IMF: Búið að kúga Ísland

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reyna til þrautar að ná samningum við Bretland og Holland á næstu dögum um hvernig íslenska ríkið muni bæta eigendum innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans skaðann sem þeir urðu fyrir er bankinn fór í þrot. Mat forystumanna ríkisstjórnarinnar er að eina leiðin til að fá lánafyrirgreiðslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) og öðrum ríkjum sé að ljúka þessum samningum fyrst.

Hafa íslensk stjórnvöld verið undir miklum þrýstingi frá aðildarríkjum og stofnunum Evrópusambandsins að ná samningum. Því hefur verið komið á framfæri að það sé sameiginleg afstaða allra ESB-ríkjanna 27 að leggjast gegn því að Ísland fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema fyrst verði samið um Icesave-skuldirnar.

ESB-ríkin eru ósammála lögfræðilegum rökum Íslands í málinu og segja þetta pólitíska afstöðu. Hún er rökstudd þannig að ljúka verði málinu á þann veg að enginn minnsti vafi sé um gildi tilskipunar ESB, sem gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, um gagnkvæmar innistæðutryggingar. Ef óheppilegt fordæmi væri gefið með því að gefa eftir í samningum við Ísland kæmist allt í uppnám á evrópskum bankamarkaði við núverandi aðstæður og innistæðueigendur hættu að treysta bönkum með starfsemi í öðru landi en heimalandinu.

Fulltrúar allra norrænu ríkjanna hafi komið því á framfæri að ekki þýði að ræða um lánafyrirgreiðslu frá þeim nema fyrst verði gengið frá Icesave-málinu. Hins vegar mun líka hafa verið gefið í skyn af hálfu ESB, að viðurkenni Ísland á annað borð kröfur Breta og Hollendinga muni aðildarríkin hlutast til um að skilmálar verði með þeim hætti að skuldsetning og endurgreiðslubyrði verði ekki of íþyngjandi fyrir Ísland.( mbl.is)

Samkvæmt framangreindu  hafa Íslendingar verið kúgaðir. Geir Haarde hafði lýst því yfir,að' Ísland mundi ekki láta kúga sig til þess að greiða eitthvað vegna Ice safe reikninga,sem væri Íslandi óviðráðanlegt.Íslenskir  lögfræðingar hafa sagt,að Ísland sé ekki skuldbundið til þess að greiða fulla þá upphæð,sem tilgreind er í EES samningnum  heldur dugi að greiða  sem svarar því,sem er í tryggingasjóði innlánsreikninga.En nú hefur íslenska stjórnin breytt um stefnu.Hún hefur látið kúga sig.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst svolítið magnað að þú skulir tjá þig um þetta - vinnurðu ekki í Utanríkisráðuneytinu? Ef svo er, ertu partur af pakkanum, kallinn minn (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er upplogin frétt án raunverulegra heimildarmanna ! Þetta er leið Morgunblaðsins til að fella ríkistjórnina ! Vísað er til ókunnra "heimildarmanna Morgunblaðsins", sem eru bara á ritstjórn Moggans ! Takið eftir að enginn fréttamaður er skrifaður fyrir þessari "frétt".

Þjóðin mun aldreigi fallast á svona uppgjöf. Að sjálfsögðu förum við ekki að kissa vöndinn !

Bankar hrynja nú um alla Evrópu og Bretar hafa um nóg að hugsa við að halda sjó. Dollarinn bara styrkist og styrkist, eins og hann gerir alltaf í kreppum. Nú verðum við að þrauka hina svívirðilegu árás Breta og meira en það, hefja gagnsóknin sem þjóðin hefur verið að bíða eftir.

Jafnframt eigum við að taka strax Dollarann í notkun. Við getum síðar ef okkur sýnist svo, tekið upp hvaða mynt sem hentar. Ekkert er auðveldara en að taka erlenda mynt í notkun og jafn auðvelt er að hverfa frá henni.

Þú átt ekki að endurflytja svona þvætting Björgvin. Íslendska stjórnin hefur EKKI breytt um stefnu og hún hefur EKKI látið kúga sig. Jafnvel Ingibjörg hefur vit á, að uppgjöf þýðir vopnaða byltingu í landinu !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Bragi Þór!

Ég er fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis,hætti þar fyrir 6 árum.

Kveðja  BG

PS. Það hefur ekki verið staðfest af stjórnvöldum,að Ísland ætli að bakka en mér finnst margt benda til þess.

BG

Björgvin Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 13:51

4 identicon

Aha!  Þá er náttúrulega bara um að gera að þú tjáir þig eins og þér sýnist. Þú hlýtur að hafa meira vit á þessu en við hin, enda með meiri innsýn.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband