Met í slæmri framkomu við lægst launuðu aldraða og öryrkja!!

 

 
Óánægja lægst launuðu aldraðra og öryrkja hefur magnast dag frá degi undanfarið.Óánægjan beinist að stjórn "Róttæka sósialistaflokksins" og formanni hans,sem veitir stjórninni forstöðu.Flokkurinn lofaði kjarabótum í kosningunum 2017,lofaði hækkun lífeyris.Það hefur verið svikið.Félagi eldri borgara í Reykjavík var einnig lofað kjarabótum fyrir þennan hóp.Skipaður var starfshópur,sem átti að skila áliti og tillögum um kjarabætur á árinu en það hefur einnig verið svikið.FEB sýndi mikla biðlund allt árið og trúði því að staðið yrði við falleg loforð.en fyrir nokkru brast þolinmæðin. Og formaður FEB lýsti á heimasíðu félagsins vonbrigðum sínum, sagði um hrein svik að ræða.Framkvæmdastjóri félagsins hefur tekið undir málflutning formannsins í þessu efni.Mér kom þetta ekki á óvart.Löng samskipti mín við stjórnvöld,er ég var formaður kjaranefndar FEB,leiddu í ljós,að ekkert var að marka fallegar yfiirlýsingar stjórnvalda eða loforð til eldri borgara og má heita að sama hafi verið hvaða flokkur átti í hlut.Það eina sem stjórnvöld skildu var harka.Ég hafði því ekki mikla trú á samninga-og friðarvilja formanns FEB í Rvk.Og hann hefur nú rekið sig á vegg eins og fleiri.Stjórnvöld virðast staðráðin í að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri við fátæktar-og sultarmörk.Það má segja,að það sé verið að svelta lægst launuðu aldraða og öryrkja,þegar yfirstéttin veltir sé í peningum og óhófi og millistéttin hefur einnig yfirdrifið nóg.Oft hafa stjórnvöld komið illa fram við aldraða og öryrkja en ég tel,að núverandi stjórn undir forustu " róttæka sósialistaflokksins" hafi slegið öll met í því efni.Kjósendur þurfa að muna þessa framkomu.
 
Björgvin Guðmundsson

Forgangsröðin: Kjarabætur útgerðarmanna: 4 milljarðar kr.-kjarabætur aldraðra og öryrkja: 0 kr !

Það tók ekki langa stund fyrir stjórnarflokkana að koma 4 ra milljarða kjarabótum útgerðarmanna gegnum þingið en það hefur ekki dugað allt árið til þess að afgreiða kjarabætur til lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Útgerðarmenn áttu ekki erfitt með að ná endum saman í heimilishaldinu.Þeir gáfu leyst út sín lyf og komist til læknis.Þeir höfðu einnig nóg að borða. En öðru máli gegndi um lægst launuðu aldraða og öryrkja. Þeir gátu ekki leyst út lyfin sín og þeir höfðu ekki efni á að fara til læknis.Stundum hafði þessi hópur aldraðra og öryrkja ekki nóg fyrir mat og varð að snúa sér til ættingja eða hjálparstofnana.Hvernig geta ráðherrarnir haldið jól,þegar þeir hafa það á samviskunni að hafa hummað það fram af sér allt árið að leysa vanda þessa fólks.Formanni FEB í Rvk og framkvæmdastjóra liggur þungt orð til stjórnarinnar út af þessu máli; þeir telja um svik að ræða gagnvart þessum hópi eldri borgara.Það er búið að vera að athuga allt árið hvort bæta þurfi kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og hvað mikið.Niðurstaðan liggur ekki fyrir enn þegar nokkrir dagar eru eftir af árinu.-"Róttæki sósialistaflokkurinn",sem leiðir ríkisstjórnina, lofaði ekki útgerðarmönnum neinum kjarabótum fyrir kosningar en flokkurinn lofaði öldruðum hækkun lífeyris sú hækkun er ekki komin enn.Lífeyrir aldraðra hefur ekki hækkað um eina krónu allt árið að frumkvæði stjórnarinnar.En veiðigjöldin voru lækkuð um 4 milljarða! Forgangsröðin er skýr.

 

Björgvin Guðmundsson


Almannatryggingar á Íslandi reka lestina í samanburði slíkra trygginga erlendis!

Í grein minni um almannatryggingar,sem birtist í Mbl síðasta fimmtudag,kemur fram,að íslensku almannatryggingarnar voru í fremstu röð slíkra trygginga í V-Evrópu þegar þær voru stofnaðar 1946.Í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga!Þær hafa drabbast niður í samanburði við slíkar tryggingar á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í V-Evrópu.Hvað gerðist? Íslenskir stjórnmálamenn brugðust.Ein stærsta ástæðan er sú,að farið var að skerða lífeyri almnannatrygginga hjá þeim,sem sparað höfðu í lífeyrissjóð.Íslenskir stjórnmálamenn stóðust ekki þá freistingu að spara fyrir ríkið á kostnað lífeyrisþega.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var sagt við launþega: Lífeyrissjóðirnir verða hrein viðbót við almannatryggingar.Alþýðusambandið lýsti þessu yfir.En þetta var svikið.Ríkið hirðir drjúgan hluta af lífeyrissjóðunum eða ígildi þess,þegar launþegar komast á eftirlaunaaldur. Þetta verður að stöðva ella er hætt við því að launþegar hætti að greiða í lífeyrissjóð. Ríkið greiðir miklu hærri hlut landsframleiðslu til eftirlauna aldraðra á hinum Norðurlöndunum og innan OECD ríkja en hér á landi, samt er hagvöxtur meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og Ísland er 11.ríkasta land í heimi.Það er verið að níðast á eldri borgurum. Þeir eiga að geta haft það gott á eftirlaunaaldri en svo er ekki.Aðeins hluti eldri borgara hefur áhyggjulaust ævikvöld en mikiill hluti eldri borgara kvíðir morgundeginum.Þessu verður að breyta.Það verður að leiðrétta kjör eldri borgara og það verður að gera það strax. Það verður að stöðva skerðinguna og það verður að gera það nú þegar.

Björgvin Guðmundsson


Ætlar stjórn Katrínar að losa sig við þingið?

Stjórnarflokkarnir ræða nú um veggjöld eins og alþingi sé búið að samþykkja þau en fyrir síðustu kosningar var Sigurður Ingi núverandi samgönguráðherra andvígur veggjöldum og VG lét ekki í ljós neinn áhuga á veggjöldum.Svo virðist sem Jón Gunnarsson fyrrum samgönguráðherra hafi snúið Sigurði Inga í málinu,þar eð Sigurður Ingi ólmast nú í baráttu fyrir veggjöldum  en gleymir því að þingið hefur ekki samþykkt nein veggjöld.Svo gerast þau tíðindi,að ríkisstjórnin ræðir að taka beri stórt lán fyrir vegaframkvæmdum og það lán verði greitt síðar með veggjöldum.Greinilega halda stjórnarherrarnir,að frekar sé unnt að smeygja veggjöldum inn á þjóðina með þessari aðferð heldur en með því að leggja strax á veggjöld.Þetta er greinilega "útspekuleruð" aðferð til þess að koma veggjöldum í gegn þó þjóðin sé á móti þeim!

 Bíleigendur eru búnir að greiða í bensíngjöldum og öðrum gjöldum,sem lögð eru á bíla, nær alla þá upphæð, sem vegaframkvæmdirnar kosta.Samt á enn að höggva í sama knérunn og rukka bíleigendur um stórar upphæðir í veggjöldum.Ég tel það ekki koma til greina.  Bíleigendur eru búnir að greiða sitt framlag í vegaframkvæmdir og því er rétt að ríkið skili þeirri upphæð áður en það rukkar meira.Og starfsaðsferðir stjórnarflokkanna eru fyrir neðan allar hellur. Það er engu líkara en flokkarnir ætli að losa sig við þíngið.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyri haldið niðri frá 2013

 

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa lengst af farið með völd í landinu frá 2013.Hluta úr árinu 2017 leysti Viðreisn og Björt framtíð Framsókn af ( í 8 mánuði) og 30.nóv. 2017 kom "Róttæki sósialistaflokkurinn inn í stjórnina sem viðbótarhækja með íhaldinu en stjórnarstefnan breyttist ekkert við það! Allan þennan tíma hefur lífeyri aldraðra og öryrkja verið haldið niðri þó laun hafi hækkað mikið t.d. árið 2015,þegar miklar almennar launahækkanir áttu sér stað,15-40% hækkanir en lífeyrir hækkaði þá aðeins um 3%! Þetta var brot á lögum,þar eð samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við hækkun launa.Allan þennan tíma frá 2013 hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og lífeyri haldið við fátæktarmörk og engu skeytt þó lífeyrir hafi ekki dugað til framfærslu og lyf,læknishjálp og stundum matur orðið útundan.Þetta er lögbrot og mannréttindabrot; núverandi stjórn heldur uppteknum hætti,níðist á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum,hækkar lífeyri ekkert og ætlar að hækka lífeyri næsta ár minna en nemur verðbólgu,þ.e. um enga raunhækkun.Áfram er níðst á öryrkjum og svikist um að afnemaa krónu móti krónu skerðingu en þau svik hafa nú staðið í 24 mánuði.

Björgvin Guðmundsson


Alvarlegri framúrkeyrsla hjá ríki en borg!

Landsmálafélagið Vörður hefur sofið svefninum langa undanfarið og ekki heyrst neitt í félaginu þó landsfeðurnir hafi brotið mikið af sér.En félagið vaknaði allt í einu af værum blundi til þess að ráðast á Dag B.Eggertsson borgarstjóra,sem nýlega hefur unnið sigur í kosningum.Það er ný lína hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn með aðstoð Miðflokksins (Klausturflokksins) að una ekki úrslitum kosninga heldur að reyna með ruddalegum áróðri að ná þeim árangri sem ekki náðist í kosningum! Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn með aðstoð Klausturflokksins (Miðflokksins) hamast á Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra út af einhverju braggamáli en endurbygging braggans fór fram úr áætlun.Upplýst hefur verið að tveimur embættismönnum borgarinnar urðu á mistök í þessu braggamáli og þá vilja Sjálfstæðisflokkur og Klausturflokkurinn að Dagur segi af sér. Það er hlægilegt.Fram hefur komið að Dagur vissi varla af þessu braggamáli.Ég var í 20 ár aðal- og varafulltrúi í borgarstjórn og aldrei hvarflaði að okkur í minnihlutanum að krefjast afsagnar borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins þó einhverjum embættismönnum yrðu á mistök.Þessi krafa er hlægileg og fráleit þar eð Dagur er mjög vandaður maður og einstakt prúðmenni.Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið Vigdísi Hauksdóttur úr Klausturflokknum (Miðflokknum) leiða sig á villigötur.Nær væri að Vigdís og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn mundu krefjast þess að hiniir seku þingmenn af Klaustrinu segðu af sér.- Framúrkeyrsla er miklu alvarlegri hjá ríkinu en borginni.T.d. hafa Vaðlaheiðargöng farið hátt í 10 milljörðum fram úr áætlun og eru komin í 17 milljarða; það eru ekki smáaurar eins og í braggamálinu. Nýr Landsspítali er einnig kominn nú þegar tugi milljarða fram úr áætlun.Þar er verkefni fyrir Vörð og sjálfstæðismenn í borgarstjórn ef þeir vilja taka alvarleg mál fyrir.Vörður gæti einnig gert ályktun um leiðtoga sinn,BB,sem stakk skýrslu um skattaskjólin undir stól og lét stöðva umfjöllun Stundarinnar um óheppileg viðskipti hans í Glitni banka.Þau mál kalla fremur á afsögn leiðtogans en braggamálið á afsögn borgarstjóra.

Björgvin Guðmundsson


Vilja halda LAUNUM OG LÍFEYRI ÓBREYTTUM!

Undanfarið hefur það verið að skýrast hvað SA og ríkisstjórn raunverulega vilja í kjaramálunum: Þau vilja halda launum óbreyttum og segja,að ekki sé svigrúm til neinna launahækkana!Þetta er alger dónaskapur eftir að yfirstéttin er búin að raka til sín peningum í formi ofurlauna; ákvarðað af kjararáði og engu hefur verið skilað af ofurlaununum.Lágmarkslaun eru 235 þús kr á mánuði eftir skatt.Aldraðir hafa 243 þús kr eftir skatt,einhleypir.Ef ríkisstjórn og atvinnurekendum tekst að halda lágmarkslaunum óbreyttum verður lífeyrir einnig óbreyttur.Það er takmark ríkisstjórnar KJ.

Björgvin Guðmundsson


Berjast gegn kjarabótum láglaunafólks,aldraðra og öryrkja !

Ábyrgð "Róttæka sósialistaflokksins" (VG) er mikil.Flokkurinn kom BB til valda á ný,gerði hann að fjármálaráðherra eftir að hann hafði hrökklast úr stól forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn vegna spillingarmála.Eðlilegt hefði verið og samkvæmt lýðræðisreglum,að BB hefði fengið langt frí frá stjórnarstörfum eftir "afrekin" í stjórninni með Viðreisn og Bjartri framtíð."Róttæki sósialistaflokkurinn" gerði sömu mistökin  í stjórn með BB og Björt framtíð hafði gert,setti engin skilyrði fyrir stjórnarþátttöku,settist í stjórnina án nokkurra skilyrða.Fyrir bragðið hefur VG ekki komið einu einasta stefnumáli sínu fram en hefur barist af mikilli hörku fyrir stefnumálum BB svo sem að  halda launum niðri og nær óbreyttum.Þetta hefur verið stefnumál flokks BB í öllum vinnudeilum en ekki stefna "Róttæka sósialistaflokksins" ,sem á rætur sínar að rekja til tveggja verkalýðsflokka.Aðalverkefni KJ leiðtoga "Róttæka verkalýðsflokksins" allt þetta ár hefur verið að berjast gegn launahækkun láglaunafólks og að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og óbreyttum þrátt fyrir loforð í kosningunum um að hækka ætti lífeyrinn.Þetta er ömurlegt hlutskipti leiðtoga "verkalýðsflokks" og fróðlegt að bera þetta samnan við stjórnarsamvinnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1944-1946 (nýsköpunarstjórnin) og 1959-1971 (viðreisnarstjórnin).Alþýðuflokkurinn kom fram stofnun almannatrygginga í fyrri stjórninni og stóreflingu trygginganna í þeirri seinni.

Eina afrek VG í núverandi stjórn er að halda BB og flokki hans við völd áfram eftir að hann átti að vera utan stjórnar.

Björgvin Guðmundsson


Auka þarf hlut launafólks á kostnað atvinnurekenda!

Allt bendir til þess,að verkalýðsfélögin Efling,VR,Verkalýðsfélag Akraness og verkalýðsfélagið á Húsavík muni hafa samflot í kjaradeilunni,sem framundan er.Það er rétt skref að mínu mati.Þessi félög eru að hugsa um að vísa deilunni strax til ríkissáttasamjara.Ég tel það einnig rétt skref,þar eð málamyndaviðræður með SA eins og þær hafa verið undanfarið skila engu.SA er önnum kafið við að safna áróðursgögnum gegn verkalýðshreyfingunni; gögnum um að enginn grundvöllur sé fyrir launahækkunum.Hvenær hefur SA talið grundvöllk fyrir launahækkunum.Aldrei í þau 70 ár,sem ég hef fylgst með kjaramálum.Það er alveg sama hvað fyrirtækin græða mikið,alveg sama hvað góðærið er mikið: Aldrei er grundvöllur fyrir kjarabótum verkafólks.Atvinnurekendur telja alltaf að þeir eigi að fá vinnuaflið á útsöluverði.Því miður hefur ríkisstjórn KJ að þessu sinni tekið undir áróður SA um að ekki sé grundvöllur fyrir kjarabótum verkafólks.Svo kemur drengurinn,sem fæddist með silfurskeið í munninum, BB,nú hlaupandi og hefur í hótunum við verkalýðshreyfinguna og spyr af hverju íslensk verkalýðshreyfing geti ekki haft þetta eins og erlendis,þ.e. ekki skipt meira en er til skiptanna? Svarið er þetta: Það er vitlaust gefið á Íslandi.Velferðarkerfið hér stendur langt að baki velferðarkerfinu á hinum Norðurlöndunum.Fyrst verður að leiðrétta velferðarkerfið hér,koma á félagslegum stöðugleika áður en unnt er að semja um laun á svipupðum grundvelli og gert er á hinum Norðurlöndunum.Og það er unnt að semja um hækkun launa þó hagvöxtur sé ekki mikill; það má gera með því að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu; auka hlut launafólks á kostnað atvinnurekenda og fjármagnseigenda.Í dag kemur alltof mikið í hlut atvinnurekenda,útgerðarmanna og annarra en of lítið í hlut launafólks.Þessu verður að breyta.Fyrir 3 árum kyrjaði SA sönginn um að óðaverðbólga skylli á ef samið yrði á þeim nótum,sem samið var og Seðlabankinn spilaði undir.Samningarnirgengu í gegn en engin verðbólga skall á.Nú eru launakröfur heldur minni en síðast en sami söngur sunginn af hálfu SA,ríkisstjórnar og Seðlabanka en söngurinn er orðinn falskur!

 
 
 
Björgvin Guðmundsson
 

"Róttæki sósialistaflokkurinn" vinnur gegn launahækkun verkafólks!

Róttæki sósialistaflokkurinn" var stofnaður við klofning Alþýðubandalagsins.Stofnendur "Róttæka sósialistaflokksins" komu úr Alþýðubandalaginu.En Alþýðubandalagið varð til við sameiningu Sósialistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarnanna,sem Hannibal Valdimarsson stofnaði ásamt nokkrum róttækum Alþýðuflokksmönnum.Sósialistaflokkurinn og Alþýðubandalagið voru róttækir verkalýðsflokkar."Róttæki sósialistafliokkurinn," flokkur KJ, á því rætur sínar að rekja til róttækra verkalýðsflokka.Það er því ömurlegt hlutskipti " Róttæka sósialistaflokksins " í dag að vera í því hlutverki að berjast gegn launahækkunum verkafólks.Lágmarkslaun verkafólks eru í dag 235 þús kr eftir skatt sem engin leið er að lifa af en leiðtogi "Róttæka sósialistaflokksins " KJ telur að þessi laun eigi að vera óbreytt eða í mesta lagi að hækka um 1-2%! Ömurlegt hlutskipti flokks,sem myndaður er úr verkalýðsflokkum og var róttækur en er það ekki lengur.Í dag vinnur flokkurinn gegn kjarabótum verkafólks og heldur niðri lífeyri aldraðra og örykja, í þeim tilgangi að geta verið í stjórn með íhaldi og framsókn.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband