Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson,þingmenn VG,greiddu ekki atkvæði með stjórnarsáttmálanum

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna í kvöld kom í ljós hver afstaða þeirra Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG,var til stjórnarsáttmálans en þau greiddu bæði atkvæði á móti því í þingflokknum að fara í opinberar stjórnarviðræður við Sjálfstæðiaflokkinn og Framsókn.Þau Rósa Björk og Andrés Ingi studdu ekki stjórnarsáttmálann. Andrés Ingi sagði,að í viðræðunum um stjórnarmyndun hefði VG ekki fengið nóg af málum fram,sem gæti réttlætt það,að hann styddi stjórnarsáttmálann.Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn styðja stjórnarsáttmálann að fullu standa 33 þingmenn með sáttmálanum.Samkvæmt þessu  má ekki mikið út af bera hjá stjórnarmeirihlutanum.Minnsti mögulegi stjórnarmeirihluti er 32 þingmenn.

Björgvin Guðmundsson


Fjármagnstekjuskattur 30-42% á Norðurlöndum; 22% hér! (Dæmi um vinnubrögð við stjórnarmyndun!

Dæmi um vinnubrögð í samningaviðræðum VG,íhalds og framsóknar um ríkisstjórn: VG lagði til,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20% í 30%.Í Danmörku er fjármagnstekjuskattur 42%,í Svíþjóð og Finnlandi er fjármagnstekjuskattur 30%. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti 22%.Það gilti.Halda menn,að VG hefði sætt sig við slíka meðferð í miðvinstri viðræðum? Ég held ekki.En VG lét íhaldið valta yfir sig í þessu máli eins og fleiri málum.Þetta sýnir í hnotskurn hvað málið snérist um.Miðvinstri stjórn hefði getað ákveðið 30% fjármagnstekjumagnskatt.En af því að VG kaus frekar að fara yfir til íhaldsins ásamt framsókn verður fjármagnstekjuskatturinn 22%,þ.e. hækkar aðeins um 2 prósentustig!

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Tekið undir tillögur íhaldsins um sölu banka og stöðugleikasjóð

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar mun VG taka undir tillögur íhaldsins um sölu banka og stofnun stöðugleikasjóðs,sem arður af auðlindum renni til.Í fljótu bragði verður ekki séð annað en íhaldið hafi komið sínum málum vel til skila.Íhaldið hefur stanslaust verið að berjast fyrir einkavæðingu bankanna og nú hefur VG tekið undir það.

 

Björgvin Guðmundsson


Forusta VG vill stjórn með íhaldinu um óbreytt kerfi!

Í dag munu flokksstofnanir Vinstri grænna,íhalds og framsóknar afgreiða stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þessara flokka.Þetta verður samþykkt hjá öllum flokkunum.Aðeins í VG hefur verið nokkur andstaða við þessa stjórnarmyndun en VG setti í gang úthringingar til þess að berja alla andstöðu niður og mun vera búin að tryggja "rétta" niðurstöðu.VG veit að þessi stjórnarmyndun mun þýða nokkurt fylgistap en lætur það yfir sig ganga.

Þessi ríkisstjórn verður kyrrstöðustjórn.Það er mynduð stjórn um óbreytt kerfi.Engu verður breytt í sjávarúvegs-og landbúnaðarmálum.Gjaldið,sem þjóðin innheimtir sem afgjald af notkun sjávarauðlindarinnar er hlægilega lágt.En íhald og VG eru sammmála um að hækka það ekki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frávarandi sjávarútvegsráðherra sagði,að þessir nýju stjórnarflokkar væru þrír framsóknarflokkar og þeir mundu engu breyta.Eins er í landbúnaðarmálunum.Þessir flokkar hafa engan áhuga á að auka samkeppni í landbúnaðinum eða að færa neytendum ódýrari landbúnaðarvörur.Vinstri græn eru búin að varpa öllum sósialisma fyrir borð svo og allri verkalýðsstefnu. VG eru feministaflokkur en ekki verkalýðsflokkur. Þess vegna gekk vel fyrir þessa 3 framsóknarflokka að ná samstöðu.

Íhaldið bindur vonir við að VG aðstoði íhaldið og atvinnurekendur við að halda launum niðri enda þótt lægstu laun séu við fátæktarmörk.Framkvæmdastjóri atvinnurekenda hefur verið að tala um að laun megi ekki hækka meira en 1- 1 1/2 % eins og á hinum Norðurlöndunum.Morgunblaðið birtir glefsur úr málefnasamningnum í dag,sem lak út. Þar kemur fram,að hækka eigi fjármagnstekjuskatt um 2 prósentustig,úr 20 í 22% .Ekki er það mikil hækkun. Þessi skattur er miklu hærri á hinum Norðurlöndunum.

Það er furðulegt,að Vinstri grænir skuli ganga til stjórnarsamstarfs við tvo íhaldsflokka, þegar unnt var að mynda miðvinstristjórn.Skýringin er sú,að búið var að ákveða  þessa stjórn löngu fyrir kosningar.

Björgvin Guðmundsson


VG að skera Sjálfstæðisflokkinn niður úr snörunni!

 

!

Samkomulag mun vera komið milli VG,ihalds og Framsóknar um að þessir flokkar gangi í eina sæng saman í ríkisstjórn.Fréttamaður RUV fór í gær í ráðherrabústaðinn að leita frétta af viðræðunum.Hann varð þess var að formennirnir skáluðu í lok fundar.Það bendir til þess að samkomulag sé komið milli flokkanna.Fréttamaðurinn hitti Bjarna Benediktssson og fékk þær upplýsingar hjá honum,að stjórnarsáttmálinn yrði væntanlega tilbúinn í dag.Flokkarnir ákváðu fyrst að skipta með sér ráðherrastólum á þennan hátt: Íhald 5 stólar,VG 3 stólar og Framsókn 3 stólar. VG forseti alþingis.Málefnn voru látin bíða.-Það var talsvert áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn,þegar Björt framtíð sleit stjórn Bjarna Benediktssonar vegna trúnaðarbrests.Björt framtíð sagði,að íhaldið hefði haldið því leyndu fyrir samstarfsflokkunum,að alræmdum barnaníðingi hefði verið veitt uppreist æru með meðmælum föður Bjarna Benediktssonar.Þetta var kallað leyndarhyggja og gagnrýnt harðlega á alþingi og í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd.Svandís Svavarsdóttir alþingismaður gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn harðlega fyrir athæfið. Vegna þess að Björt framtíð sleit stjórninni í mótmælaskyni við athæfi Sjálfstæðisflokksins í uppreist æru málinu varð að rjúfa þing og kjósa. Þegar það gerðist datt engum í hug, að Vinstri græn mundu skera íhaldið niður úr snörunni og leiða það til valda á ný í stjórnarráðinu. En það er nú að gerast.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk

 

 

 

Nýtt alþingi kemur saman. Ákveðið er, að það komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót.

Væntanlega tekur nýtt alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði.Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það,sem var gert á því sviði,var of lítið og of seint.

Lífeyrir hækki í 320 þús á mánuði eftir skatt

Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum alþingis á þessu sviði.Það,sem stjórnamálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst, var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks.Það er of lítið.Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk.Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu,Flokkur fólksins og Piratar en þeir komast ekki í stjórn.Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr eftir skatt,hjá einstaklingum.Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr á mánuði 2018.Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk.Það er til skammar,að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun.Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum.Aðeins um 5% munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta.Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun ,sem fáir eru á og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum.Ég hef lagt til,að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi,þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund kr., og laun þeirra fóru í 1,1 milljón,miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum.Þingmenn ættu að fara að hugsasjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.

Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar

Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna.Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr eða 109 þúsund á mánuði  eða afnema frítekjumarkið alveg,þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR,Hins vegar var lítið talað um af afnema skerðingar vegna annarra tekna.Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna.Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna,ef þeir kjósa svo en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér þaðAðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.

Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning

Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir,sem eiga skuldlítið húsnæði eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði.Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði.Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til mós við aldraða og láglaunafólk,sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum.Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu.Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

Fréttablaðið 24.nóv.2017

www.gudmundsson.net

 

 

 

 

 

 

 

 


Bjarni og Katrín sömdu um stjórnarsamstarf fyrir kosningar!

 

Rætt var um stjórnarmyndun á Hringbraut sjónvarpstöð í  gær. Sigmundur Ernir ræddi við Gunnar Smára og Reyni Traustason,tvo fyrrverandi ritstjóra.Þeim kom saman um það, að  þau Katrín Jakobsfóttir og Bjarni Benediktsson þyrftu mjög á því að halda að komast í ríkisstjórn.Það væri  sameiginlegt áhugamál þeirra að komast í stjórn.Gunnar Smári taldi,að þau hefðu komið sér saman um það   fyrir kosningar að mynda stjórn eftir kosningar.Gunnr Smári sagði,að það væri enginn sósialismi lengur í flokki vinstri grænna.VG og Sjálfstæðisflokkurinn væru  hins vegar sammála  um landbúnaðarmál,sjávarútvegsmál og um Evrópusambandið; það væru helst skattamálin, sem einhver ágreiningur væri um.Sigmundur Ernir spurði hvort svona stjórn íhalds,framsóknar og VG  gæti ekki setið lemgi. Það taldi Reynir Traustason ólíklegt.Ólgan í VG væri það mikil ,að stjórn með Sjálfstæðisflokknum mundi  endast stutt.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Sprittstjórnin að komast á koppinn!

Helga Vala Helgadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar sagði í Silfrinu siðasta sunnudag,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mikinn áhuga á því að komast í stjórn með hinum "hreina" flokki Vinstri grænum.Sjálfstæðisflokkurinn vildi láta VG spritta sig af öllu "bjakkinu"!.Það er því eðlilegt að nýja stjórnin verði kölluð "Spritttjórnin".Skiljanlegt er að íhaldið vilji láta VG spritta sig en erfiðara er að skilja hvers vegna VG vill fara í stjórn með íhaldinu.Sprittstjórnin er nú alveg að komast á koppinn.Sprittstjórnin er stofnuð um sjálfsagða hluti eins og eflingu innviða,sem drabbast hafa niður.Það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hefði verið mynduð hún hefði alltaf orðið að efla innviðina.

 

Björgvin Guðmundsson


Rósa Björk treystir ekki Sjálfstæðisflokknum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, annar þeirra þingmanna Vinstri grænna sem greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, segist hafa gert það vegna vantrausts í garð Sjálfstæðisflokksins. „Meðal annars í ljósi þeirra mála sem við erum að kjósa út af – ég held að það verði afskaplega erfitt fyrir okkur í VG sem femíniskum flokki að efla traust þegar kemur að jafnréttismálum og afgreiðslu þeirra ef við förum í þetta samstarf.“
 
Ennfremur segir Rósa Björk:

„Mín afstaða byggist ekki á neinu vantrausti í garð Katrínar eða okkar forystu eða annarra í Vinstri grænum,“  Vantraustið sé í garð Sjálfstæðisflokksins vegna ýmissa mála sem hafi umleikið flokkinn. „Það skortir á þá sannfæringu mína að siðferðismálin hafi verið tekin þar traustum tökum,“ segir hún.

Rósa Björk sýndi mikinn kjark með því að greiða atkvæði gegn formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Hún treystir ekki Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 
 
 
Mynd með færslu
STÍGUR HELGASON
Fréttastofa RÚV
 
 
 
 
 
 
 

 

Fylgi VG hrapar úr 16,9% í 13% samkvæmt skoðanakönnun.Eykst jafnmikið hjá Samfylkingu

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur dalað frá kosningum, úr 16,9% í 13%, samkvæmt nýrri könnun MMR. Einungis 60% þeirra sem sögðust hafa kosið flokkinn fyrir þremur vikum segjast mundu kjósa hann aftur nú. Í könnuninni var spurt hvaða flokk fólk vildi síst sjá í ríkisstjórn og nefndu 58% stuðningsmanna Vinstri grænna Sjálfstæðisflokkinn sem versta kostinn.
. Samfylkingin mælist nú næststærsti flokkur landsins með 16%. Flokkurinn fékk 12,1% í kosningunum fyrir þremur vikum.

Fólk var einnig spurt hversu líklegt það væri til að kjósa aftur sama flokk og í nýasfstöðnum kosningum. Vinstri græn koma þar verst út – 60% segjast mundu kjósa þau aftur, en 15% segjast mundu kjósa Samfylkinguna og 6% Pírata. 
Þessi könnun MMR kemur ekki á óvart.Þetta er aðeins byrjunin.Fylgið á eftir að hrynja af VG,ef flokkurinn hættir ekki við að fara í samstarf við íhaldið og hjálpa því að halda völdum.Enn er tækifæri fyrir VG að hætta við.VG ber engin skylda til þess að halda íhaldinu við völd. VG ber skylda til þess að koma íhaldinu frá völdum.


Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband