Mánudagur, 23. júní 2008
Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga vill yfirvinnubann
Á fundi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í dag kom fram að mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga styður áætlun um að boða til og fara í yfirvinnubann ef ekki komi betra tilboð um kaup og kjör frá samninganefnd ríkisins.
Þátttaka í kosningu félagsmanna FÍH var mjög góð, 63,64% tóku þátt og af þeim sögðu 94,6% já við yfirvinnubanni frá og með 10. júlí næstkomandi en einungis 5,4% voru mótfallnir.
Þetta eru mjög skýr skilaboð til bæði til stjórnar og samninganefndar og til stjórnvalda um að hjúkrunarfræðingum er full alvara og samstaða í hópnum um að nú viljum við sjá betri samninga en boðið hefur verið upp á til þessa," sagði Elsa Friðfinnsdóttir formaður FÍH.
Ef til yfirvinnubanns kæmi þarf að boða til þess eigi síðar en 25. júní sem er nú á miðvikudaginn en þann dag er boðaður fundur fulltrúa FÍH með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara.(mbl.is)
Þessi atkvæðagreiðsla leiðir í ljós mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga með kjör þeirra. Hún sýnir einnig mikla samstöðu hjúkrunarfræðinga. Kjör umönnunarstéttanna og þar á meðal hjúrkunarfræðinga eru alltof lág. Það verður að bæta kjör þessara stétta myndarlega.
Björgvin Guðmundsspn
![]() |
94,6% vilja yfirvinnubann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júní 2008
Launajafnrétti komið á 2070!
Í kjölfar kvennaársins 1975 var gerð könnun á launamun kynjanna sem leiddi í ljós að konur í þéttbýli höfðu að meðaltali 45% af launum karla. Nú rúmum 30 árum síðar hafa konur að meðaltali um 62% af launum karla þrátt fyrir að hafa bætt við sig mikilli menntun og vinna sífellt lengri vinnudag. Með sama áframhaldi verður launabilinu útrýmt upp úr 2070. Konur segja: Þolinmæði okkar er á þrotum, við ætlum ekki að bíða svo lengi.
Ég tek undir með konunum. Þetta er til háborinnar skammar.Það eru sett lög um launajafnrétti. En það er ekkert farið eftir þeim. Það er ekki nóg að tala. Það er ekki nóg að flytja fallegar ræður. Það þarf aðgerðir. Og það þarf viðurlög,ef lög eru brotin.
Björgvin Guðmundssin
Mánudagur, 23. júní 2008
Kvótakerfið felur í sér mannréttindabrot og ríkisstjórnin leggur blessun sína yfir það
Þau ríki,sem aðilar eru að Mannréttindanefnd Sþ.hafa samþykkt að ábyrgjast öllum mönnum sömu meðferð og án hvers konar mismununar svo sem vegna kynþáttar,
litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana,
þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Nefndin ítrekar, að
hugtakið mismunun ber ekki einungis að túlka sem útilokun og hömlur heldur líka forgangsrétt
byggðan á einhverjum slíkum forsendum ef markmið eða afleiðing þeirra er að ógilda eða skaða
viðurkenningu, afnot eða nýtingu allra einstaklinga á réttindum og frelsi á jafnréttisgrundvelli9
Hún bendir á að sérhver aðgreining felur ekki í sér mismunun , en að
aðgreining verði að vera réttlætanleg á sanngjörnum og hlutlægum forsendum og stefna að
markmiði sem er lögmætt undir Samningnum1-Nefndin telur,að við framkvæmd íslenska kvótakerfisins sé verið að hygla ákveðnum aðilum.Það sitji ekki allir við sama borð.Það se ekki beitt sanngirni við framkvæmd kvótakerfsinsins.En Mannréttyindanefmdin bannar hvers konar mismunun og ósanngjarna meðferð..
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. júní 2008
Það þarf að rannsaka upphafi Baugsmálsins
Fréttablaðið birtir í dag niðurstöðu skoðanakönnunar um það hvort rannsaka eigi upphaf Baugsmálsins og hvort það hafi verið af pólitískum rótum runnið.70 % svara spurningunni játandi.Það þýðir,að yfirgnæfandi meirihluti fólks telur,að Baugsmálið hafi verið sett af stað af pólitískum hvötum en ekki af réttlætiskennd.
Full ástæða er til þess að rannsaka upphaf Baugsmálsins og pólitískar rætur þess. Spurningin er aðeins sú hvernig á að rannsaka það. Ekki er öruggt,að nefnd sem alþingi kysi mundi rannsaka málið hlutlaust.Ef til vill mætti samþykkja á alþingi að fela hæstarætti að skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka upphafi málsins.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. júní 2008
Ísland á að sækja um aðild að ESB
Nýlega birtist frétt um það,að sjávarafurðir væru ekki lengur aðalútflutningsvara landsmanna.Ál hefði komið í staðinn og tekið fyrsta sætið. Þetta voru mikil tíðindi.Og þau undirstrika þá miklu breytingu sem er að verða á atvinnulífi okkar. Vægi sjávarúvegs fer minnkanndi en aðrar greinar koma í staðinn svo sem iðnaður og þar á meðal hátækniiðnaður,fjármálastarfsemi og ferðaiðnaður.Það hefur verið notað sem ein aðalröksemd þeirra,sem andstæðir eru aðild Íslands að ESB,að sjávarútvegsstefna ESB væri okkur ekki nógu hagstæð og fiskafurðir væru okkar aðalútflutningsvara.En það er breytt.Ísland verður nú að taka tillit til nýrra atvinnugreina,þegar ákveðið er hvort sækja á um aðild að ESB. Það eru hagsmunir nýju greinanna,iðnaðar,fjármálageira og ferðaiðnaðar,að Ísland gangi í ESB.Auðvitað verðum við einnig að taka tillit til sjávarútvegsins. Sú grein skiptir áfram mjög miklu máli fyrir okkur og við verðum að fá viðunandi samning við ESB um sjávarútvegsmál. En sú grein skiptir ekki lengur úrslitamáli. Við eigum að sækja um aðild að ESB strax og láta reyna á samningsmarkmið okkar og leggja svo aðildarsamning undir þjóðaratkvæði ef samningamenn okkar telja hann viðunandi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. júní 2008
Auka þarf framboð af leiguhúsnæði
Biðlistar eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi hafa lengst, borið saman við júní í fyrra. Orsakirnar má að einhverju leyti rekja til versnandi efnahagsástands og samdráttar í landinu. Óvíst er hvaða áhrif breyting lánveitinga Íbúðalánasjóðs (ÍLS) mun hafa á biðlistana en nú er fólki kleift að taka hærra lán en áður. Erfitt er að segja til um hvort fólk láti í kjölfarið taka sig af listanum eða hvort staða flestra sé það slæm að breytingin gagnist þeim lítið.
Í byrjun mánaðarins voru 824 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Um er að ræða hækkun upp á tæp 14% milli ára en í fyrra voru umsækjendurnir 723. Rekstur félagslegra íbúða er í höndum Félagsbústaða. Í þeirra eigu eru 1.748 félagslegar leiguíbúðir og fjölgar þeim um u.þ.b. 100 á ári. Þar að auki eiga Félagsbústaðir tæplega 300 þjónustuíbúðir.
Biðlistinn eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi hefur lengst um 20% milli ára. 137 biðu eftir húsnæði í fyrra en nú eru þeir 165. Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogs, segir erfitt að útskýra fjölgunina en að einhverju leyti megi rekja hana til aukins íbúafjölda í bæjarfélaginu. Ekki er ljóst hvort efnahagsþrengingar sl. mánaða séu farnar að skila sér inn á biðlistana en ástandið sem hafi verið viðvarandi í þjóðfélaginu eigi mjög líklega eftir að sýna sig með áberandi hætti á listunum í framtíðinni.( mbl.is)
Ég tel,að framboð af leiguíbúðum eigi að vera sem allra mest. Það vill segja,að í árferði eins og nú þegar eftirspurn eftir leiguúbúðum eykst þá eiga sveitarfélögin að auka framboð á þessu húsnæði.Reykjavík og Kópavogur geta keypt leiguúbúðir til viðbótar við það sem þessi sveitarfélög byggja. Íbúðalánasjóður hefur upplýst,að það fjármagn sem ætlað hefur verið til byggingar leiguúbúa hefur ekki allt verið notað. Þess vegna er unnt að byggja meira af leiguíbúðum og það er allra hagur að svo verði gert.
Björgvin Guðmundssn
´
.
![]() |
Aukin ásókn í félagslegt húsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Icelandair segir upp flugmönnum og flugfreyjum
Um sextíu flugmönnum hjá Icelandair og allt að hundrað og fimmtíu flugfreyjum, verður sagt upp eftir helgi. Lausráðnir starfsmenn fá ekki endurráðningu, og eins missa fastráðnir vinnuna. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Dregið verður úr áætlunarflugi í vetur og áhöfnum fækkað. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á þriðjudagsmorgun þar sem fara á yfir framtíðarhorfur fyrirtækisins.
Þessar uppsagnir eru staðfesting á þeim samdrætti sem nú er í efnahaglífi landsmanna.Það dregur úr eftiirspurn eftir flugferðum og afkoma Icelandair kallar á sparnaðarráðstafanir.Landsmenn geta ekki áframhaldandi leyft sér jafnmikla eyðslu og áður.Þeir draga úr eyðslu og fyrirtækin spara.Ef allir leggjast á eytt um að að draga úr gjaldeyriseyðslu hefur það áhrif í því efni að draga úr viðskiptahallanum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Íslensk myndlist seld erlendis
Myndlistargalleríið i8 seldi myndlist á síðasta ári fyrir 175 millj. króna, að sögn eins eiganda þess, Barkar Arnarsonar.
Um 60% þessarar 175 milljóna sölu i8 var til útlanda og hlutfall íslenskrar myndlistar í þeim útflutningi var 85%. Aðrir aðilar í gallerírekstri bera sig verr og segir til að mynda Jóna Hlíf Halldórsdóttir í Gallerí Boxi að lítið sé að hafa upp úr sölu á myndlist.
Í framtíðinni gæti sala á íslenskri myndlist erlendis orðið arðvænlegur atvinnuvegur. Við eigum marga góða listamenn og þeir þurfa aðeins að koma list sinni á framfæri ytra.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íslensk list selst vel erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2008 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. júní 2008
Steingrími fannst allt betra en íhaldið
Í ævisögu Steingríms Hermannssonar er fjallað um stjórnarmyndun 1979-80 eftir kosningar 1979 en í þeim vann Steingrímur mikinn sigur,þá orðinn formaður Framsóknarflokksins.Í bókinni segir m.a.:
Ég hefi alla tíð verið mjög efins um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Það er ef til vill arfur frá föður mínum en hann fór aldrei í stjórn undir forustu sjálfstæðismanna.Það er mjög ríkt í mörgum framsóknarmönnum,að Framsóknarflokkurinn eigi að vera andstæðingur Sjálfstæðisflokksins.Tryggvi heitinn Þórhallssin sagði: "Allt er betra en íhaldið." og ég tek undir það.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 22. júní 2008
Steingrímur Hermannsson áttræður
Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknnarflokksins,er áttæður í dag. Steingrímur var farsæll stjórnmálamaður. Hann var félagshyggjumaður og er ekki ánægður með hvað framsóknarflokkurinn hefur færst mikið til hægri.Hann er ánægðastur með aðild sína að þjóðarsáttinni 1990. Steingrími er óskað til hamingju með afmælið.
Björgvin Guð'mundsson