Lánshæfismat bankanna lækkað

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja. Er langtímaeinkunn Kaupþings lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbankans um 2 flokka, í A2.

Þessi breyting kemur ekki á óvart. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna erlendis hefur hækkað undanfarið.Lántökur þeirra erlendis eru orðnar mjög dýrar og taka bankarnir lítil sem engin lán erlendis  um þessar mundir.Þetta skapar bönkunum erfiðleika enda þótt hagnaður þeirra hafi verið mikill sl. ár og lausafjárstaða þeirra sé góð. En ljóst er,að bankarnir  verða að hagræða verulega í resktri sínum.

 

Björgvin Guðmundsson


Borgin á verk Kjarvals

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu dánarbús listmálarans Jóhannesar Kjarvals um að viðurkenndur yrði eignarréttur þess að munum, sem fluttir voru úr vinnustofu listmálarans síðla árs 1968.

Ég er svolítið hissa á þessum dómi,þar eð ekki var um neina skriflega samninga að ræða varðandi afsal á verkum Kjarvals til borgarinnar. Erfingjar Kjarvals vilja mein,að Kjarval hafi verið orðinn mjög veikur þegar hann samþykkti,að borgin fengi verk hans.

Sjá: www.mummi.info


mbl.is Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kostaði 3 milljarða að reka Alfreð

Eitt fyrsta verk Guðlaugs Þórs,heilbrigðisráðherra,var að reka Alfreð Þorsteinsson sem stjórnarformann undirbúningsnefndar nýs hátæknispítala.Réði  Guðlaugur Þór Ingu Jónu,forsætisráðherrafrú í staðinn sem formann. Ný nefnd var skipuð. Nú hefur Inga Jóna og nefnd hennar farið yfir allt málið á ný að beiðni ráðherra og þar á meðal endurskoðað staðsetninguna. Í stuttu máli staðfestir Inga Jóna og nefnd hennar allt,sem áður hafði verið ákveðið og þar á meðal staðsetninguna. En þetta hringl ráðherra hefur kostað ríkið 3 milljarða að því,er Alfreð Þorsteinsson segir. Hann segir,að nýtt hátæknisjukrahús eigi að spara 3 milljarða á ári vegna aukinnar hagræðingar. Hringl ráðherra hefur tafið framkvæmdir um eitt ár,segir Alfreð,eða m.ö.o. kostað skattgreiðendur 3 milljarða. Það  getur verið dýrt að vera í ráðherraleik og  að sýna  vald  sitt.

Björgvin Guðmundsson


Ekki evra án aðildar að ESB


 

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að loknum fundum sínum með forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel í dag að það hefði komið skýrt fram að Evrópusambandið væri andsnúið því að ríki utan sambandsins tækju einhliða upp evru.
Ef Ísland tæki upp evru einhliða gæti það jafnvel haft í för með sér pólitíska erfiðleika í samstarfi Íslands og ESB. Geir sagðist þar eiga við að ESB gæti torveldað samstarf á sviði EES og Schengen-samninganna.

Þar með er það staðfest,að Ísland getur ekki einhliða tekið upp evru. Mér kemur þetta ekki í óvart,þar eð Norðmenn fengu nákvæmlega sömu upplýsingar þegar þeir leituðu eftir einhliða upptöku evru fyrir 8-10  árum. Bondevik þá forsætisráðherra Noregs fór þá til Brussel og leitaði eftir samþykki við því að Noregur tæki upp evru án aðilar að ESB. En hann fékk nákvæmlega sömu svör og Geir Haarde í Brussel. Þess vegna  hefur umræðan um evruna verið á villigötum hér síðustu misserin. Evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðnuveiðar leyfðar á ný

RSS þjónusta 
RSS þjónusta 
Það er auðvitað mjög ánægjulegt að þetta hafi tekist hjá okkur, að mæla nægilega mikið magn loðnu til að hægt væri að gefa út kvóta,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, sem í dag heimilaði loðnuveiðar á ný. Leyft  var að veiða 100 þús. tonn
Þetta eru mjög ábægjulegar fréttir. Sjómenn segja,að mikill þorskur sé í sjónum. Ef til vill er unnt að leyfa meiri þorskveiðar  einnig.
Björgvin Guðmundsson
 

 

mbl.is Einar: „Mjög ánægjulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vistmenn á hjúkrunarheimilum haldi fjárræði

Sú ósvinna hefur tíðast um langt skeið,að þegar eldri borgarar fara á  hjúkrunarheimili eða dvalarheimili eru þeir sviptir fjárræði.Allur lífeyrir þeirra fra almannatryggingum er rifinn af þeim og síðan er þeim skammtaðir vasapeningar,sem eru skornir við nögl. Sennilega er þetta brot á stjórnarskránni. Þetta er gert á þeim forsendum að taka þurfi peninga til þess að kosta vist og kostnað á hjúkrunarheimilinu eða dvalarheimilinu. En á  hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar alla sína peninga í eigin hendur og síðan greiða þeir kostnaðinn af þeim peningum.Og þannig á þetta að sjálfsögðu að vera. Aðalfundur Félags eldri borgara í Rvk. samþykkti sl. laugardag,að framangreind breyting yrði gerð og eldri borgarar  héldu  fullu fjárræði  á stofnunum.

 

Björgvn Guðmundsson


Stórbæta verður kjör kennara

Stefna ber að því að jafna laun kennara við laun annarra háskólamanna í sambærilegum störfum. Þetta var meðal þess sem fram kom í framsögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns menntaráðs, á samráðsfundi foreldra og borgaryfirvalda í gær sem haldinn var undir yfirskriftinni „Mönnun grunnskólanna – flótti úr kennarastétt?“

Það vantar 50 grunnskólakennara í Reykjavík og kennaraskortur er einnig mikill úti á landi.Astæðan er slæm launakjör kennara. Kennarar fara í önnur störf þar sem laun eru betri.Það verður að stórbæta laun kennara svo unnt sé að manna skólana. Framtíð þjóðarinnar liggur í góðri menntun.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is „Kennarar koma vonandi til baka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja,að Seðlabankinn víki frá verðbólgumarkmiði en vilja ekki aðild að ESB

 

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir  Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson,skrifa grein í  Mbl.  í gær um erfiðleika  íslensku bankanna.Telja þeir að Seðlabankinn og ríkið þurfi á  einhvern hátt að koma bönkunum til aðstoðar.Nefna þeir að ríkið gæti lækkað skatt á fyrirtækjum enn frekar og gefa í skyn,að fá mætti bönkunum hlutverk Íbúðalánasjóðs. Seðlabankinn gæti auðveldað bönkunum lántökur o.s.frv.

Stærsta atriðið í greininni er þó það,að þeir leggja til að Seðlabankinn víki tímabundið frá verðbólgumarkmiði sínu og taki í staðinn upp stefnu,sem sé jákvæð fjármálageiranum og vinni gegn fjármálakreppu. Með þessari tillögu eru þeir í rauninni að leggja til ,að Seðlabankinn hefji strax vaxtalækkunarferli þó verðbólgumarkmiði sé ekki náð.Segja þeir,að seðlabankar erlendis geri slíkt víða eða eins og þeir segja: "Greinilegt er að seðlabankarnir hafa meiri áhyggjur af stöðu hagkerfanna og þá fyrst og fremst stöðu fjármálageirans en þeir hafa af verðbólgu. Það er skiljanlegt þar sem afleiðingar fjármálakreppu eru mun alvarlegri og erfiðari viðfangs heldur en verðbólga."

Arnór Sighvatsson,aðalhagfræðingur  Seðlabankans,vísar  hugmynd þingmannanna á bug. Telur hann að það mundi gera illt verra að víkja frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Athyglisvert er,að þingmennirnir vísa því á bug að taka upp evru eða ganga í ESB. Er ljóst  að þar fylgja þeir flokkslínu. En margir hagfræðingar og forustumenn í atvinnulífinu telja einmitt að aðild að  ESB  mundi leysa þá fjármálakreppu,sem bankarnir eru að sigla inn í.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu

Verne Holdings ehf. skrifaði í dag undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um raforku, gagnaflutninga, hús og lóð fyrir gagnaver við Keflavíkurflugvöll. Verið mun taka til starfa árið 2009 og verður heildarfjárfesting Verne í verkefninu um 20 milljarðar á 5 árum. 

Þetta er ánægjulegur atburður og markar ef til vill þáttaskil í atvinnumálum þjóðarinnar. Þarna er lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu hér á landi og gæti orðið upphafið að því að hér risu mörg netþjónabú. Talið er að heildarfjarfesting í kringum þetta verkefni gæti orðið 40 milljarðar og að alls 100 manns geti fengið vinnu í gagnaverinu og í tengslum við það.Framkvæmdir eiga að hefjast strax á þessu ári og gagnaverið að taka til starfa næsta ár.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 20 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni á móti því að setja byggðakvóta á uppboð

Guðni Ágústsson,formaður Framsóknar,tók byggðakvótann upp á alþingi í dag. Ræddi hann m.a. hugmynd Ingibjargar Sólrúnar um  að setja byggðakvótann á uppboðsmarkað og  láta andvirðið ganga til sjávarbyggða úti á landi. Lagðist Guðni algerlega gegn þessari hugmynd  og sagði að halda ætti byggðakvótanum í  óbreyttri mynd en best væri þó að láta Byggðastofnun úthluta kvótanum.Í dag er það  sjávarútvegsráðuneytið sem úthlutar.

Atli Gíslason VG lagðist einnig gegn hugmynd Ingibjargar Sólrúnar og sagði,að  þessi leið mundi ekki fullnægja athugasemdum Mannréttindanefndar Sþ. við kvótakerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband