Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ætlar þingið ekkert að gera?
Alþingi kemur saman eftir helgi til stutts haustþings.Almenningur mænir til þingsins í trausti þess,að það geri eitthvað í efnahagsmálunum. Geir H. Haarde mun flytja þar skýrslu um efnahagsmálin. Hætt er við að þar verði aðeins greint frá því sem þegar hefur verið gert og hvers vegna ríkisstjórnin hafi ekki gert meira.Margir hagfræðingar telja best,að gera ekki neitt. Markaðurinn muni sjá um leiðréttingar. Það þýðir,að skerða eigi áfram lífskjörin og draga úr framkvæmdum með hæfilegu atvinnuleysi.Það er vitað að sumir hagfræðingar telja hæfilegt atvinnuleysi ágætt fyrir efnahagsmálin. Jafnaðarmenn eru ekki sammála þessu. Þeir vilja,að ríkisvaldið taki í taumana,þegar ástandið er eins og það er nú. Þeir vilja,að framkvæmdir séu auknar til þess að auka atvinnu og ráðstafanir gerðar til þess að draga úr verðbólgu. Jafnvel Bandaríkin,háborg kapitalismans,hefur látið ríkisvaldið skerast í leikinn að undanförnu. En ég er því miður hræddur um að hér geri alþingi ekki neitt og ríkisstjórnin ekki heldur.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Pólverjarnir hverfa aftur heim
Sífellt fleiri Pólverjar leita nú á pólsku ræðismannsskrifstofuna á Íslandi eftir ráðleggingum og oftar en ekki aðstoð við að komast aftur heim til Póllands. Michal Sikorski ræðismaður segir að síðustu tvo mánuði hafi málum sem koma inn á borð til hans fjölgað gríðarlega.
Mikill meirihluti þeirra Pólverja sem hingað hafa komið síðustu ár er hér aðeins tímabundið til þess að vinna. Sikorski segir marga þeirra á heimleið nú fyrr en þeir höfðu áætlað vegna breytinga á vinnumarkaði. Þá hafi jafnvel Pólverjar sem fest hafi rætur á Íslandi ákveðið að snúa aftur heim í ljósi breyttra aðstæðna.
Til mín hefur komið fólk sem hefur búið hér í 7-8 ár, er í góðri stöðu og talar reiprennandi íslensku. Þau segja það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri. Pólskur efnahagur hefur styrkst mjög en þar er enn mun ódýrara að lifa en hér. Þá finnst þeim ekki þess virði lengur að búa víðsfjarri ættingjum og vinum, segir Sikorski. (mbl.is)
Þetta kemur ekki á óvart. Vitað var,að flestir Pólverjanna,sem hér væri í vinnu,væru hér aðeins tímabundið.En nú hefur atvinna aukist í Póllandi og kaupið hækkað þar einnig. Munurinn er ekki eins mikill og áður. Auk þess er fjöldi Pólverja,sem hér vinnur,sem sendir reglulega peninga til Póllands og gengisfall krónunnar hefur bitnað illa á þeim.Þetta er aðeins enn eitt einkenni samdráttarins í ísl. efnahagslífi.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Sterkur leikur hjá McCain að velja unga og glæsilega konu
Óhætt er að segja að John McCain hafi komið með allóvænt útspil þegar hann lét berast út að að Sarah Palin, ríkisstjóri í Alaska, yrði varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum í nóvember. Ýmsir hafa vafalaust spurt í forundran: Hver er Sarah Palin? og víst er að þeir sem reyndu fyrst eftir að fréttin barst út að heimsækja opinbera vefsíðu hennar urðu lítils vísari - hún hafði einfaldlega lagst á hliðina, slík hefur ásóknin verið.
Engu að síður má sjá á netinu að einhverjir hafa orðað þann möguleika að sniðugt gæti verið fyrir McCain að leita til þessarar stórhuggulegu og bráðrösku fimm barna móður sem stýrir þessu nyrsta ríki Bandaríkjanna og er yfirleitt ekki mikið til umræðu á þeim slóðum þar sem menn véla um völdin.
Þannig getur stjórnmálaskýrandinn, Jack Kelly, strax 4. júní sl, þess á netsíðunni Real Clear Politics að þegar leitað sé að varaforsetaefni eigi þeir sem athyglin beinist að fyrir ýmsa mannkosti, sér líka ýmsar dekkri hliðar sem geti verið tvíbentar þegar út í kosningabaráttuna er komið. Þó sé til eitt mögulegt varaforsetaefni sem eiginlega sé ekkert hægt að setja út á. Og þeir hægrimenn sem til hennar þekkja hafi orðið harla glaðir þegar fréttist að einn helsti aðstoðarmaður McCain, Arthur Culvahouse, hafi einmitt gert sér ferð til Alaska nýverið, því að þeir gangi út frá því að hann hafi eingöngu verið þar til að ræða varaforsetamál við ríkisstjórann, Söruh Palin.
Sarah Louise Heath Palin er 44 ára að aldri, yngsti ríkisstjórinn í tiltölulega skammri sögu ríkisins og jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún er jafnframt vinsælasti ríkisstjórinn í Bandaríkjunum, þar sem nærri 90% kjósenda lýsa yfir ánægju með hana..
Bakgrunnur Palin er um margt einstakur. Hún fluttist kornung með foreldrum sínum til Wasilla í Alaska þar sem faðir hennar bæði kenndi og þjálfaði í frjálsum íþróttum. Fjölskyldan er mikið íþrótta- og útivistarfólk og sagan segir að feðginin hafi stundum vaknað um miðja nótt til að fara á elgsveiðar áður en skóladagurinn byrjaði og að þau hafi hlaupið reglulega 5 og 10 km. hlaup.
Hún byrjaði í bæjarstjórnarmálum heima fyrir í Wasilla en fór síðan að láta mikið til sín taka innan Repúblikanaflokksins í Alaska. Hún gerðist ákafur andstæðingur hvers kyns spillingar og lausataka í flokksstarfinu og á endanum skilaði það henni í ríkisstjórastólinn fyrir tveimur árum. Þar nýtur hún meiri hylli en nokkur annar ríkisstjóri í Bandaríkjunum, eins og áður er nefnt.
Í Alaska hefur hún reynst aðhaldssöm í ríkisfjármálum, hún er ævifélagi í samtökum bandarískra byssueigenda enda mikil veiðikona, mjög trúuð sem hún ræktar með því að sækja kirkju reglulega og því harður andstæðingur fóstureyðinga. Þá var elsti sonur hennar, Ted sem er 18 ára, nýverið að skrá sig í herinn, og ekki fer það síður vel í hægra liðið sem aldrei hefur treyst McCain fullkomlega.
Sarah Palin hefur að minnsta kosti hitt einn Íslending svo vitað sé. Það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Þau hittust þegar Ólafur tók við umhverfisverðlaunum Norðurslóða sl. haust og hélt þá einmitt ræðu á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu ásamt Söruh Palin ríkisstjóra Alaska, jafnframt sem hann átti fund með ýmsum áhrifamönnum Alaskaríkis um jarðhitanýtingu. Ekki er ólíklegt að Palin hafi verið þar í hópi.(mbl.is)
Ég tel,að það hafi verið sterkur leikur hjá McCain að velja unga og glæsilega konu sem varaforsetaefni sitt. Honum hefur helst verið fundið það til foráttu,að hann væri nokkuð við aldur. Hins vegar er viðurkennt að hann er mikill reynslubolti. Sarah mun nú bæta Mc.Cain upp og einnig verða gott mótvægi gegn Obama sem er ungur og glæsilegur frambjóðandi en skortir ef til vill reynslu. Kosningarnar verða örugglega mjög spennandi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Ikea hækkar vöruverð hressilega
Vörur Ikea hækka um 20% að jafnaði með nýjum vörulista verslunarinnar sem út kom í mánuðinum. Vörur hækka þó mjög mismikið og að sögn Þórarins H. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Ikea, lækka sumar meðan aðrar hækka mikið og draga meðalhækkunina þannig upp.
Okkar verðmyndun ræðst að stóru leyti af innkaupsverðinu sem við fáum hjá Ikea úti [...] og gengið er stór vinkill í þessu þar sem við seljum í krónum en kaupum allt í evrum, segir Þórarinn. Einnig hafi blessuð verðbólgan sitt að segja.(mbl.is)
Þegar gengi krónunnar fór að lækka vakti það athygli,að IKEA hélt vöruverði sínu óbreyttu. Fékk verslunin mikið hrós fyrir.En nú hækkar IKEA hressilega.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hefur Geir lausn á efnahagsmálunum?
Stutt haustþing hefst á Alþingi klukkan 13:30 á þriðjudag en gert er ráð fyrir að það standi í hálfan mánuð. Samkvæmt dagskrá, sem birt hefur verið á vef Alþingis er eina málið, sem rætt verður á mánudag, skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.
Nýtt þing verður síðan sett í byrjun október og þá verður að venju lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.(mbl.is)
Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni að undanförnu fyrir aðgerðarleysi í efnahagsmálum. ASÍ segir,að það sé ekkert samráð um efnahagsmálin.þá sjaldan fundur er haldinn er hann haldinn fyrir sjónvarpsmyndavélarnar en það gerist ekkert.Það er sama hljóð í fleiri aðilum vinnumarkaðarins og VG.Spurningin er sú hvort Geir verði með einhverja patentlausn upp í erminni þegar hann gefur alþingi skýrslu um efnahagsmálin eftir helgi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir flytur skýrslu um efnahagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ráðin forstjóri Landspítala
Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítala, kemur til starfa 10. október en hún mun nota næstu vikur til að ganga frá starfslokum sínum sem forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló. Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti ráðningu Huldu.
Björn Zoega mun gegna starfi forstjóra Landspítala frá 1. september til 10. október. Frá og með 10. október verður Björn framkvæmdastjóri lækninga og mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins frá árinu 2005. Velta spítalans er um 3 milljarðar norskra króna eða um 45 milljarðar íslenskra króna og starfsmenn ríflega 4.100.(mbl.is)
Ég fagna því,að fagmaður skuli ráðinn forstjóri LHS.Það hefði verið freistandi fyrir Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra að ráða einhvern flokksgæðing en hann stóðst þá freistingu og réði konu,sem hefur mikla reynslu af rekstri sjúkrastofnana í Noregi.Hulda,nýi forstjórin, hefur stjórnunarnám og hjúkrunarfræði sem bakgrunn menntunar og rekstur spítala í Noregi sem reynslu. Betra verður ekki á kosið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Nýr forstjóri LSH til starfa 10. október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Neysluútgjöld komin í 250 þús.á mánuði hjá einhleypingum
Hagtofan birti í desember sl. niðurstöðu neyslukönnunar,sem sýndi meðaltals neysluútgjöld heimilanna í landinu.Samkvæmt þeirri könnun námu meðaltals neysluúgjöld einhleypinga 226 þús. á mánuði. Þetta er fyrir utan skatta.Frá því þessar tölur voru birtar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11%.Miðað við það eru meðaltals neysluútgjöld einhleypinga nú komin í 250 þús kr. á mánuði.Til þess að hafa einnig fyrir sköttum þarf nokkuð yfir 300 þús. á mán. í tekjur.
Á sama tíma og neysluútgjöldin eru 250 þús. á mánuði ( skattar ekki með) er lífeyrir eldri borgara frá Tryggingastofnun 136 þús. á mánuði fyrir skatta.( ekki tekið tillit til uppbótar á eftirlaun,sem skerðir lífeyri frá TR).Það vantar því 114 þús. á mánuði til þess að lífeyrir aldraðra dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum samkvæmt könnun Hagstofu Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Er kalda striðið að blossa upp á ný?
Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Rússland vegna viðurkenningar stjórnvalda í Moskvu á sjálfstæði héraðanna Abkhasíu og Suður-Ossetíu. Grigol Vashadze, aðstoðarutanríkisráðherra Georgíu, greindi frá þessu í dag.
Rússar viðurkenndu sjálfstæði héraðanna á þriðjudaginn og daginn eftir ákváðu stjórnvöld í Georgíu að kalla heim alla sendiráðsmenn landsins í Moskvu, nema tvo. Georgíska þingið samþykkti svo í gær einróma ályktun þar sem stjórnvöld voru hvött til að slíta stjórnmálasambandi við Rússa.
Fréttastofa Reuters hafði í dag eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að rússneska sendiráðinu í Tiblisi yrði brátt lokað.( mbl.is)
Þeir alvarlegu árekstrar,sem átt hafa sér stað milli Rússlands og Georgíu hafa nú leitt til stjórnmálaslita milli ríkjanna.Rússar fóru mjög harkalega að þegar þeir réðust inn í Georgíu og áttu orðið skammt til Tiblisi.Viðurkenning Rússa á sjálfstæði tveggja héraða sem tilheyra Georgíu hafa farið mjög fyrir brjóstið á ráðamönnum Georgíu. Átökin milli þessara tveggja ríkja hafa síðan valdið auknum átökum milli Rússa og Bandaríkjanna. Er nú mikil hætta á nýju köldu stríði.Það yrði mikill skaði ef það skylli á.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Þingmenn á gráu svæði
Tveir þingmenn,Jón Magnússon,Frjálslyndum,og Arnbjörg Sveinsdóttir,Sjálfstæðisflokki,tókust
á í kastljósi RUV í gærkveldi.Þau ræddu m.a. fund Samgöngunefndar alþingis í síðustu viku og gistingu á Hótel Kríunesi ,við Elliðavatn, í tengslum við fundinn. En það hefur verið gagnrýnt,að þingmennirnir skuli hafa gist á hóteli á höfuðborgarsvæðinu á kostnað alþingis í stað þess að gista heima hjá sér og spara skattgreiðendum hótelkostnaðinn o.fl. útgjöld. Arnbjörg taldi ekkert athugavert við þetta en Jón sló úr og í. Hins vegar gagnrýndi hann menntamálaráðherra harðlega fyrir að eyða 5 millj. í ferðir á olympíuleikana.
Fram hefur komið,að samgöngunefnd hafi í sl. viku skoðað samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu og haldið fundi á Hótel Kríunesi.Tíminn hafi nýtst vel með því að gista á hótelinu.Ég tel þetta mjög hæpið.Hér er gáleysislega farið með fjármuni ríkisins. Það hefði mátt spara fjármuni með því að láta þingmennina gista heima hjá sér.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ístak ætlar að segja upp 300 manns
Verktakafélagið Ístak hefur sent Vinnumálastofnun tilkynningu um að til standi að segja upp um 300 starfsmönnum vegna samdráttar í verkefnum. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir að ekkert liggi enn fyrir um hverjum verði sagt upp.
Hann sagði, að ef til þess kæmi að erlendum starfsmönnum yrði sagt upp myndi félagið standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim og greiða fyrir ferð þeirra til síns heima.
Tilkynna þarf hópuppsagnir til Vinnumálstofnunar með góðum fyrirvara. Við ákváðum því að gera það núna, segir Loftur.
Uppsagnirnar taka gildi 31. október n.k en uppsagnarbréfin hafa ekki verið send út. Flestir starfsmenn fyrirtækisins eru á mánaðaruppsagnarfresti en sumir eru með skemmri frest. Búist er við að starfsmenn fái uppsagnarbréfin í hendurnar fyrir 1. október. (mbl.is)
Samdátturinn í islensku efnahagslífi segir nú til sín. Þessar yfirvofandi uppsagnir eru þær mestu
á þessu ári. En talið er að í haust og í vetur þrengi verulega að og mikið bætist við af uppsögnum. Ríkisstjórnin verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að auka atvinnu og draga úr atvinnuleysinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ekki liggur fyrir hverjum verður sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |