Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun ellilífeyris.Hefur ekki gerst.

 

Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun  ellilífeyris.Einnig lofaði VG að sjá til þess að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk. Hvort tveggja hefur verið svikið.Þessi kosningaloforð eru ekki þess eðlis,að unnt sé að slá efndum þeirra a frest. Þau á að efna strax. Eins og ég hef bent á hefur ríkisstjórn VG ekki hækkað ellilífeyri um eina krónu.Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1.jan sl var ákveðið af fyrri ríkisstjórn. Var minni hækkun en hækkun lágmarkslauna. Lífeyrir aldraðra er niður við fátæktarmörk (204 þús eftir skatt hjá giftum öldruðum) (1100 þús á mánuði fyrir skatt hjá þingmönnum).Það er ekki verið að efna það loforð VG að lyfta lífeyrinum vel upp fyrir fátæktarmörk.Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn?

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Ríkisstjórn Katrínar hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu!

 

 
 
Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben lækkaði frítekjumark vegna .atvinnutekna aldraðra úr 109 þúsund kr á mánuðu í 25 þúsun kr á mánuði um áramótin 2016/2017.Ákvað það áður en hún fór frá..Þeir Sigurður Ingi og Bjarni eru báðir í núverandi stjórn ásamt Katrínu Jakobsdóttur.Þeir þykjast vera að gera mikið góðverk með því að skila að hluta til því sem þeir tóku um áramótin 2016/2017!.En það átti aldrei að skerða þetta frítekjumark og í Noegi mega aldraðir vinna eins og þeir vilja án skerðingar.
Stjórnvöld hér verða að átta sig á því að það eru ekki almennar kjarabætur til aldraðra að auka frítekjumark vegna atvinnutekna; skila aftur því,sem áður hafði verið tekið.Núverandi ríkisstjórn hefur engar almennar kjarabætur veitt öldruðum og öryrkjum.Sú hungurlús,sem lífeyrir hækkaði um 1.janúar sl(4,7%) var ákveðin af fyrri ríkisstjórn.Það hefur engin almenn hækkun lífeyris átt sér stað fyrir tilstilli núverandi ríkisstjórnar.Lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið við fátæktarmörk.Ríkisstjórn Katrínar ætlar að athuga í vor hvort unnt er að gera eitthvað fyrir þessa hópa og aðra sem verst eru staddir!!Það er alltof seint.Það á að gera það strax.að þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson
 

Stjórn VG hefur ekkert gert fyrir þá verst stöddu!

Ríksstjórn Katrinar Jakobsdóttur hefur ekkert gert fyrir þá aldraða og öryrkja,sem verst eru staddir; þá,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Þessi hópur getur ekki farið út á vinnumarkaðinn og þess vegna hefur hann ekkert gagn af frítekjumarki vegna atvinnutekna.Sú ráðstöfun hentar aðeins heilsuhraustum eldri borgurum og öryrkjum.Það er mjög undarlegt,að  flokkur sem hefur talið sig róttækan vinstri flokk skuli ekki láta það hafa forgang að bæta kjör þeirra,sem einungis hafa strípaðan lífeyri.Það var raunar í stefnuskrá VG fyrir kosningar að gæta ætti þess að lífeyrir færi ekki niður að fátæktarmörkum en það hefur einmitt gerst.Lífeyrir eftir skatt er aðeins 204 þús kr á mánuði hjá þeim sem eru í hjónabandi og í   sambúð.Það er engin leið að lifa af þeirri upphæð.Það er krafa aldraðra og öryrkja,að þetta verði leiðrétt strax,ekki síðar.Þess verður að vænta,að verkalýðshreyfingin hækki einnig lægstu launin.Þau eru einnig það lág,að lyfta verður þeim upp.Þjóðfélag,sem býr við methagvöxt,þar sem öll eyðsla er yfirgengileg og útlit eins og allt flói í peningum á að gera vel við  sitt láglaunafólk og lægst launuðu aldraða og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sviku stór kosningaloforð gefin öldruðum 2013; VG og Framsókn ekki farin að efna kosningaloforðin við eldri borgara frá 2017

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð  fyrir þingkosningarnar 2013. Þeir lofuðu báðir að hækka lífeyri aldraðra til þess að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, 2009-2013. Flokkarnr komust til valda en sviku kosningaloforðið gersamlega.Framsókn og VG gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2017. Framsókn lofaði að gera tannlækningar eldri borgara gjaldfrjálsar. VG lofaði að tryggja það,að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk.Ekki hefur verið staðið við þessi loforð.Þessi loforð eru þess eðlis,að það átti að efna þau strax.Það var ekki gert.Enginn áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja í ríkisstjórninni.

Björgvin Guðmundsson


Hækka þarf lægstu laun og lægsta lífeyri

Brýnasta verkefni verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í dag er að hækka verulega lægstu laun verkafólks og lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Bæði lágmarkslaun og lægsti lífeyrir er við fátæktarmörk og dugar hvergi nærri til framfærslu.

Aðildarfélög ASÍ hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa og náð talsverðum árangri. Á sama tíma hafa skattleysismörk verið lækkuð m.v. kaupgjald og verulega dregið úr barna- og húsnæðisbótum þannig að kaupmáttur þessara hópa hefur ekki vaxið í sama mæli og nemur hækkun launa. Við þessu verður að bregðast, m.a. með: • Hækkun skattleysismarka og tengingu persónuafsláttar við launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs. • Eflingu barna- og húsnæðisbótakerfanna. • Fjölgun íbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í 1000 á næstu 5 árum.

Björgvin Guðmundsson

 


Berst ekki aðeins fyrir bættum kjörum þeirra verst stöddu heldur einnig fyrir afnámi skerðinga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Kona nokkur sendi mér athugasemd og sagði,að ég væri aðeins að berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem væru á strípuðum lífeyri en ekki fyrir hinum,sem hefðu lífeyri úr lífeyrissjóði og sættu mikilli skerðingu.Þetta er alrangt.Ég hef um margra ára skeið barist fyrir því,að stórlega verði dregið úr þessum skerðingum og ég hef jafntframt óskað eftir því að þessarr skerðingar verði alveg afnumndar.Sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvkk. hef ég barist af miklum krafi fyrir því að skerðing vegna greiðlna úr lífeyissjóði yrði afnumin.Ég hef hert þá baráttu un undanfarið og fengið mjög góð viðbrögð.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var tekið fram,að þeir ættu að vera viðbót til almannatryggingar.Það var aldreii gert ráð fyrir því,að þeir myndu valda skerðingu  á lífeyri almannatrygginga. Það verður því að stöðva þessa skerðingu strax.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir þá,sem verst eru staddir

Það er nú farið að skýrast hver eru áhersluatriði ríkisstjórnar Katrínar Jabobsdóttur.Það er engin áhersla lögð á það að bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir.Í því efni er sama stefna hjá ríkisstjórninni eins og var þegar íhald og framsókn voru ein í stjórn og eins og var í síðustu ríkisstjórn með aðild Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Stefnan í þessu efni hefur ekkert breytst við aðild VG að stjórninni.VG hefur lagt mesta áherslu á loftslagsmálin og umhverfismálin. Það er gott og blessað en að minu mati er enn mikilvægara að bæta kjör þeirra,sem eiga ekki fyrir mat og eiga ekki fyrir læknishjálp eða lyfjum.Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni í kjaramálum á vinnumarkaðnum eins og sjá má í stjórnarsáttmálanum.Ríkisstjórnin mun hamla gegn leiðrettingu launa þeirra lægst launuðu.Þeir eiga áfram að vera með laun við fátæktarmörk.Þetta er svikamylla,.þar eð síðan er lífeyrir þeirra lægst launuðu miðaður við lágmarkslaun,sem 5% verkafólks fær.Sem betur fer hefur annað verkafólk hærri laun.Það vantar mikið á,að hér sé félagslegur stöðugleiki.Það á eftir að laga mikið hér á landi í félagsmálum áður en unnt er að taka upp svipaðar aðferðir í kjaramálum hér og á hinum Norðurlöndunum.Tekjuskiptingin hér á landi er mjög ójöfn.Það þarf að auka hlut láglaunafólks og lífeyrisþega í tekjuskiptingunni, til dæmis með því að láta eigendur sjávarauðlindarinnar fá hærra afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni; ríkisstjórnin vill gera þveröfugt;hún vill lækka veiðigjöldin,hún vill auka misskiptinguna í þjóðfelaginu.Krafan er skýr:Það á að stórhækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja,það á að hækka talsvert lægstu laun og það á að hækka veiðigjöldin,hækka afgjaldið fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Þjóðin hefur ekki efni á því að láta útgerðina nýta þessa eign þjóðarinnar fyrir lágt gjald.Þjóðin þarf að fá eðlilegt afgjald.Það er ekki skattur sem útgerðin þarf að greiða heldur afgjald fyrir afnotin; líkara leigu.Þess vegna er ekki unnt að lækka afgjaldið þó afkoma einstakra útgerða versni.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Katrín féll á prófinu!

 

 

Ég sendi forsætisráðherra,Katrínu Jakobsdóttur,opið bréf og óskaði eftir því,að hún hækkaði strax lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja,sem hefðu lægstan lífeyri,aðeins tekjur frá almannatryggingum.Það þýddi að hækka þurfti lífeyrinn strax um leið og þing kom saman.Ég sagði,að það væri prófsteinn á störf forsætisráðherra. hvort hún tæki þessari áskorun; spurning væri hvort hún stæðist prófið.En því miður.Hún féll á prófinu.Hún gerði ekkert til þess að hækka lífeyrinn.Í staðinn var ákveðið að setja upp leiðtogaumræður.Í stað athafna var ákveðið að tala og tala.Það var helst þörf á því!. Við þurfum ekki fleiri ræður.Við þurfum ekki fleiri yfirlýsingar,eða loforð.Við þurfm framkvæmdir,athafnir. Við þurfum hækkun lífeyris þeirra lægst launuðu strax svo þeir geti lifað af lífeyrinum.Það er brýnt mál en ekki leiðtogaumræður.Þær máttu bíða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 


Alþingi getur hækkað lífeyrinn strax í dag!

 

Alþingi kemur saman í dag eftir langt jólafrí.Þá getur þingið loks afgreitt hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja en þeir sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum eiga ekk nóg til framfærslu.Það hefði átt að hækka lífeyrinn í byrjun desember mánaðar,svo slæmt er ástandið en .það er betra seint en ekki.Unnt er að afgreiða mál þetta á einum degi.Dæmi eru um að slíkt hafi verið gert,þegar mikið liggur við.Þeir,sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja hafa lífeyri sem hér segir: Aldraðir í hjónabandi eða sambúð: 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Einhleypir aldraðir 243 þúsund kr eftir skatt.Lífeyrir öryrkja er svipaður en þó örlítið lægri.Hér er um að ræða þá,sem eingöngu hafa tekjur frá almannnatryggingum,engan lífeyrissjóð.--Ég geri ekki tillögu til alþingis um það hvað hækki eigi lífeyrinn mikið.Treysti þingmönnum til að ráða fram úr því á sanngjarnan hátt.Þeir hafa sýslað það mikið um launamál að þer eiga að geta hækkað lífeyrinn það mikið,að það dugi til framfærslu og sómasamlegs lífs.
Alþingismenn hafa talað það mikið um nauðsyn þess að efla sjálfstæði þingsins og að láta ekki framkvæmdavaldið alfarið stjórna þinginu.Nú er tækifæri til þess.Þingmenn þurfa ekki að bíða eftir tillögum ráðherra.Þeir geta tekið mál þetta í eigin hendur,gert þverpólitískt samkomulag ef vilji ef fyrir hendi.
En því miður sýnist mér sá andi svífa yfir vötnunum að ekkert muni breytast.Í stað .þess að setja á dagskrá frumvarp um hækkun lífeyris þeirra,sem eiga ekki fyrir mat er ætlunin að setja leiðtogaumræður á dagskrá þingsins.Það á m.ö.o. að tala í stað þess að framkvæma. Aldraðir og öryrkjar hafa ekkert gagn af því
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 
 

Stenst Katrín prófið?

 
 
Opna bréfið til Katrínar Jakobsdóttur,forsætisráðherra,sem ég birti í gær fékk góðar undirtektir, bæði á Facebook og í persónulegum símtölum til mín.Í bréfinu skora ég á forsætisráðherra að hækka strax lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð hann dugi ekki til framfærslu.Kaup á lyfjum og læknishjálp verði iðulega útunda og jafnvel kaup á mat.Þetta er mannréttindabrot.Og ríkisstjórn Katrínar getur ekki látið slíkt viðgangast.Lífeyrir aldraðra í hjónabandi eða sambúð er 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það getur hver og einn litið í eigin barm og séð,að þetta dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Húsaleigan ein er í dag 150-200 þúsund,sú lægsta. Og þó einhverjar húsaleigubætur komi upp í það segir það lítið.Það þolir enga bið að leiðrétta þetta óréttlæti.Það verður að gerast strax eftir helgi um leið og þingið kemur saman.Það tekur einn dag að afgreiða frumvarp um leiðréttingu á þessu ranglæti.Ég treysti Katrínu til að leiðrétta þetta mál en þessi áskorun á hana er prófsteinn á hana.Vonandi stenst hún prófiið og leysir málið.Þessu máli má ekki fresta,ekki einu sinni í nokkra daga. Það verður að afgreiða það strax. Það þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband