Icesave-deilan leyst

Samkomulag hefur tekist við Breta og Hollendinga í deilu um Icesave-reikninga Landsbankans. Samkomulagið var kynnt í Ráðherrabústaðnum.. Íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu umfram eignir Landsbankans eða rúmlega 20 þúsund evrur á hvern reikning. Heildarupphæð ábyrgðar Íslendinga liggur ekki fyrir. Þá tryggja ESB-ríki lánveitingar til Íslands, þeirra á meðal Bretar og Hollendingar.(mbl.is)

Það má segja,að gott sé,að deilan sé leyst.En  umbúðalaust verður að segja eins og er,að Ísland var kúgað í þessu máli af  Bretum og Hollendingum og að lokum af öllu Evrópusambandinu.Ísland hefði kosið að deilan færi fyrir dómstóla en á það gátu Bretar og Hollendingar ekki fallist.Ég gef ekkert fyrir  þau rök,að ESB hafi sagt að það sem væri fastákveðið í EES samningi  væri ekki unnt að leggja fyrir dómsstóla.Bretar voru ekkert að hugsa um réttarreglur EES eða ESB þegar þeir frystu  eignir íslenskra banka í Bretlandi og þegar þeir settu Kaupþing banka í Bretlandi í greiðslustöðvun.Málið hefði átt að fara fyrir dómstól ESB eða Efta dómstólinn en Bretar tóku lögin í eigin hendur.Enda þótt það standi í EES samningnum,að banki sem fer í þrot eigi að ábyrjgast rúmar 20.000 evrur per reikning ber lögfræðingum ekki saman um að það gildi,þegar allt bankakerfi þjóðar fari á hliðina.Íslenskir  lögspekingar tejlja,að svo sé ekki.Ég er sammmála þeim.-Vonandi duga eignir Landsbankans fyrir Icesave reikningunum svo ekki þurfi að deila meira um  málið.

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband