Verða eftirlaunalögin felld úr gildi?

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að unnið sé að endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna á grundvelli stjórnarsáttmálans. Hægt sé að afgreiða málið fyrir þinglok ef samstaða er um það á Alþingi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði um helgina að til stæði að breyta hinum umdeildu lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna sem samþykkt voru í árslok 2003. Einkum sé horft til að færa eftirlaunin nær því sem gengur og gerist hjá almenningi.

Geir H. Haarde segir að unnið sé að breytingum á frumvarpinu í forsætisráðuneytinu. Aðalbreytingin verði sú að menn geti ekki verið á launum hjá því opinbera og þegið eftirlaun á sama tíma.

Reynt var að gera breytingar á þessum lögum á síðasta kjörtímabili þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í samstarfi. Ekki náðist samkomulag um breytingar þá.

Þetta eru ánægjulegar fréttir. Vænanlega næst það fyrir þinglok að afgreiða þetta mál. Það þarf að afnema með öllu sérréttindi  ráðherra,þingmanna og annarra í eftirlaunamálum. Það er svívirða að þessir menn skuli hafa skammtað  sér meiri eftirlaun en  aðrir þegnar þessa lands njóta.Þeir njóta margfaldra réttinda.Það verður að afnema þau.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Getum ekki rekið atvinnulífið án útlendinga

Mikill áróður er rekinn í fjölmiðlum gegn  nýbúum og öðrum útlendingum hér á landi.Skoðanakannanir  hafa verið gerðar um afstöðu  fólks til nýbúa,t.d. var nýlega gerð slík könnun meðal framhaldsskólanema og ein utvarpsstöðin hér hefur ítrekað framkvæmt slíkar kannanir.Meðal framhaldsskólanema reyndist  meirihlutinn þeirrar skoðunar að nýbúar væru orðnir af margir.Ekki er alveg ljóst hver tilgangurinn er með þessum áróðri gegn útlendingum. Ef  einhver skynsemi er í þessu áróðri hlýtur tilgangurinn að vera sá að fækka útlendingum og senda eitthvað af þeim út aftur. Framfaraflokkurinn í Noregi hafði slíka stefnu á stefnuskrá sinnig og fékk mikið fylgi út á það.

Menn þurfa að gera sér það ljóst,að erlendur vinnukraftur er orðinn nauðsynlegur íslensku atvinnulífi. Ekki er unnt að reka fiskvinnsluna nema með erlendu vinnuafli. Íslendingar fást ekki lengur til þess að vinna í fiski. Hið sama gildir um ýmis konar þjónustustörf eins og þrif og umönnun á hjúkrunarheimilum og spítölum. Kaupið er svo lágt í þessum störfum,að Íslendingar fást ekki í þau nema  að mjög takmörkuðu leyti.Það verður að stórhækka kaupið í þessum þjónustustörfum,ef Íslendingar eiga að fást í þau, Ekki verður séð,að slík kauphækkun gerist í bráð.

Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og  um leið að sameiginlegum vinnumarkaði EES.Af því leiðir að erlent vinnuafl frá EES löndum gefur komið hingað óhindrað inn og fengið vinnu án atvinnuleyfis.Það  þýðir því ekki að amast við því. Annað gildur með vinnuafl frá Asíu eða öðrum löndum utan EES en svo virðust sem Íslendingar séu fegnir að fá vinnuafl frá Thailandi  eða öðrum Asíulöndum til þess að vinna hér ýmis lágtlaunuð þjónustustörf sem þeir vilja ekki vinna sjálfir.Það er því alveg út í hött að   reka harðan áróður gegn erlendu vinnuafli á meðan við getum ekki rekið  atvinnuylífið án þess.

 

Björgvin Guðmundsson


Fresturinn til að svara Mannréttindanefnd Sþ. að renna út

Aðeins  1 mánuður er nú eftir af  frestinum,sem Mannréttindanefnd. gaf ríkisstjórn Íslands til þess að svara til um mannréttindabrot kvótakerfisins.En þó svona stutt sé eftir af frestinum heyrist ekki   hósti né stuna frá ríkisstjórninni um mál þetta. Það er því alveg ljóst,að  ríkisstjórnin ætlar að humma þetta mál fram af sér.Störfum þingsins er að ljúka og ef  ríkisstjórnin hefði ætlað að bregðast rétt við og leiðrétta kvótakerfið  hefði hún orðið að leggja fram frumvarp fyrir þinglok um róttækar breytingar á kerfinu. Mannréttindanefnd Sþ sagði,að það væri  mannréttindabrot að mismuna þegnum Íslands við úthlutun veiðiheimilda.Aðeins fáir fengu veiðiheimildir fríar i upphafi aðrir hafa fengið synjun og því ekki  setið við sama borð og  kvótagreifarnir þegar þeir vildu hefja veiðar. Í rauninni hefur greinin verið lokuð öllum sem viljað hafa byrja veiðar. Þeir hafa orðið að kaupa veiðiheimildir af sægreifunum og því ekki setið við sama borð og þeir,sem fengu fríar heimildir. Þetta er mannréttindabrot. Það verður að leiðretta þetta með þvi að innkalla allar veiðiheimildir og úthluta upp á nýtt.

 

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir: Ekkert svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna!

Samtök aldraðra hafa ekki fengið neitt svar frá þingflokkum stjórnarflokkanna við því erindi ,sem  samtökin sendu  þeim.Það bendir því allt til þess,að ætlunin sé að hundsa erindið. Þó voru það ekki aðeins Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara,sem sendu erindið heldur einnig samtök eldri borgara i stjórnarfokkunum,Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.Í erindinu var þess óskað,að  sú gliðnun sem varð í kjölfar nýrra kjarasamninga yrði leiðrétt strax  en þessi gliðnun nemur 9100 kr. á mánuði. Eða m.ö.o: Það vantaði 9100 kr.. á mánuði upp á að lífeyrisþegar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri eins og  launþegar fengu í kjarasamningunum.Af þessum sökum er lífeyrir aldraðra nú aðeins 93,74% af  lágmarkslaunum en var rúm 100% á sl. ári. Þetta er óviðunandi og það þýðir ekki að vísa á einhverjar hækkanir,sem eiga að koma í framtíðinni. Kjarasamningarnir voru gerðir í febrúar með gilditíma frá  1,feb. Lífeyrisþegar eiga að fá sína hækkun strax með gildtíma frá sama tíma.

 

Björgvin Guðmundsson 


Röskur ráðherra

Björgvin G.Sigurðsson,viðskiptaráðherra, er röskur ráðherra. Nú blæs hann til sóknar í neytendamálum.Stór áfangi í  umbótum á sviði neytendamála verður að veruleika á miðvikudaginn, 14. maí, þegar ýtarleg greining þriggja stofnanna, Félagsvísindastofnunar, Hagfræðistofnunar og Lagastofnunar Háskóla Íslands, á ástandi neytendamála verður kynnt á ráðstefnu á Grand Hótel. Til að mynda verða kynntar niðurstöður ýtarlegrar könnunar á viðhorfum neytenda, virkni þeirra og þekkingu á rétti sínum. Greining á umhverfi neytenda á nokkrum stærstu vöru- og þjónustumörkuðum og lagaleg staða einnig á dagskrá.

Í skýrslunum þremur er fjöldi athyglisverðra tillagna sem eru afar gagnlegt innlegg í stefnumótun ráðuneytisins. Tilgangur ráðstefnunnar á miðvikudaginn er þó ekki síst að gefa hinum almenna neytenda tækifæri til að leggja sitt af mörkum og segja sína skoðun.

Það hefur verið tekið sösklega til hendinni í neytendamálum í viðskiptaráðuneytinu undanfarið. Valgerður Sverrisdóttir hóf þetta starf  sem iðnaðar-og viðskiptaráðherra og kom á  á fót neytendastofu og stofnaði embætti umboðsmanns neytenda.

 

Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún ræðir ESB við Breta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, er í stuttri heimsókn í Bretlandi og fundaði hún í dag með breskum ráðamönnum og flutti erindi á hádegisverðarfundi bresk-íslenska verslunarráðsins, með bresku og íslensku viðskiptafólki.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á fundi með Jim Murphy, ráðherra samskipta við Evrópu, var rætt um málefni Evrópusambandsins, Hatton Rockall-svæðið, öryggismál á Norðurslóðum og hvalveiðar.  Ráðherrarnir undirrituðu samkomulag um samstarf í varnarmálum.

Þá átti utanríkisráðherra fund um málefni öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með háttsettum embættismönnum í breska utanríkisráðuneytinu.  Loks hitti ráðherra Malloch Brown lávarð, ráðherra málefna Afríku, Asíu og SÞ, og ræddu þau um þróunarsamvinnu, málefni Sómalíu, fæðuöryggi og áhrif verðhækkana um heim allan á matvælum.

Ráðherrarnir virðast ekki hafa verið feimnir að ræða málefni ESB en  þegar Geir Haarde forsætisráðherra hitti Gordon Brown forsætisráðherra Breta var tekið fram,að ekki hefði verið rætt um ESB!

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Utanríkisráðherra fundaði með breskum ráðamönnum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðarlitlu þingi að ljúka. Hvað liggur þingmönnum á?

Alþingi lýkur störfum eftir nokkra daga.Þingið heldur uppteknum hætti og flýtir sér í frí í stað þess að lengja verulega þingtímann og taka nægan tíma í veigamikil mál. Nú á lokadögum þingsins er t.d. verið að leggja fram stórmál,sjúkratryggingafrumvarp,sem getur haft miklar breytingar í för með sér Þingið hefur ekki tíma til þess að ræða þetta stórmál til hlítar en samt á að hespa því af! þetta eru óviðunandu vinnubrögð. Þegar litið er yfir þing vetrarins kemur mér fátt í hug,sem stendur upp úr. Þetta hefur verið aðgerðarlítið þing og engin merki hafa sést þess,að  nýr flokkur jafnaðarmanna,Samfylkingin, sé komin í ríkisstjórn. Þetta er allt með svipuðum hætti og var áður meðan Framsókn var í stjórn. Helst minnist ég orkufrumvarps Össurar,iðnaðarráðherra. Þar er lagt bann við því að orkuauðlindir hins opinbera séu seldar einkaaðilum. Þar er um mikið umbótamál að ræða.

 

Björgvin Guðmundssin


Tíðir fundir Rice og Ingibjargar Sólrúnar

Utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun koma til Íslands 30. maí. Aðeins er um að ræða dagsheimsókn en undirbúningur fyrir heimsóknina er á byrjunarstigi.

Rice kemur hingað til lands frá Stokkhólmi í Svíþjóð en þar mun hún taka þátt í ráðstefnu um málefni Íraks. Hún mun hitta helstu ráðamenn landsins og ræða við þá um mikilvæg mál, s.s. samskipti Bandaríkjanna og Íslands.

Stutt er siðan Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,var á ferð í Washington og hitti Rice þar.Fundir þeirra gerast því tíðir nú. Árni Páll Árnason,varaformaður utanríkismalanefndar alþingis segir í blaðaviðtali,að varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna sé lokið.En þrátt fyrir það munu þær Rice og Ingibjörg Sólrún sjálfsagt finna sér eitthvað til þess að tala um.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Ræðir samskipti landanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í vitleysu í borgarstjórn

Fátt veldur stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins meiri áhyggjum um þessar mundir en ástandið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar hefur skapazt ástand, sem engin fordæmi eru fyrir í sögu þessa stærsta og öflugasta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Þetta kemur meðal annars fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í gæe.

Í fyrsta lagi er sú tilfinning sterk meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, að innan borgarstjórnarflokksins skorti á að full samstaða sé á milli borgarfulltrúa.

Í öðru lagi að borgarstjórnarflokkinn skorti forystu þrátt fyrir yfirlýsingu borgarfulltrúa annarra en Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og varaborgarfulltrúa frá því í lok febrúar, sem var svohljóðandi:

„Borgarstjórnarflokkurinn tekur undir það með Vilhjálmi, að ekki sé ástæða til að ákveða nú hver verður borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörðun verður tekin af borgarstjórnarflokknum í sameiningu þegar nær dregur og með hagsmuni flokksins og borgarbúa að leiðarljósi.“

Í þriðja lagi ríkir óvissa innan borgarstjórnarflokksins um fyrirætlanir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þrátt fyrir yfirlýsingu hans frá því í lok febrúar þar sem hann sagði m.a.:

„Hvað mig varðar er opið hver tekur við embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæðisflokksins í marz 2009. Borgarstjórnarflokkurinn mun ákveða borgarstjóraefnið í sameiningu þegar nær dregur.“

Og í fjórða lagi skilur almenningur í borginni ekki hvað vakir fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í svonefndu REI-máli.

Ekki er óeðlilegt að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi spurt hvað forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að gera til þess að ráða bót á því, sem þeir upplifa sem upplausnarástand innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna.

Sennilega er árangursríkasta leiðin út úr þeirri sjálfheldu, sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er komin í að borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar leiti til grasrótarinnar í flokknum. Haldi fundi í hverfafélögunum og í fulltrúaráðinu og leggi spilin á borðið. Geri grein fyrir stöðu mála bæði að því er varðar persónur og málefni og hlusti á viðbrögð grasrótarinnar. Taki svo ákvarðanir í framhaldi af slíku samráði við fólkið í flokknum. Enda má gera ráð fyrir að heilbrigð skynsemi móti mjög þær raddir, sem borgarfulltrúarnir mundu heyra á slíkum fundum.

Mikil óánægja er meðal borgarfulltrúa Sjáæfstæðisflokksins  með Reykjavíkurbréf Mbl. Þar er Vilhjálmur sleginn af. En hann mun ekki hafa ákveðið að hætta við framboð til borgarstjóra.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin þarf að fá fjármálaráðuneytið

Það voru mistök hjá Samfylkingunni að velja utanríkisráðuneytið þegar ríkisstjórnin var mynduð. Samfylkingin hefði átt að velja fjármálaráðuneytið .Utanríkisráðuneytið er ef til vill næst virðingarmesta ráðuneytið en fjármálaráðuneytið er næst valdamesta ráðuneytið og það er mikilvægara Samfylkingunni en utanríkisráðuneytið.Kjósendur Samfylkingarinnar hafa  lítinn áhuga  á utanríkismáum.Þeir hafa t.d. lítinn  áhuga á því að berjast fyrir því, að Ísland fái sæti í Öryggisráðinu.Þeir hafa mikið meiri áhuga á réttlátu skattakerfi og endurbótum í velferðarkerfinu.Það  er einnig mjög óheppilegt að formaður Samfylkingarinnar sé utanríkisráðherra og langdvölum erlendis. Framsóknarflokkurinn leið fyrir þetta þegar Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og Samfylkingin er farin að líða fyrr þetta nú. Það væri auðveldara fyrr Samfylkinguna að koma fram stefnumálum sínum í skattamalum og velferðarmálum,ef flokkurinn hefði fjármálaráðuneytiið. Jóhanna Sigurðarsdóttir vill gera endurbætur í málefnum aldraðra og öryrkja en þær stranda í fjármálaráðuneytinu. Það var fjármálaráðherra,sem hafði af lífeyrisþegum 9100 kr. á mánuði í kjölfar nýrra kjarasamninga. Það þarf að gera skattakerfið réttlátara,lækka  skatta á láglaunafólki og hækka skatta á hátekjumönnum. Samfylkingin ætti að skipta á utanríkisráðuneyti og ffjármálaráðuneyti ekki síðar en eftir eitt ár. Flogið hefur fyrir að ríkisstjórnin verði   stokkuð upp eftir þsnn tíms.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband