Getum tryggt öllum öryggi og mannsæmandi kjör

 

Eldhúsdagsumræður fóru fram á alþingi í fyrrakvöld. Þær fóru fram með hefðbundnum hætti. Mörgum finnst þetta fyrirkomulag orðið úrelt og að taka ætti upp nýtt form á þessum umræðum.Að þessu sinni þóttu tvær ræður bera af, samkvæmt skoðunarkönnun,þ..e. ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar og ræða Katrínar Jakobsdóttur,formanns VG.Hér fer á eftir kafli úr ræðu Loga:

 Við fimm til sex ára aldurinn gerist svolítið ótrúlega fallegt í þroskaferli barnsins. Það byrjar að finna til samúðar með öðrum. Það lærir að setja sig inn í aðstæður annarra og finna til með öðrum. Hver hefur ekki reynt að stöðva grát barns sem uppgötvar og skynjar sorglega atburðarás í teiknimynd eða barnabók? En þegar við fullorðnumst öðlumst við hins vegar hæfileikann til að setja hluti í samhengi, horfa á heildarmynd hlutanna, en líka að hugsa abstrakt og brynja okkur fyrir tilfinningum gagnvart einstökum atburðum. Þá grípum við gjarnan til þess að réttlæta alla mögulega og ómögulega hluti út frá heimi meðaltalsins og vísitölunnar.

En við lifum ekki í þannig heimi. Við erum öll af holdi og blóði, fólk sem á rétt að lifa með reisn. Þótt almenn lífskjör Íslendinga hafi batnað gríðarlega og ójöfnuður sé minni en víðast hvar er markmiðum okkar hvergi nærri náð. Við verðum að stefna að því að skapa samfélag þar sem allir eru þátttakendur, hver á sínum forsendum. Ísland er nógu ríkt land, nógu auðugt af auðlindum, til að hægt sé að tryggja öllum ásættanleg kjör. Til þess þarf aðeins að jafna gæðunum betur og deila byrðum eftir getu hvers og eins.

Við getum auðvitað aldrei blandað pólitíska mixtúru sem gerir alla ánægða og hamingjusama, komið í veg fyrir sjúkdóma eða jafnvel mannlega breyskleika. En við getum tryggt öllum öryggi og mannsæmandi kjör. Meðaltölin fletja ekki bara út veruleikann heldur draga athygli okkar stundum frá aðsteðjandi vanda. Þau geta jafnvel leitt okkur á villigötur. Nýverið birti Menntamálastofnun tölfræði sem sýndi að nemendur á höfuðborgarsvæðinu stæðu sig betur í samræmdum prófum en börn utan af landi. Draga mátti jafnvel þá ályktun að börn landsbyggðarinnar væru verri námsmenn og hefði lélegri kennara. Eflaust eru einhverjir skólar í fámenninu verr búnir og í verri færum. En þegar niðurstöður eru krufnar má sjá að einkunnir ráðast miklu fremur af félagslegri stöðu barns en búsetu þess. Þau börn sem búa við lakari félagsleg skilyrði, hafa veikara bakland, minni hvatningu, þeim gengur verr. Og til að bregðast við þessu væri því nærtækast að auka jöfnuð, laga búsetuskilyrði, styrkja velferðarkerfið og ráðast gegn fátækt.

Fyrir þá sem ekki skilja eða viðurkenna þá mannfyrirlitningu sem felst í miklum ójöfnuði er kannski allt í lagi að tefla fram efnahagslegum rökum. Vegna breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar þarf framleiðni að aukast ef við eigum að halda áfram að bæta almenn lífskjör. Tæknibyltingin fram undan mun kalla á vel menntaða, hugmyndaríka einstaklinga með mikið frumkvæði. Af þeim ástæðum einum höfum við ekki efni á að skilja nokkurt barn eftir. Við þurfum að þróa menntakerfi sem mætir ólíkum þörfum hvers og eins, byggir á styrkleikum þeirra en ekki veikleikum. Og það er sorglegt að þessi ríkisstjórn setji ekki menntamál í algeran forgang. Í því felst bæði virðingarleysi og skammsýni. — .

 

 Björgvin Guðmundsson

 www.gudmundsson.net

 

 


Tannlækningar: Hvað skuldar ríkið öldruðum mikið?

Eins og eldri borgarar vita hefur niðurgreiðsla á tannlækningum aldraðra og öryrkja verið miðuð við úrelta gjaldskrá um langt skeið.Haustið 2016 sagði þáverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson,að ríkið skuldaði eldri borgurum um 800 milljónir vegna þess að niðurgreiðslur hefðu verið rangar (of litlar).Unnið var að endurgreiðslu á þessu fjármagni fyrir áramót en mér vitanlega er ekki farið að endurgreiða enn.Spurningin er einnig sú hvað  skuld ríkisins við eldri borgara vegna tannlækninga er orðin há í dag.

Samkvæmt reglugerð á að  endurgreiða af tannlæknakostnaði ellilífeyrisþega 75% af tannlæknakostnaði.En það verður að miðast við rétta og nýja reglugerð en ekki úrelta. Undanfarið hefur verið miðað við 13 ára gamla reglugerð sem stenst engan veginn.Það er því verið að bjóta á eldri borgurum með því  að láta þá borga alltof mikið fyrir tannlækningar og margir eldri borgarar hafa ekki efni á að fara til tannlæknis.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

.

 

 


Fer Sigmundur Davíð fram á ný?

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hefur stofnað framfarafélag.Var fjölsótt á stofnfundi félagsins,sem haldinn var fyrir 3 dögum.Um það bil 250 manns sóttu fundinn.Sigmundur Davíð segist ekki vera að stofna stjórnmálaflokk;heldur þjóðmálafélag,umræðuvettvang.Hann hafi ekki haft slíkan vettvang í Framsóknarflokknum.

 Ekki ber  mönnum saman um hver tilgangur Sigmundar er með stofnun félagsins.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir,að stofnun félagsins sé snjallt framtak hjá Sigmundi Davíð.Hann geti látið félagið undirbúa framboð sitt til formanns i Framsóknarflokknum.Ef hann tapi slíkum formannsslag geti hann breytt framfarafélaginu i stjórnmálaflokk.Það er rétt hjá Eiriki Bergmann.

Sjálfur hefur Sigmundur Davíð minnst á það, að borgarstjórnarkosningar séu næsta vor og ýmsir hafa orðað Sigmund Davið við framboð þar.Hann hefur ekki tekið undir það sjálfur.En hefur þó mikinn áhuga á skipulagsmálum í Reykjavík.

 Líklegt má telja, að staða Sigmundar Davíðs sé sterkari núna meðal  Framsóknarmanna en  var á síðasta flokksþingi. Nokkur óánægja hefur verið með forustu flokksins.Sigmundur Davíð ætti því að hafa  þokkalega möguleika á að vinna formannskosningu, ef hann ákveður að bjóða sig fram.Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur einnig verið nefnd sem formannsframbjóðandi.Ég á ekki von á því, að hún bjóði sig fram gegn Sigurði Inga,sitjandi formanni. Raunar er mér einnig til efs, að hún mundi bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð.Hún gæti hins vegar orðið góður samkomulagskandidat í stað Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Björgvin Guðmundsson

 


Ekki er stjórn yfir A-hluta fyrirtækjum.Aðför að Landspítalanum!

Ráðuneytin,ríkisfyrtæki eins og Landspítalinn og fleiri fyrirtæki ríkisins eru svonefnd A-hluta ríkisfyrirtæki .Yfir þeim er ekki sérstök stjórn. B-hluta fyrirtækin njóta hins vegar meira sjálfstæðis og eru oftast með sérstaka stjórn.Það skýtur því skökku við,að nú vilji vissir stjórnarliðar setja stjórn yfir landspítalann.Þeir gætu alveg eins lagt til,að sett yrði stjórn yfir hvert ráðuneyti!

Svo virðist sem formaður velferðarnefndar og fleiri fulltrúar stjórnarmeirihlutans ætli sér að þagga niður í forstjóra og stjórnendum Landspítalans með því að setja sérstaka stjórn yfir spítalann. Formaður velferðarnefndar sagði í viðtali við Stöð 2 ,að forstjóri Landspítalans kæmi á hverju ári rétt fyrir afgreiðslu fjárlaga að betla peninga! Hún er einn helsti talsmaður þess,að sérstök stjórn verði sett yfir LSH.Hún vill greinilega losna við heimsóknir forstjórans!

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýndi hugmyndir um stjórn yfir LSH harðlega á alþingi í gær og kallaði þær svívirðilega aðför að Landspítalanum.Það verður að hnekkja þessari aðför.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Aðeins broti fjármagns varið til Landspítalans miðað við framlög til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð

Nýlega birti læknatímaritið Lancet könnun á heilbrigðiskerfi í ýmsum löndum.Samkvæmt þessari könnun var Ísland í næst efsta sæti og Andorra í því efsta. Kom mörgum þessi könnun á óvart miðað við fyrri kannanir,sem leiddu allt annað í ljós. Stöð 2 ræddi við Pál Mathíasson forstjóra Landspítalans um könnunina. Hann sagði að könnun Lancet fjallaði fyrst og fremt um ótímabær dauðsföll og þeim hefði fækkað meira hjá Íslendingum en hjá flestum öðrum  þjóðum (nema Andorra).Hins vegar fjallaði könnun Lancet ekki um rekstur heilbrigðiskerfa að öðru leyti.Páll sagði,að það væri varið 40% minna fjármagni til Landspítalans en til sambærilegra sjúkrahúsa í Svíþjóð. Rannsóknir á fjármálum LSH leiða í ljós,að spítalinn er fjársveltur og verður að skera niður þjónustu strax á næsta  ári  ef ekki verður bætt úr.

Formaður velferðarnefndar,Nichole Leigh Mosty, virðist ekki hafa mikinn skilning á vanda Landsspítalans.Hún virðist telja  það hlutverk sitt að finna rök gegn nægilegu fjármagni til Landspítalans. Hún sagði í viðtali við Stöð 2,að forstjóri Landspítalans komi hlaupandi á hverju ári,jafnvel á síðustu mínútu, að betla peninga! Ég minnist þess ekki,að formaður velferðarnefndar hafi áður talað af slíkri óvirðingu um yfirmenn Landspítalans.Nichole, formaður velferðarmefndar, telur sig geta sett sig á háan hest eftir að hafa búið tiltöltulega stutt á Íslandi.Hún leggur nú  einnig til,að sett verði stjórn yfir  Landspítalann og segir að þetta sé hennar tillaga (sic) og þetta sé fagleg tillaga en gefur til kynna,að stjórnendur LSH séu pólitískari! Þetta er óskiljanlegur málflutningur. Hún er stjórnmálamaður en ekki embættismaður.  Vissulega getur hún haft skoðanir á stjórnun LSH en ég tel,að ef hún vill fá stjórn yfir Landspítalann eigi hún að leggja fram tillögu um það sem þingmaður en ekki sem formaður velferðarnefndar.Með því að leggja fram slíka tillögu sem formaður velferðarnefndar tel ég,að hún sé að misnota aðstöðu sína.Mér finnst ólíklegt að hún leggi fram slíka tillögu án samráðs við ráðherra heilbrigðismála eða formann flokks sín. Þegar hún sem formaður velferðarnefndar neitaði Páli Matthíassyni forstjóra LSH um fund með velferðarnefnd sagði hún að hún hefði gert það samkvæmt fyrirmælum.Nú segist hún hins vegar hafa ákveðið það ein að styðja tillögu um stjórn yfr LSH!

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!

 Fyrrverandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gumaði mikið af því, að hún gerði einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja frá áramótum.Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem voru í hjónabandi og sambúð hækkaði þá um 12 þúsund krónur á mánuði og um 23 þúsund á mánuði hjá einhleypum öldruðum.Hér er átt við þá,sem hafa eingöngu tekjur frá TR. .Ég hef kallað þessar „kjarabætur“ hungurlús.

Töldu hungurlúsina of mikla kjarabót

En stjórnvöld töldu þessa hungurlús of mikla kjarabót.Hún var því tekin strax til baka,m.a. með skerðingu húsaleigubóta.Fyrir áramót var hámark húsaleigubóta 22.000 kr. 

Þeir sem voru með tekjur sínar eingöngu eða að stærstum hluta frá TR voru með óskertar húsaleigubætur, þar sem greiðslur skv. lögum um almannatryggingar skertu ekki bæturnar. Því var breytt frá áramótum.Þá var  farið  að reikna allar greiðslur frá Tryggingastofnun til lífeyrisfólks með tekjum við útreikning húsaleigubóta. 

Öll áramótakjarabótin tekin aftur! 

Í dag er upphæð húsaleigubóta 31.000 kr. fyrir einn í heimili. Tekjuskerðing byrjar við 281.083 kr. á mánuði.  Eldri borgari hafði samband við mig og skýrði mér frá stöðunni hjá sér.Hann hækkaði í 230 þúsund á mánuði frá TR um áramót ( um 23 þús).Auk þess hefur hann greiðslu úr lífeyrissjóði sem eru talsvert innan við 100 þúsund á mánuði.Maður þessi var með húsaleigubætur en vegna  aukinna skerðingar frá áramótum sætti hann niðurskurði húsaleigubótanna,þannig að ríkisvaldið tók alla „kjarabótina“ af honum.Þannig fór um áramótakjarabótina hans. 

Vaxtabætur (og barnabætur) lækkaðar um 57,7 milljarða! 

Ákvæði um hærri vaxtabætur féllu úr gildi 1.janúar 2014.Alls lækkuðu vaxtabætur (og barnabætur) um 57,7 milljarða 2014.Framangreindar breytingar hafa leitt til þess, að fjölmargir aldraðir og öryrkjar hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og miklu meiri en nemur þeim litlu kjarabótum sem þeir hafa fengið.Sem dæmi má nefna,að lífeyrisþegi var með tæpar 200 þúsund í vaxtabætur en í dag fær hann engar vaxtabætur.Þær hafa verið þurrkaðar út.Þetta er veruleg kjaraskerðing hjá honum. 

Það,sem hér hefur verið rakið um aukna skerðingu húsaleigubóta og lækkun vaxtabóta hefur valdið öldruðum verulegri kjaraskerðingu. Auk þess hafa komugjöld í heilbrigðisþjónustu aukist,meira að segja eftir að nýtt greiðsluþak tók gildi. Dæmi um slíka hækkun : Eldri borgari þurfti að greiða 6600 kr. Fyrir viðtal við sérfræðing og blóðrannsókn  eftir að nýja kerfið tók gildi. Það var 77% hækkun frá því hann fékk síðast slíka þjónustu.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 25.mai 2017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 v


86% landsmanna vilja,að hið opinbera reki sjúkrahús

Samkvæmt nýrri rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar, prófessors í félagshagfræði við Háskóla Íslands vilja fleiri en áður,að sjúkrahús,heilsugæslustöðvar og aðrar heilbrigðisstofnanir,séu reknar af hinu opinbera en ekki af einkaaðiluum.Í dag vilja 86% ,að sjúkrahús séu rekin af hinu opinbera en áður,2006,vildu 80,6%,að að hið opinbera ræki sjúkrahúsin. 78,7% vilja,að hið opinbera reki heilsugæslustöðvar.Þegar landsmenn voru spurðir hvort þeir vildu verja meira fjármagni til heilbrigðismála voru 91,9% sammála því en það er aukning um rúm 10 prósentustig frá 2006.67,5% vildu,að hið opinbera ræki hjúkrunarheimili.

Þessi rannsókn er athyglisverð einkum vegna þess,að ríkisstjórnin vinnur að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins þvert á skoðun landsmanna og þrátt fyrir þá staðreynd,að ríkisstjórnin hefur minnihluta atkvæða landsmanna á bakvið sig og aðeins eins atkvæðis meirihluta á alþingi.Væntanlega verður þessi könnun viðvörun fyrir ríkisstjórnina og sérstaklega fyrir meðreiðarsveina Sjálfstæðisflokksins,Bjarta framtíð og Viðreisn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Mikill ágreiningur um fjármálaáætlun!

Önnur umræða um fjármálaáætlun 2018-2022 fór fram á alþingi í gær.Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem tóku þátt í umræðunum gagnrýndu  áætlunina,einkum vegna þess,að ekki væri gert ráð fyrir auknum framlögum til innviða þjóðfélagsins.Fram kom þetta sjónarmið: Þegar kreppa er vantar fjámuni til að efla innviði samfélagsins.En í góðæri vantar einnig fjámuni til þess að efla innviðina.Það gengur ekki upp.En það var ekki aðeins ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjármálaáætlunina heldur virðist einnig hafa verið ágreiningur milli stjórnarþingmanna innbyrðis. Forsætisráðherra,Bjarni Benediktsson,tilkynnti opinberlega,að hækka ætti virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í 24% frá miðju ári 2018. En þegar meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi nefndarálit um fjármálaáætlunina lagði hann til,að  fresta  hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu.Í framhald af þessu sagði Morgunblaðið í uppsláttarfrétt,að ekki væri meirihluti fyrir fjármálaáætluninni.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar afgreiddi þetta uppnám léttilega og sagði einfaldlega,að Morgunblaðið hefði misskilið málið.Hingað til hefur þó verið unnt að treysta fréttum Morgunblaðsins um Sjálfstæðisflokkinn!

  Nær allir þingmenn stjórnarandstöðunnar,sem töluðu í gær lögðu til,að henni yrði vísað frá. Það er því ekki mikil samstaða um þessa áætlun.Athuga ber,að þetta er stærsta mál þingsins fyrir sumarleyfi.

Björgvin Guðmundsson 


Úrsögn Bretlands úr ESB getur skaðað Ísland

Sérstök umræða um úrsögn Bretlands úr ESB (Brexit) fór fram á alþingi í gær samkvæmt ósk     Rósu Bjarkar þingmanns VG. Fram kom í máli Smára Mc Carthy þingmanns Pirata,að vegna úrsagnar Breta úr ESB væri efnahagslegur stöðugleiki Bretlands í hættu.Við úrsögn Bretlands úr ESB missa Bretar öll atvinnuleyfi Breta á EES svæðinu,þeir missa réttinn til þess að stofna til atvinnurekstrar hvar sem er á EES svæðinu,missa réttinn til frjálsra fjármagnshreyfinga,frjálsra þjónustuflutninga,frjálsra vinnuaflsflutninga og frjálsrar farar um EES svæðið  og meira að segja missa þeir réttinn til tollfrjálsra og hömlulausra viðskipta. Til þess að  halda einhverjum af þessum réttindum eftir BREXIT verða þeir að semja upp á nýtt og það er engan veginn víst,að samningar takist.Þessar breytingar allar geta bitnað á Íslendingum.Ekkert hefur enn verið samið um að halda réttindum Íslendinga og óvíst að unnt sé að semja um þau fyrr en  eftir Brexit.

Allar hugmyndir um að EFTA geti komið inn í myndina eru enn sem komið er óraunhæfar.Ekki er búist við að Bretar gangi í EFTA. Þeim mundi finnast það skref til baka.Fremur munu Bretar reyna að fá sérstakan viðskiptasamnng eða fríverslunarsamning við ESB.En allir samningar Breta við ESB verða erfiðir og ekki verður ráðist í þá fyrr en lokið er útgöngu Breta úr ESB.Reikna má með að Íslendingar verði að bíða á meðan.Kurteisistal ráðamanna skiptir engu máli í þessu sambandi.Það eru samningar,sem munu gilda.

Björgvin Guðmundsson


Stórfelld einkavæðing í boði Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur stórfellda einkavæðingu í undirbúningi enda þótt ríkisstjórnin hafi aðeins eins atkvæðis meirihluta á  þingi og hafi fengið minnihluta atkvæða í þingkosningunum.Nýjasta einkavæðingin sem boðuð hefur verið er sala Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til einkaaðila.Það mundi þýða að Íslendingar yrðu að greiða hærra verð fyrir að fara til útlanda.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar alþingis,sem er frá Sjálfstæðisflokknum, hreyfði því í fjárlaganefnd að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ferðamálaráðherra, Sjálfstæðisflokksins,Þórdís Kolbrún,R.Gylfadóttur hefur tekið undir það.Bjarni Benediktson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til á aðalfundi Landsvirkjunar, að 20% í fyrirtækinu væri selt til einkaaðila.Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til,að einn stærsti fjölbrautarskóli ríkisins,skólinn við Ármúla, verði felldur undir Tækniskóla Íslands,sem er einkastóli.Unnið er að því að samþykkja fyrsta einkasjúkrahús landsins,Klinikina við Ármúla.Frændur Bjarna Ben eru meðal eigenda að því.Verði það gert er búið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og leiðin greið fyrir frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en að því vinnur Sjálfstæðisflokkurinn.Það er verið að svelta Landspítalann og brjóta hann niður svo unnt sé að einkavæða hann í framhaldinu.Hvar vetna er unnið að einkavæðingu.Og hvers vegna er það auðveldara í dag en áður. Það er vegna þess,Björt framtíð lætur þetta yfir sig ganga. Björt framtíð gerir engar athugasemdir við einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins.Og Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum og jafnmikill einkavæðingarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn.Það er aðeins Björt framtíð,sem getur spyrnt við fæti en hefur ekki gert það enn.Vonandi vaknar Björt framtíð og afstýrir stórslysi,sem er í upppsiglingu.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband