is)

Þetta eru mikil tíðindi.Bjarni telur mistökin,sem honum urðu á svo alvarleg,að hann geti ekki setið áfram á þingi.Hann segir því af sér. Það er virðingarvert,að Bjarni skuli á þennan hátt axla ábyrgð á mistökum sínum. Hann er maður að meiri. En einhver hefði ef til vill talið,að það hefði dugað að hann bæði Valgerði afsökunar.En Bjarni hefur greinilega ekki talið það nóg. Hann segir í yfirlýsingu sinni,að hann hafi alltaf talið að menn eigi að axla ábyrgð af eigin gerðum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband