Stjórn VG:Ekki grundvöllur fyrir launahækkun láglaunafólks.Eru við fátæktarmörk!

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar undir forustu Vinstri grænna sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sitja einnig í segir,að kauphækkanir undanfarinna ára hafi dregið úr samkepnishæfni atvinnulifsins.Hvað þýðir þetta á mannamáli. Það þýðir,að ekki sé grundvöllur fyrr frekari launahækkunum.Það er m.ö.o. orðsending Vinstri grænna til verkafólks,að verkafólk,sem er á lægstu launum, niður við fátæktarm0rk geti ekki fengið kjarabætur; það verði að vera áfram við fátæktarmörk.En þetta er ekki aðeins orðsending til verkafólks heldur einnig til aldraðra, þar eð margir stjórnmálaflokkar vilja láta lífeyri fylgja lágmarkslaunum,einnig þó hann sé niðri við fátæktarmörk. Því er ég ekki sammála. Ég tel,að lífeyrir megi  vera hærri og að hann eigi að hækka meira en lágmarkslaun.Rök mín fyrir því eru þau,að  sem betur fer eru aðeins fáir eða einungis 5% verkafólks á lágmarkslaunum; aðrir eru á hærri töxtum.Því fráleitara er að miða lífeyri aldraðra við pappirstaxta,sem fáir eru á.-Þegar Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sá framangreint kjaraákvæði í stjórnarsáttmálanum varð honum að orði,að það væri eins og þetta hefði verið samið í Viðskiptaráði!

Það er illa komið fyrir Vinstri grænum að beygja sig undir þetta ok.Hégóminn er dýrkeyptur.

Björgvin Guðmundsson


Össur sá fyrir, að VG stefndi á samstarf við íhaldið strax í upphafi kosningabaráttunnar!

Einn af fyrstu mönnum,sem sá það fyrir, að VG ætlaði að mynda ríksstjórn með íhaldinu var Össur Skarphéðinssin fyrrverandi utanríkisráðherra.Hann skrifaði um það á Facebook síðu sína strax í upphafi kosningabaráttunnar..En áhrifamenn í VG neituðu þessu algerlega og sögðu,að þetta kæmi ekki til greina.Annað hvort hafa þeir tekið þátt í leikritinu eða verið blekktir sjálfir eins og kjósendur.Ég ræddi þetta við tvo áhrifamenn í VG og þeir vísuðu þessu algerlega á bug og sögðu að þetta kæmi ekki til greina.En þetta var staðreynd og ákveðið löngu fyrir kosningar.Kjósendur grunaði ekkert; enda þótt lítil sem engin bein gagnrýni VG á Sjálfstæðisflokknum ætti sér stað virtust samt einhver smá átök VG og ihalds vera í gangi.Útsendarar íhaldsins voru með áróður gegn Katrínu.Skatta-Kata var hún kölluð af þeim.Og VG danglaði í ihaldið þó það væri máttlaus gagnrýni.Það var helst i skattamálum,sem VG viðraði tillögur,sem íhaldið hefði aldrei samþykkt,svo sem hátekjuskatt,hækkun fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatt. En eftir á er ljóst,að þetta hefur verið liður í vel æfðu leikriti.Allt var þetta gert til þess að blekkja kjósendur,láta þá halda,að VG vildi koma íhaldinu frá völdum,þegar VG meinti þveröfugt; vildi halda íhaldinu við völd og fara í stjórn með því.Svandís Svavarsdóttir,sem nú er komin í stjórn með íhaldinu átti ekki nógu sterk orð á alþingi til þess að fordæma athæfi íhaldsins í "uppreist æru" málinu en það snérist um það,að dæmdur kynferðisafbrotamaður fékk uppreist æru .Þessu leyndi forsætisráðherrann fyrir samstarfsflokkunum í ríkisstjórn.Þess vegna varð trúnaðarbrestur sem sprengdi stjórnina.Þeir sem hlustuðu á vandlætingarræðu Svandísar og annarra VG manna í þinginu munu varla hafa reiknað með því að VG ætlaði að leiða íhaldið aftur í ríkisstjórn eins og nú hefur gerst.
Ríkisstjórnin er mynduð um kyrrstöðu.Þorgerður Katrín kallar flokkana 3 sem myndað hafa stjórnina,framsóknarflokkana þrjá. Það er vegna þess að þeir eru sammála um það allir þrír að standa vörð um landbúnaðarkerfið og og sjávarútvegskerfið.VG gaf sig út fyrir það í upphafi að vera róttækur vinstri flokkur,sósalistiskur.En það er enginn sósialismi lengur í VG,engin róttækni,engin verkalýðsstefna, aðeins umhverfisstefna,áhugi á loftslagsmálum.Af þessum sökum gekk vel saman hjá íhaldi og VG.Það þurfti ekki að takast á um hækkun lægstu launa verkafólks eða hækkun lægsta lífeyris aldraðra og öryrkja.Þau mál eru ekki ofarlega á lista VG ekki frekar en hjá íhaldinu.
Valdataka íhalds og VG með aðstoð Framsóknar gekk vel og snuðrulaust fyrir sig.Þetta var friðsamlegt valdarán.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 

Nýja stjórnin hækkar lífeyri aldraðra ekkert!

 

 

 

 

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð ,ríkisstjórn Vinstri grænna,Sjállfstæðisflokks og Framsóknar. Sáttmáli þessarar stjórnar var undrritaður 30.nóvember  2017.Nokkur eftirvænting  ríkti eftir því hvernig þessi nýja stjórn yrði, til dæmis hvort Vinstri grænir kæmu fram einhverjum af sínum stefnumálum og hvort lífeyrir aldraðra yrði hækkaður.Allir stjórnmálaflokkar töluðu fallega um eldri borgara í kosningabaráttunni og gáfu til kynna að þeir vildu hækka lífeyri þeirra.Þeir,sem verst eru staddir af eldri borgurum, eru með lífeyri niður við fátæktarmörk Ég átti von á því, að nýja stjórnin mundi bæta hér eitthvað úr.en því miður.Þegar nýi stjórnarsáttmálinn sá dagsins ljós kom í fram, að  nýja ríkisstjórnin ætlaði ekki að hækka lífeyri aldraðra um eina  krónu.Þegar kosningabaráttan hófst tilkynnti Bjarni Benediktsson,formaður Sjálfstæðisflokksins,að hann vildi, að frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra  yrði hækkað í 100 þúsund kr á mánuði.Þetta frítekjumark var 109 þúsund kr á mánuði fram til síðustu áramóta en var lækkað eftir áramót. Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar, að flokkurinn vildi afnema frítekjumarkið,þ.e. hafa það frjálst að eldri borgarar gætu unnið án skerðinga lífeyris almannatrygginga..Vinstri græn gáfu til kynna  fyrir kosningar,að þau vildu hækka lífeyri eitthvað.En niðurstaðan í þágu eldri borgara var eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið  einn í stjórn.Stefna Sjálfstæðisflokksins réði.Hvorki var tekið tillit til stefnu Framsóknar varðandi frítekjumark atvinnutekna né stefnu Vinstri grænna varðandi slæma stöðu lægst launuðu eldri borgara. Í stjórnarsáttmálanum var aðeins minnst  á  að frítekjumark vegna atvinnutekna ætti að vera 100 þús kr á mánuði en ekkert rætt um hækkun lífeyris: Margir eldri borgarar munu hafa búist við því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður riflega,þegar „vinstri“ flokkurinn VG væri kominn í stjórn. En það var öðru nær.Lífeyrir var ekkert hækkaður.Sjálfstæðisflokkurinn réði  ferðinni í þessum efnum eins og áður.Vinstri grænir höfðu  greinilega engin áhrif á stefnuna í kjaramálum aldraðra.

 

VG setti ekki nægilegt mark á sáttmálann

 

Andrés Ingi Jónsson,annar tveggja þingmanna VG,sem greiddi atkvæði á móti því að VG færi í opinberar viðræður við Sjálfstæpisflokk og framsókn um stjórnarmyndun greiddi einnig atkvæði á móti stjórnarsáttmálanum og  flutti mjög athyglisverða ræðu við það tækifæri. Þar sagði hann,að hann hefði ekki treyst sér til þess að styðja stjórnarsáttmálann,þar eð VG hefði ekki getað sett nægilegt mark á sáttmálann.Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið of miklu um sáttmálann.Andrés  Ingi nefndi nokkur dæmi þessu til staðfestingar.Hann nefndi launa-og kjaramál,varnarmál og  uppreist æru og trúnaðarbrest.

Ég get bætt við dæmi um kjaramál aldraðra.Í þeim málaflokki hefur VG ekki komið neinum stefnumálum í gegn.Ístjórnarsáttmálanum er ekkert rætt um að hækka lífeyri aldraðra.Hins vegar er ákvæði í sáttmálanum um kjaramal öryrkja og óskað viðræðna við öryrkja um þau mál og  að leitað verði sátta.Kjaramál  öryrkja voru aldrei fullafgreidd,þegar ný lög um almannatryggingar voru afgreidd  á alþingi 2016.Í tengslum við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar,sem tóku gildi 1.janúar 2017 var gert ráð fyrir,að lífeyrir aldraðra mundi hækka 1.janúar2018 til samræmis við þá hækkun sem átti að verða á lágmarkslaunum 2018.Þessi hækkun á lífeyri verður 12000 kr. eftir skatt hjá einhleypum eldri borgurum  1.janúar 2018 en þá hækkkar lífeyrr eftir skatt úr 230 þúsund kr á mánuði í 242 þúsund á mánuði.

 

Hundsa kröfur aldraðra um hækkun lifeyris!

 

Ég var fremur svartsýnn þegar ég ræddi um nýtt alþingi og líkurnar á því  að það mund bæta mikð kjör eldri borgara og öryrkja.Það var ekki búið að mynda ríkisstjórn þá.En ég játa,að það hvarflaði ekki að mér ,að  ríkisstjórnin mundi gersamlega hundsa kröfur aldraðra um hækkun lífeyris.En það hefur nú gerst. Þó Félag eldri borgara í Rvk hafi haldið stóran fund um baráttuna fyrir því að lyfta lifeyri aldraðra vel upp fyrir fátæktarmörk og stjórnmálaflokkarnir hafi sýnt skilning á því  hefr ekkert gerst í því efni.Aðild VG að ríkisstjórnin hefur ekki dugað til þess að lyfta lífeyri aldraðra upp.Sá lífeyrir er enn niðri við fátæktarmörk.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fréttablaðið 7.des 2017.

 


75% aldraðra með eftiraun undir framfærslumörkum!

Um 75% aldraðra hefur á árinu 2017 eftirlaun,sem eru um eða undir framfærslumörkum,sem hér eru talin vera kr. 335.102.Um 50% þessa hóps lendir í skerðingum og  borgar jaðarskatta,sem heldur tekjunum niðri.Heildartekjur aldraðra eru að meðaltali nálægt 450.000 kr og halda tekjuhærri hóparnir þeim tekjum uppi,einkum tekjuhæstu 10%.Um 40% aldraðra hafa engu að síður tekjur  undir framfærslumörkum eða um framfærslumörk sé miðað við heildarlaun.

Þessar upplýsingar byggjast á rannsókn,sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur,vann fyrir Félag eldri borgara í Rvk.Meðaleftirlaun almannatrygginga eru nú kr. 129.282.Meðalskerðingar þeirra jukust um kr 37.730 á tímabilinu 2007-2016 og skattar jukust um 11.314 kr á þessu tímabilu.Á þessu sama tímabili jukust meðalgreiðslur lífeyrissjóðanna um nálægt 36.000 kr.Og má því segja,að skerðingarnar hafi tekið alla hækkun lífeyrissjóðanna.

 

 Björgvin Guðmundsson


Stjórnarmyndun: Vildi fljótt taka fyrir plan B!

Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut var í gær rætt um nýju stjórnina og aðdragenda hennar.Meðal viðmælenda voru Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Kolbeinn Proppé þingmaður VG.Kolbeinn gagnrýndi Loga fyrir að hafa viljað fá Flokk fólksins í miðvinstristjórn.Logi sagðist hafa viljað ræða við Flokk fólksins og kvaðst treysta 4 þingmönnum Flokks fólksins betur í útlendingamálum en 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Í  umræddum viðræðum var minnst á bæði Viðreisn og Flokk fólksins,sem hugsanlega aðila að Miðvinstri stjórn. Framsókn lagðist gegn því að fá Viðreisn og VG hafði lítinn áhuga á að fá Flokk fólksins með.Í þessum viðræðum gætti mikillar óþolinmæði hjá Katrínu Jakobsdóttur.Hún var farin að ókyrrast eftir 3 daga og spurði hvort ekki væri rétt að fara að taka fyrir plan B.  Sigurður Ingi hljóp  frá borði eftir 4 daga og þá sleit Katrín þessum viðræðum.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband