Laugardagur, 29. mars 2008
Framsókn vill þjóðarsátt
Við viljum að stjórnvöld grípi til aðgerða til að sporna við verðbólgunni," sagði Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokks í kvöldfréttum RÚV . Hann kallaði eftir þjóðarsátt og sagði að forsendur fjárlaga væru brostnar.
Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson þingmenn Framsóknarflokks hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar alþingis og segja brýnt að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna bágrar stöðu efnahagsmála.
Athygliverð hugmynd hjá Framsókn. Ef til vill krefst ástandið þess að allir taki höndum saman um aðgerðir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Framsókn kallar eftir aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. mars 2008
Verið að svíkja aldraða og öryrkja um bætur. Fá 4% í stað 15-20%
Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga.
Í yfirlýsingu samtakanna segir, að megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamningum hafi verið, að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu og í samræmi við það hafi aðildarsamtök ASÍ og SA náð samkomulagi um hækkun lægstu launa um 18.000 krónur á mánuði.
Við frágang kjarasamninga var talað um sögulegt samkomulag og almenn sátt og ánægja ríkti í samfélaginu um þá leið sem farin var, enda lýsti ríkisstjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með þessar áherslur.
Það þarf enginn að fara í grafgötur með að fjöldi fólks í hópi öryrkja og aldraðra eru meðal þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi. Það skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyrisþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga aðeins að hækka um 4%, sem jafngildir kr. 4.000-5.000 hækkun á lægstu bótum. Hvernig ríkisstjórnin getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000 kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í kjarasamningunum.
Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt. Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum.
Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum," segir í yfirlýsingunni.
Ég tek undir mótmæli ASÍ og samtaka aldraðra og öryrkja. Það er verið að svíkja aldraðra og öryrkja um bætur,sem þeim hafði verið lofað.Þeir áttu að fá sömu hækkun og verkafólk. En þeim er skammtað 4-5 þús. þegar verkafólk fær 18000 kr. og margir 5,5% hækkun til viðbótar. Aldraðir og öryrkjar eiga því að fá 15-20% hækkun í stað 4%.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. mars 2008
Sagan af 5 milljörðunum
5.desember sl.,þegar ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu um,að hún ætlaði á yfirstandandi ári að draga úr tekjutengingum tryggingabóta kom Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra í kastljós sjónvarpsins til þess að útskýra þessar ráðstafanir.Fréttakonan horfði þá á Jóhönnu með undrunarsvip og sagði: Og getur ríkisstjórnin bara tekið 5 milljarða út úr loftinu sí sona fyrir eldri borgara og öryrkja.Það kom ekki fram í þeim þætti,að skatttekjur ríkisins mundu aukast um 4 milljarða á ári,ef 30% eldri borgara færu út á vinnumarkaðinn En mér kom þetta viðtal við Jóhönnu í hug,þegar ég sá Morgunblaðið í morgun,mikið viðtal við Jóhönnu,þar sem hún segir: 9 millarðar til eldri borgara.Ég tel álíka mikið að marka þessa tölu eins og töluna 5 milljarðar. I fyrsta lagi má byrja á því að draga 4 milljarðana frá,auknar skatttekjur ríkisins. Í öðru lagi er rétt að hafa í huga,að það,sem ríkið ætlar að gera fyrir aldraða og öryrkja kemur til framkvæmda misjafnlega fljótt á þessu ári,sumt ekki fyrr en 1.júlí og annað um næstu áramót.Í þriðja lagi er rétt að halda því til haga,að ríkið hefur haft marga tugi milljarða af öldruðum frá 1995 með því að skerða alltaf lífeyri aldraðra í hver skipti ,sem laun hækkuðu.Núverandi ríkisstjórn ætlar að halda áfram á þeirri braut og lætur aldraða nú fá 4-5000 kr. hækkun,þegar verkafólk fær 18000 kr. En það var búið að lofa því að aldraðir fengju það sama og verkafólk.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 28. mars 2008
Bónus er með lægsta vöruverðið
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í flestum tilvikum var einungis 1 krónu verðmunur á verslun Bónuss og Krónunnar á þeim vörum sem fáanlegar voru í báðum verslunum. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun Nóatúns.
Af þeim 29 vörutegundum sem skoðaðar voru var Nóatún með hæsta verðið í 13 tilvikum en Hagkaup reyndist með hæsta verðið á 11 vörutegundum og Samkaup-Úrval á 10 vörum.
Hjá Bónus var verðið lægst á 26 vörum af þeim 29 sem skoðaðar voru. Á 13 af þeim 18 vörutegundum sem fáanlegar voru bæði í Krónunni og Bónus var einungis einnar krónu verðmunur milli verslananna. Sífellt erfiðara reynist að bera saman verð á vörum milli lágvöruverðsverslana þar sem mikið er um að pakkningstærðir á vörum séu ekki hinar sömu hjá verslunum.
Bónus hefur átt stærsta þáttinn í því að lækka vöruverð hér á landi . Verslunin heldur forustunni í því að tryggja lágt vöruverð.Ég versla oftast í Bónus en einstaka sinnum í Nóatúni,þar eð Bónus er ekki í mínu hverfi. Það er gífurlegur munur á vöruverði. Og það sem hefur breyst gegnum árin er að Bonus hefur verið að taka til sölu fleiri og fleiri viðurkenndar gæðavörur og nú má fá nær allar merkjavörur,gæðavörur í Bónus eins og í Nóatúni en munurinn er sá,að verðið á þessum sömu vörum er mikið lægra í Bónus.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bónus með lægsta verð og Nóatún hæsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Gengi og hlutabréf á niðurleið
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,65% frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands klukkan 10. Teymi hefur lækkað mest eða um 1,3%, Glitnir 1,13%, Landsbankinn 1% og SPRON 0,93%. Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.
Gengi krónunnar hefur veikst um 2,35% og er gengisvísitalan 157 stig en var 153,40 við upphaf viðskipta klukkan 9 í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 77,45 krónur, evran er 122,35 krónur og pundið 154,65 krónur.
Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 1,3% og Helsinki 0,2%. Í Kaupmannahöfn hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 0,02% og Stokkhólmi 0,13%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 0,05%.
Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan hækkað um 0,18%, í Frankfurt hefur DAX vísitalan hækkað um 0,2% og í París nemur hækkun CAC 0,09%.
Svo virðist,sem áhrifa vaxtahækkunar Seðlabankans gæti ekki lengur. Menn töldu í fyrstu,að gengið og hlutabréfin hækkuðu vegna vaxtahækkunar Seðlabankans. en það reyndust skammvinn áhrif. Gengi krónunnar er byrjað að falla á ný og verðbólgutölur eru uggvænlegar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hlutabréf og króna á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Ríkið græðir á gengislækkuninni
Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti munu aukast umtalsvert vegna gengislækkunar krónunnar. Ástæðan er sú að við lækkun gengis hækkar innkaupsverð og virðisaukaskatturinn er prósentutala sem tekur mið af innkaupsverði. Það kann þó að vera að verðhækkunin dragi að einhverju leyti úr sölu, en það hefur áhrif á tekjur ríkissjóðs.
Ein af þeim vörum sem hækka þessa dagana er áfengi, en gengislækkun krónunnar hefur mikil áhrif á verð til neytenda.
Stéphane Aubergy, víninnflytjandi hjá Vínekrunni, segir að það hljóti að vera umhugsunarvert fyrir neytendur sem þurfi að taka á sig verðhækkun á áfengi að ríkið skuli hagnast mest. ÁTVR, sem sé með fasta álagningarprósentu, hagnist einnig. Hann segir að miklar verðhækkanir á áfengi séu framundan. Fyrir utan gengisbreytingar sé innkaupsverð að hækka og flutningskostnaður
Ríkið vælir alltaf yfir peningaleysi. en sannleikurinn er sá,að afkoma ríkissjóðs er mjög góð og hún batnar við gengislækkunina. Fjárlög voru afgreidd með miklum tekjuafgangi og auk þess á ríkið miklar fúlgur fjár í Seðlabankanum frá því Síminn var seldur. Það eru því nógir peningar til hjá ríkinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ríkið hagnast á gengislækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Verðbólgan 8,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,47% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,49% frá febrúar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,7% Greiningardeildir bankanna spáðu 1,2-1,4% verðbólgu í mánuðinum og hefði það þýtt að tólf mánaða verðbólga hækkaði úr 6,8% í 8,4-8,6%. Í síðasta mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 1,38% frá fyrra mánuði.
Á þriðjudag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína um 1,25% í 15%.
Sú hækkun vaxta mun ekki hafa mikil áhrif í því efni að lækka verðbólguna. Hins vegar getur vaxtahækkunin haft áhrif í þá átt að hækka gengi krónunnar eitthvað en fyrri reynsla leiðir í ljós,að þó gengi krónunnar hækki þá lækka innfluttar vörur ekkert.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mesta verðbólga í 6 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Mikil vonbrigði með Jóhönnu og ríkisstjórnina í kjaramálum aldraðra
Föstudagur, 28. mars 2008
Félags-og tryggingamálaráðherra flýtir vinnu fyrir eldri borgara
Félags-og tryggingamálaráðherra hefur í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008..
Ég fagna þessari ákvorðun.Ég taldi það alltof langan frest að bíða til 1.nóv. Hins vegar þarf að gæta þess vel,að framfærslukostnaður sé rétt metinn og eðlilegt viðmið fundið. Eina viðmiðun Hagstofunnar í þessu efni er könnun hennar á neysluútgjöldum heimilanna í landinu. Neyslukönnun Hagstofunnar segir,að neysluútgjöld einstaklinga séu til jafnaðar 226 þús. kr. á mánuði.Það er fyrir utan skatta og opinber gjöld.Neysluútgjöld eldri borgara eru eins. Þess vegna á lífeyrir að vera a.m.k. 226 þús á mánuði. Það á ekki að þrýsta lífeyrinum niður með því að finna einhverja lágmarksframfærslu.Eldri borgarar eiga að geta lifað með reisn síðustu æviárin og þeir eiga það inni hjá samfélaginu..
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Hækkun til aldraðra skorin niður í 4%. Átti að vera 15%.
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007.
Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn.
Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Verkafólk fékk samkvæmt kjarasamningum 15% hækkun og auk þess margir rúm 5% að auki. Lágmarkshækkun var 15% og ég tel,að lífeyrir aldraðra hefði átt að hækka um það sama,þ.e. 15% að lágmarki. En stjórnvöldum hefur tekist að skera hækkun aldraðra niður í 4%. Það er sama stefnan og áður gagnvart eldri borgurum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lífeyrir almannatrygginga hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |