Ríkisstjórn Katrínar gerir ekkert fyrir aldraða!

 

 

Ríkisstjórn Katrínar,formanns Vinstri grænna hefur verið við völd í 3 1/2 mánuð. Á þeim tíma hefur stjórnin ekkert gert fyrir aldraða eða öryrkja,ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.Lífeyrinum hefur verið haldið óbreyttum.Hækkun um hungurlús um áramót,4,7%,var ákveðin af ríkissrtjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyrinn,þegar vitað er,að hann dugar ekki til framfærslu? Það er lögbrot að hækka ekki lífeyrinn.Bjarni ræður ferðinni.Hvorki VG né Framsókn þora að segja "múk". Þeim er svo mikið í mun að fá að hanga í stjórninni.Bjarni vill bíða eftir fjármálaáætlun og helst vill hann bíða eftir því hvernig mál enda á vinnumarkaðnum í haust og um áramót.Þau Sigurður Ingi og Katrín munu elta hann í þessu máli til þess að halda stjórninni saman.Stólarnir eru mikilvægari en kjör aldraðra og öryrkja!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 
 
 

Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra niðri.Lífeyrir hækkar ekki í samræmi við launaþróun!

Hvaða leyfi hafa stjórnmálamenn til þess að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri? Hvaða leyfi hafa ráðamenn þjóðarinnar til þess? Fengu þeir eitthvað leyfi til þess í síðustu kosningum að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri, ef þeir kæmust til valda? Var það ekki öfugt.Sögðust þeir ekki ætla að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Ég man ekki betur.Er það eðlilegt,að ráðherrar ríkisstjórnarinnar taki sér 60% kauphækkun,hundruð þúsunda hækkun, á tímabilinu 2013-2016 en skammti öldruðum og öryrkjum hungurlús á sama tímabili. Eiga þegnarnir síðan að bukka sig og beygja,ef ráðamennirnir vilja ræða þann möguleika að  bæta kjör þeirra lægst launuðu einhvern tímann í framtíðinni!Hvers konar ríki lifum við í? Ríkisstjórnin fer ekki eftir lögum gagnvart öldruðum og öryrkjum.Hún hækkar ekki lífeyri aldraðra og öryrkja í samræmi við launaþróun.Hún brýtur lög á öldruðum og öryrkjum og setur sig síðan á háan hest.Þessi hungurlús,sem lífeyrir hækkaði um hjá hluta lífeyrisþega um áramót var minni hækkun en nam hækkun lágmarkslauna!Og hungurlúsin kom ekki frá núverandi stjórn, hún kom frá ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðsflokks.Það er ekki aðeins að flokkarnir,sem standa að ríkisstórninni með Vinstri græna í broddi fylkingar hafi rofið kosningaloforð sín við eldri borgara heldur eru þeir einnig að brjóta lög á öldruðum og öryrkjum.

Og til þess að kóróna ósómann taka ráðherrarnir og þingmenn þeirra sér óheyrileg laun og alls konar aukagreiðslur og aukasporslur,svo yfirgengilegt er.Aukagreiðslurnar nema hundruðum þúsunda!Það er eins og þessir ráðamenn,þessi yfirstétt, sé að  storka öldruðum og öryrkjum,sem haldið er niðri í kjörum. Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna lífeyrir var ekki hækkaður myndarlega strax og stjórnin tók við.Það er óskiljanleg framkoma. Búist var við,að ríkisstjórn undir forustu Vinstri grænna yrði hagstæðari öldruðum og öryrkjum en fyrri ríkisstjórnir en það hefur orðið öfugt. 

Björgvin Guðmundsson


Heilbrigðiskerfið:Engin niðurgreiðsla á sýklalyfjum!

Íslendingar gortuðu lengi af því,að þeir væru með frábært heilbrigðiskerfi.Þeir geta það ekki lengur,þar eð heilbrigðiskerfð hér er allt að grotna niður.Eitt af því, sem vekur furðu margra,  er það,að sjúkratryggingar greiða ekkert í syklalyfjum.Þetta er mjög undarlegt,þar eð barnafólk þarf mikið á þessum lyfjum að halda  vegna barfnanna svo og eldri borgarar.Núna er til dæmis mikill flensufaraldur og margir hafa verð lagðir inn á Landspítalann með slæma flensu,berkjubólgu og jafnvel lungnabólku.Sýklalyf kostar í kringum 3000 kr,einn "kúr".Sjúkratryggingar borga ekki krónu í því.Eftir hverju fara eiginlega þessir spekingar,sem ákveða hvaða lyf eigi að niðurgreiða og hver ekki?Það er ljóst,að þeir taka ekki tillit til barnafólks og eldri borgara.Það þarf að bæta úr þessu; taka upp niðurgreiðslur á sýklalyfjum.Það mundi koma barnafólki og eldri borgurum vel.

Björgvin Guðmundsson


Búið að afnema hér helsta einkenni norræna velferðarmodelsins!

Stjórnvöld  hér hafa fellt niður grunnlífeyrinn.Þar með hefur helsta einkenni norræna velferðarmodelsins hér  á landi verið afnumið.Lífeyrir almannatrygginga,sem þeir fá,sem ekki hafa aðrar tekjur,dugar ekki til framfærslu.Og upptaka ríkisins vegna skatta og skerðinga hjá þeim, sem hafa  lífeyri úr lífeyrissjóði er svo mikil að líkast er eignaupptöku. Þetta sagði Harpa Njáls félagsfræðingur í samtali við RÚV  í byrjun janúar sl.Harpa Njáls gagnrýnir harðlega þær miklu skerðingar sem eiga sér stað á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara,sem fá greiðslur úr lífeyrssjóði

Guðmundur Gunnarsson fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýndi einnig harðlega afnám grunnlífeyris í Silfrinu í gær.Hann sagði,að alls staðar á hinum Norðurlöndunum væru eldri borgarar með grunnlífeyri eins og verið hefði hér (200 þúsund kr á mánuði).En í þessu efni eins og fleirum stæðu Íslendingar að baki hinum Norðurlöndunum.Eldri borgarar á Íslandi fá lægri eftirlaun frá ríkinu en eldri borgarar fá til jafnaðar frá hinu opinbera í OECD ríkjunum.Samt er hagvöxtur hærri hér en erlendis og ætti að tryggja það,að Ísland gæti tryggt  sínum eldri borgurum jafngóð kjör eða betri en þeir njóta í löndum OECD.

Björgvin Guðmundsson

 


Segir VG verja spillingu Sjálfstæðisflokksins!

Gunnar Smári formaður Sósalistaflokksins var harðorður í garð  VG í Silfrinu hjá RUV í gær.Hann sagði það vera orðið hlutskipti VG að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.Það er engu líkara en VG sé komið í hlutverk blaðafulltrúa íhaldsins,sagði Gunnar Smári ennfremur.

Hann sagði,að það væri alltaf rætt mikið um pólitík í fermingarveislunum.Núna yrðu fulltrúar VG spurðir þar: Hvað eruð þið að gera í þessari ríkisstjórn.Hvers vegna eruð þig að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.En VG varði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra af öllu afli ,þegar vantrauststillaga kom fram á ráðherrann fyrir skömmu..  Í fyrra gagnrýndi VG Sigríði og Sjálfstæðisflokkinn harðlega m.a. fyrir " uppreist æru málið" og fyrir mistök við skipan dómara í landsrétt.Það var allt gleymt nú og flokkurinn snúinn í málinu.

Styrmir Gunnarsson fyrrv ritstjóri Mbl. var í Silfrinu líka. Hann ræddi m.a. þá atburði sem orðið hafa í verkalýðshreyfingunni; glæsilega kosningu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu.Hann sagði,að kosning Sólveigar Önnu í Eflingu og kosning Ingu Sæland á alþingi væru merkilegir atburðir. Styrmir sagði,að Inga Sæland talaði eins og verkalýðsleiðtogar fyrri tíma.Hann er greinilega mjög hrifinn af henni.

Styrmir sagði,að VG hefði lykilstöðu í ríkisstjórninni.Flokkurinn gæti haft áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn; gæti fengið þá til þess að samþykkja kjarabætur fyrir það verkafólk,sem þyrfti sárlega á kjarabótum að halda.

Styrmir virðist binda vonir við,að ríkisstjórnin muni koma það mikið til móts við verkalýðshreyfinguna,að verkföllum verði afstýrt. Það er hugsanlegt.En ég er ekki eins bjartsýnn á það og Styrmir. Sennilega er þessi leið Styrmis eina leið stjórnarinnar til þess að lifa af.Ella er hætt við að hún springi í loft upp  snemma.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Dregið í 14 1/2 mánuð að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja hjá TR.Ekki afnumin enn!

Það hefur nú verið dregið í 14 1/2 mánuð að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja í kerfi almannatrygginga.Þessi skerðing var afnumin hjá öldruðum um áramótin 2016/2017.Það var búið að lofa því að hið sama mundi gilda fyrir öryrkja.Þeim hafði verið lofað að þessi skerðing yrði afnumin hjá þeim einnig um þessi sömu áramót. Það var svikið.Síðan var því lofað,að þetta yrði leiðrétt fljótlega á nýju ári.Það var einnig svikið.Allir stjórnmálaflokkar lofuðu að þessi skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin.Allir,sem hafa verið í ríkisstjórn hafa svikið þetta: Auk Framsóknar og íhalds hafa Vinstri grænir svikið þetta og Björt framtíð og Viðreisn.Stjórnmálamenn í þessum flokkum virðast telja í lagi að níðast á öryrkjum! 
Hvað þýðir þetta í framkvæmd? Hvernig kemur þetta við öryrkja? Það kemur við öryrkja á þessa leið: Ef öryrki fer út vinnumarkaðinn og vinnur sér inn nokkrar krónur til þess að lifa af,þar eð ekki dugar lífeyrinn,þá er ákvæmlega sama upphæð dregin af lífeyri öryrkjans hjá TR og nemur vinnutekjunum.Þetta er lýgilegt en staðreynd. Það þýðir ekkert fyrir öryrkja að fara út á vinnumarkaðinn til þess að vinna sér inn einhverjar tekjur,ef til vill af veikum mætti,þar eð ríkið (TR) hrifsar jafnmikla upphæð af lífeyri öryrkja.Þannig virkar krónu móti krónu skerðingin.Þetta er hrein kjaraskerðing.Það er verið að skerða lífeyri öryrkja í hvert sinn sem þeir hafa aukatekjur og ekki aðeins vegna atvinnutekna heldur vegna annarra tekna einnig.Þetta er ekki gert hjá öldruðum.Aðeins hjá öryrkjum.Þetta er "klárlega" lögbrot,brot á jafnræðisreglunni.Og þetta er örugglega mannréttindabrot! En hvað varðar ráðherrana um það? Þeir eru vanir að brjóta lög og stjórnarskrá. Og það sem verra er: Þingmenn sitja allir hálfsofandi á þingi og gera ekkert í svona alvarlegu máli.Það er verið að fremja kjaraskerðingu á öryrkjum á hverjum degi en þingmenn hreyfa ekki legg né lið,þeir láta þetta yfir sig ganga.Þeir rísa ekki upp allir sem einn og leiðrétta þennan ósóma.Þeir geta ,gert það,ef þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu taka höndum saman.Ef þeir gerðu það væri mannsbragur að þinginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 
 
 

Loforðið um 300 þús kr lífeyri á mánuði svikið!

Árið 2016 var lagt fram á
Alþingi lagafrumvarp um
almannatryggingar. Ríkisstjórn
Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins var þá við
völd. Málið hafði verið rúman áratug
í undirbúningi en eftirtekjan
var ekki eftir því. Hún var rýr. Til
dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar
krónu hækkun á lægsta lífeyrinum,
þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis
höfðu lífeyri frá almannatryggingum.
Lífeyrir þeirra átti að hækka
um 0 krónur.
Mikil óánægja braust út meðal
aldraðra með frumvarpið. Náði
hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi
í Háskólabíói en FEB í
Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin
leiddu til þess að ríkisstjórnin lét
undan og gerði örlitlar breytingar
á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið
var að setja inn litla hækkun á
lægsta lífeyrinum, eða um 12.000
kr. á mánuði eftir skatt!
Í tengslum við framlagningu
frumvarpsins var því lýst yfir, að
lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði
hækkaður í 300 þúsund á mánuði
fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband
eldri borgara fagnaði
þessari yfirlýsingu en þing sambandsins
hafði gert kröfu til þess
að fá framgengt sömu upphæð eins
og nam lágmarkslaunum verkafólks,
þ.e. 300 þúsund á mánuði
fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar
2015.

Ekki staðið við loforðið

En loforðið reyndist innantómt
slagorð. Það var ekki staðið við það
nema gagnvart mjög litlum hluta
aldraðra og öryrkja. Aðeins 20%
aldraðra eða rúmlega það fengu
300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar
2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund
á mánuði fyrir skatt. Aðeins
29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á
mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018.
Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á
mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20%
af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið
tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum,
og ríkið fær 35 þús.
kr. af 239 þús. krónunum; .
Þessar upphæðir eru ekki til þess
að hrópa húrra fyrir. Það er engin
leið að lifa mannsæmandi lífi af
þessari hungurlús og tæplega tilefni
fyrir stjórnarherra að stæra
sig af þessum „afrekum“ eins og
þeir hafa gert.

Örlítið minni skerðingar

Örlítið var dregið úr skerðingum
í nýja frumvarpinu um almannatryggingar.
Upphaflega var frumvarpið
lagt fram með afnámi frí-
tekjumarks. En vegna mótmæla
eldri borgara var 25 þúsund kr. frí-
tekjumark sett inn í frumvarpið og
átti það að gilda sameiginlega fyrir
allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur
og greiðslur úr lífeyrissjóði.
Enginn friður varð þó um þetta frí-
tekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum
fannst ósanngjarnt,
að þeir sættu mikilli skerðingu
tryggingalífeyris vegna þess að þeir
væru að reyna að stunda atvinnu.
(Frítekjumarkið hafði verið 109
þús. á mánuði). Sama má segja um
skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Óánægjan með skerð-
ingarnar hefur stöðugt aukist enda
telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í
lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða
tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóð-
anna. Ég er sammála því.

Björgvin Guðmundsson

Fréttablaðið 8.mars 2018

 

 
 

 


Glæsilegur sigur Sólveigar Önnu.Hagsmunir aldraðra og verkafólks fara saman

ÉG óskaði Sólveigu Önnu innilega til hamingju með sigurinn í Eflingu og sagði: Ég styð baráttu þína fyrir bættum kjörum láglaunafólks 100%.Er  að berjast fyrir bættum kjörum lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Hagsmunir þessara aðila fara saman.Bið þig að víkja að kjörum aldraðra og öryrkja,þegar þú ferð að halda  baátturæður fyrir launþega; bið þig að tala þá einnig um nauðsyn þess að bæta þurfi  kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Afstaða Eflingar skiptir miklu máli í þessu sambandi Stuðningur Eflingar við kjarabaráttu aldraðra getur skipt sköpum.

Björgvin Guðmundsson


EKKI STARFSHÓP HELDUR AÐGERÐIR STRAX!

Ríkisstjórn Katrínar hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að fjalla um lífeyri aldraðra og öryrkja og stöðu annarra,sem verst eru staddir.það þarf engan starfshóp til þess að fjalla um þetta mál.Það þarf aðgerðir og það þarf aðgerðir strax; það þarf aðgerðir strax í næstu viku.Eins og ég hef margbent á og sent Katrínu opið bréf um,er engin leið að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Það þarf því að hækka þennan lífeyri strax en ekki að tefja málið í starfshóp.Það er miklu betra að ákveða hækkun í áföngum en að fresta öllum hækkunum til vors.Ef hækkun lífeyris væri skipt í tvennt væri lágmarkshækkun i fyrsta áfanga 50 þús kr eftir skatt.Það er algert lágmark.Þessi hækkun þarf að koma til framkvæmda strax í næstu viku.ÞAÐ MÁ EKKI FRESTA RÉTTLÆTINU,sagði Katrín og ég er sammála því

Björgvin Guðmundsson

 


2 þingmenn VG samþykktu vantraust á dómsmálaráðherra!

Tillaga um vantraust á Sigríði Andersen dómmálaráðherra var tekin til umræðu og afgreiðslu á alþingi í gær.Samfylkingin og Piratar fluttu tillöguna.Var Logi Einarsson fyrsti flutningsmaður.Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29.Tveir þingmenn VG,þau Andrés Ingi og Rósa Björk, greiddu atkvæði með vantraustinu.Einnig studdi Viðreisn vantraustið,svo og Flokkur Fólksins.Flutningsmenn tillögunnar sögðu,að dómsmálaráðherra ætti að víkja vegna þess að hún hefði brotið lög í sambandi við skipan dómara í Landsrétt.Hæstiréttur úrskurðaði, að ráðherra hefði brotið lög um rannsóknarskyldu við val á dómurum.Ríkið hefur einnig ítrekað verið dæmt til þess að greiða umsækjendunm um dómarastarf við landsrétt skaðabætur vegna þess að talið var,að gengið hefði verið framhjá þeim  sem væru hæfari en þeir,sem skipaðir voru.Þá sætti ráðherrann mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið tillit til ráðgjafar,sem hann fékk hjá sérfræðingum ráðuneytisins en þingmenn Viðreisnar töldu ,að þeir hefðu greitt aktvæði á annan hátt á þingi í máli þessu,ef þeir hefðu vitað,að ráðherra hefði hundsað ráðgjöfina.

  Ég er sammála því,að ráðherra hefði átt að víkja vegna þeirra mistaka,sem hann gerði við skipan dómara í landrétt.Ég tel,að ráðherra hefði á þann hátt átt að axla ábyrgð af mistökum sínum.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband