7-8 þúsund á mótmælafundi á Austurvelli

Milli sjö og átta þúsund manns tóku þátt í mótmælum á útifundi við Austurvöll í dag.  Allt fór friðsamlega fram nema nokkur róstur voru við þinghúsið þar sem unglingar höfðu safnast saman.  Lögreglumenn fengu óvæntan glaðning hjá fundarmönnum og litu vel út í gulum búningum með rósir.

Einn ræðumanna, Viðar Þorsteinsson heimspekingur  sagði í ræðu sinni að gerspillt valdaklíka auðmanna og flokksforingja stjórnaði í raun landinu. Hér væri í raun alls ekkert lýðræði en ráðherrar og hagsmunahópar skrifuðu lögin sem síðan væri rennt í gegnum alþingi á færibandi. Glæpamenn fengju náðun hjá vinum sínum og færu þá inn á þing. Vinir, synir og ættingjar væru ráðnir í ábyrgðarstöður og stjórnmálamenn töluðu við almenning eins og heimtufrekan krakka þegar þessi óhæfuverk væru gagnrýnd.

 Þátttakendur sem MBL ræddi við í bænum voru allir sammála um að reiðin væri að stigmagnast í þjóðfélaginu. Kröfuspjöld voru afar mismunandi en þess er krafist að spillingin verði upprætt, kosið verði aftur til Alþingis, ráðherrar segi af sér sem og forystumenn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka

mbl.is) Fundurin  fór vel fram og lögðu fundarboðendur áherslu á að mótmæli væru friðsamleg.Það er ljóst af fjölmenninu á fundinum og undirtektum fundarmanna,að það er mikil óánægja í fólki og það vill að ábyrgir aðilar axli ábyrgð á því hvernig komið er.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ráðamenn og frekir krakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég verð að segja það að þetta fór fram úr björtustu vonum í dag.

Sólveig Hannesdóttir, 16.11.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband