Skaði,að missa Ögmund úr ríkisstjórninni

Ögmundur Jónasson hefur sagt af sér sem ráðherra.Mun það vera vegna Ícesave málsins en forsætisráðherra telur nauðsynlegt,að ríkisstjórnin tali einum rómi í málinu.Svo virðist sem Jóhanna hafi verið að íhuga að segja af sér,ef ríkisstjórn og stjórnarflokkar gætu ekki komið sér saman um lausn Icesave fyrir helgi. Ögmundur mun hafa metið málið svo,að  það greiddi fyrir lausn málsins,að hann segði af sér. Það er mikill skaði að missa Ögmund úr ríkisstjórninni. Hann er mjög kraftmikill stjórnmálamaður og hefur staðið sig vel sem heilbrigðisráðherra. Það er mjög slæmt,að hann verði að hætta í miðjum klíðum,þegar niðurskurður og sparnaður í heilbrigðiskerfinu stendur yfir.Ögmundur hefur greinilega ekki getað fellt sig við þær hugmyndir um lausn Icesave sem eru uppi í ríkisstjórninni.Hvort hann greiðir þeim atkvæði sem þingmaður er ekki vitað en hann getur auðvitað hleypt varamanni að ef hann kýs svo. En ef ágreiningur er um málið í ríkisstjórn  er það slæmt.Sá ágreiningur er ef til vill ekki fyrir hendi eftir brottför Ögmundar. Óvíst er hver tekur við ráðherraembætti Ögmundar. Það mun á valdi VG.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband