VG er að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksins!

Hér skulu nefnd nokkur mál,sem hafa verið stefnumál Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórn Katrínar hefur tekið upp og gert að sínum:

1. Krónu móti krónu skerðing hjá öryrkjum í kerfi almannatrygginga.Því var lofað að afnema þessa skerðingu um áramótin 2016/2017 við gildistöku nýrra laga um TR.Það var svikið en lofað að það yrði leiðrétt fljótlega. Ríkisstjórn Framsóknar og íhalds sveik þetta.Í stað þess að ríkisstjórn Katrínar mundi leiðrétta málið og afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum viðheldur hún henni,þ.e. framkvæmir stefnu íhaldsins (og framsóknar).

2.Sjálfstæðisflokkurinn kom því inn í stjórnarsáttmálann,að ekki væri grundvöllur fyrir kauphækkunum vegna mikilla hækkana undanfarin misseri.Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sagði þegar hann sá þetta ákvæði,að hann hefði haldið að það hefði verið samið í Viðskiptaráði!

3.Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað lækka veiðigjöldin en Katrín Jakobsdóttir lýsti því yfir í forustusæti sjónvarpsins rétt fyrir síðustu þingkosningar ,að hækka ætti veiðigjöld til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Nú flutti VG (Lilja Rafney Magnúsdóttur) frumvarp um mikla lækkun veiðigjalda,tæpa 3 milljarða( hefði fært Granda 200 millj kr lækkun).VG tók upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í málinu.

4. VG sagði fyrir síðustu þingkosningar í stefnu sinni,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.Nú er það gleymt og stefna ihaldsins,sem ekki vill hækka lífeyri aldrara og öryrkja, hefur verið tekin upp.

 

Katrín Jakobsdóttir segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að hún sé ánægð með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Hún nefnur m.a. sem ánægjuleg mál,ferðir til Frakklands og Þýzkalands.Já hégóminn skiptir miklu máli.

Björgvin Guðmundsson


VG á að slíta ríkisstjórninni strax!

Fréttir,sem birtust í gær,um mikla ólgu (óánægju) innan grasrótar  VG, komu ekki á óvart.Fylgi VG hrapaði mikið í sveitarstjórnarkosningunum og samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup um landsfylgi er fylgi VG búið að falla úr 20% í 13%.Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingar aukist í 18%.Hvers vegna hefur fylgi VG hrapað? Það er vegna þess,að flokkurinn hefur engum stefnumálum komið fram og ekki nóg með það.Flokkurinn hefur verið að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksin. Skýrasta dæmið um það er frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns VG um lækkun veiðigjalda (lækkun hjá Granda um 200 millj. kr.)Það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka veiðigjöldin en Katrín Jakobsdóttir sagði í forustusætinu í sjónvarpinu fyrir þingkosningar síðasta haust að hækka ætti veiðigjöldin til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Hún gerir þveröfugt í ríkisstjórninni.-Það var stefna VG í kosningunum síðasta haust að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.En ríkisstjórn Katrínar hefur ekki bætt kjör þessara aðila um eina krónu.Það litla sem lífeyrir hækkaði um síðustu áramít (4,7%) hafði verið ákveðið löngu áður og var minna en hækkun launavísitölu.

 Stefna Sjálfstæðisflokksins er að halda lífeyri og lægstu launum niðri.Flokknum tókst að koma því stefnumáli inn í stjórnarsáttmálann.Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sagði,þegar hann sá orðalagið,að hann hefði talið,að það hefði verið samið hjá Viðskiptaráði! Í stuttu máli sagt: VG hefur verið að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Eðward Hákon Huijbens  varaformaður VG segir,að óánægjan í grasrót VG sé meiri nú en þegar umræðan um vantraust á dómsmálaráðherra fór fram en þá hjálpaði VG Sjálfstæðisflokknum og kom í veg fyrir,að vantraust væri samþykkt á dómsmálaráðherra þó það væri þingmönnum VG þvert um geð eftir það,sem á undan var gengið.Varaformaðurinn  segir,að óánægjan sé mikil.Það er ekki nema eitt svar við henni: VG á að slíta stjórninni strax.VG hefur ekkert í þessari stjórn að gera,kemur engum stefnumálum sínum fram og gerir ekkert annað en hjálpa Sjálfstæðisflokknum.Það er ljóst,að hégóminn einn hefur leitt Vg inn í þessa ríkisstjórn,þe. sá hégómi að fá stól forsætisráðherra og þau hlunnindi sem því fylgja.En það gagnast ekki VG.Slíkur hégómi gagnaðist ekki Halldóri heitnum Ásgrímssyni,þegar Davíð Oddsson gerði hann að forsætisráðherra og hann gagnast ekki Katrínu eða VG. Skynsamlegast er því fyrir VG að slíta stjórninni áður en meiri skaði er skeður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


MIKIL ÓLGA INNAN GRASRÓTAR VG!

 

Fréttablaðið segir þvert yfir forsíðu í dag í 4ra dálka fyrirsögn,að mikil ólga sé í grasrót VG vegna framlagningar flokksins á frumvarpi um að stórlækka veiðigjöldin þar á meðal hjá stórútgerðinni.Lilja Rafney Magnúsdóttiir þingmaður VG lagði frumvarpið fram og gekk þar með í ....verkin fyrir íhaldið en Kristján Þór Júlíusson úr Sjálfstæðisflokki er sjávarútvegsráðherra og var "stikk frí",horfði á.Rétt fyrir þingkosningar var Katrín Jakobsdóttir í forustusætinu hjá Sjónvarpinu og sagði þá ,að hækka ætti veiðigjöldin til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Hún og Lilja Rafney eru að gera þveröfugt með veiðigjaldafrumvarpinu; þær eru að lækka veiðigjöldin og mest á stórútgerðinni svo sem Granda og Samherja.Varaforrmaðurr VG,Eðward Hákon Huijbens segir,að ólgan í grasrót VG sé meiri nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni.Áreiðanlega hefur ólgan innan VG aukist í kjölrfar ófara VG í sveitarstjórnrkosningunum.VG tapaði miklu fylgi í þeim,einkum í Rvk en einnig í Hafnarfirði,Kópavogi og víðar. Það er einnig mikil óánægja með það,að VG hefur ekki komið neinum stefnumálum sínum fram: það er eins og íhaldið ráði öllu í ríkisstjórninni. VG hefur .t.d ekki hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu enda þótt lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja sé við fátæktarmörk og engin leið að lifa af honum.Menn skilja ekki hvað VG er að gera í þessari ríkisstjórn; það er ekki fyrir þá,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu; það er ekki til þess að koma stefnumálum VG fram.Það virðist vera fyrir það eitt að fá stól forsætisráðherra.Það er fyrir hégómann!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 
 
 
Skrifa ummæli...
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

































































































































 
  •  
 

Lægst launuðu öldruðum ekki veitt full aðild að samfélaginu!

 

Hvers vegna er lægst launuðu öldruðum og öryrkjum ekki veitt full aðild að samfélaginu.   Með því að skammta lægst launuðu öldruðum og öryrkjum algera hungurlús í lífeyri er verið að koma í veg fyrir að þessir aðilar geti tekið fulla aðild að samfélaginu.Þeir gætu ekki átt og rekið bíl; þeir gætu ekki keypt tölvu og borgað af henni; þeir gætu ekki farið í leikhús eða á tónleika.En það þýðir,að þeir geta ekki tekið fullan þátt í samfélaginu.Það má bæta því við,að þeir eiga einnig erfitt með að kaupa gjafir handa börnum sínum og barnabörnum. En hvers vegna eru stjórnvöld að halda lægst launuðu öldruðum og öryrkjum utan við fulla aðild að samfélaginu? Það er ekki vegna fjárskorts.Þessa daga ætlar ríkisstjórn Katrína að færa tæpa 3 milljarða til kvótakónganna,til útgerðrinnar með því að lækka veiðigjöldin um þessa fjárhæð.Þessa fjárhæð mætti færa til lægst launuðu aldraðra og öryrkja.En það vantar viljann.Logi Einarsson sýndi fram á það á alþingi fyrir helgi,að það er aðeins stutt frá því Svandís Svavarsdóttir ráðherra barðist fyrir því að veiðigjöldin yrðu hækkuð en ekki lækkuð.Samkvæmt því er ljóst,að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar því,að það er verið að lækka veiðigjöldin nú um 3 milljarða.VG dinglar með.-Það er tímabært að VG og allir á alþingi vakni og leiðrétti kjör aldraðra og öryrkja.Það er tímabært að lægst launuðu öldruðum og öryrkjum verði veitt full aðild að samfélaginu.Alþingi ber bók staflega skylda til þess. Ríkisstjórninni ber skylda til þess.Það er mannréttindabrot að halda lægst launuðu öldruðum og öryrkjum utan við fulla aðild að samfélaginu.

Björgvin Guðmundsson

 
 
..
 
 
 
 
 
 
 

· 
 



















































































 
  •  

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband