Ríkið greiði skuld sína við aldraða og öryrkja strax!

Það vakti mikla athygli og undrun,þegar kjararáðið (sáluga) fór að ákvarða stjórnmálamönnum og embættismönnum ofurlaunahækkanir, sem ekki höfðu sést áður.Þó var það tilskilið,að kjararáð ætti í störfum sínu að taka tillit til launaþróunar.Sú röksemd var notuð, þegar laun ráðherra og æðstu embættismanna voru hækkuð upp úr öllu valdi, að segja,að  laun þessara aðila hefðu verið fryst og skert á kreppuárunum eftir bankahrunið.Þá rifjaðist það upp,að lífeyrir aldraðra og öryrkja var frystur á kreppuárunum en þó fengu launamenn umsamdar kauphækkanir.M.ö.o.: Á sama tíma og verkafólk fékk kauphækkanir var lífeyri aldraðra og öryrkja haldið niðri. En ekki nóg með það: Til viðbótar voru kjör aldraðra og öryrkja skert enn meira: Grunnlífeyrir var skertur.Frítekjurmark vegna atvinnutekna var skert og  tekjutryggingin var skert.Það hefði mátt ætla, að þegar betur áraði í þjóðfélagin hefði verið byrjað á því að leiðrétta og bæta kjör aldraðra og öryrkja.En því miður: Þingmenn og  ráðherrar töldu brýnna að „leiðrétta“ eigin kjör.Þess vegna voru laun þingmanna hækkuð í 1,1 milljón kr. á mánuði fyrir skatt auk alls konar  aukagreiðslna og laun ráðherra voru hækkuð í 1,8-2 millj. Kr. á mánuði fyrir skatt  auk mikilla hlunninda af ýmsum toga. 

Grunnlífeyrir afnuminn 

Stjórnmálaforingjar,sem setið hafa við völd frá lokum kreppunnar, segjast  hafa afturkallað einhverja kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá krepputímanum. En það er mjög óverulegt.Sem dæmi má nefna,að grunnlífeyrir, sem skertur var af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðarsdóttur(Samfylkingar og VG),  var leiðréttur af ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vorið 2013, þ.e. skerðingin var tekin til baka. En það stóð ekki lengi,þar eð sömu flokkar,Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. afnámu grunnlífeyrinn alveg um áramótin 2016/2017.Við þá breytingu voru 4500 eldri borgarar strikaðir alveg út úr kerfi almannatrygginga þó þeir hafi greitt til þeirra alla sína starfsævi; sumir frá 16 ára aldri í formi tryggingagjalds en síðan í sköttum.Á hinum Norðurlöndunum er grunnlífeyrir í gildi.Og hér var grunnlífeyrir heilagur til skamms tíma.Það mátti ekki hrófla við honum.En Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa afnumið hann.Skerðing tekjutryggingar rann út af sjálfu sér,þar eð hún var tímabundin.Lögin féllu úr gildi að hinum tilskilda tíma liðnum.

Kjaragliðnun mesta kjaraskerðingin

Mesta kjaraskerðingin,sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum, var vegna kjaragliðnunar. Með kjaragliðnun er átt við það, að lífeyrir  hækkar minna en laun.Aldraðir og öryrkjar verða  fyrir kjaraskerðingu af þeim sökum. Félag eldri borgara í Reykjavík barðist harðlega fyrir því, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt. Kjaranefnd félagsins heimsótti þingið og ræddi við alla þingflokka um að fá þetta leiðrétt.Þáverandi stjórnarandstaða lofaði að gera það. Samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013  eftirfarandi ályktun um málið: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.Flokkurinn komst til valda og fékk fjármálaráðherrann en stóð ekki við loforðið um leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar. Framsóknarflokkurinn samþykkti einnig ályktun um þetta mál á flokksþingi sínu 2013.Þar var þetta samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.En það fór eins hjá Framsókn. Hún stóð ekki við loforðið. Flokkarnir voru saman í stjórn og  urðu sammála um að efna ekki loforðið við eldri borgara og öryrkja!

Lífeyrir á að hækka um a.m.k. 30%

Það þýðir ekki fyrir stjórnmálaforingja að berja sér á brjóst og segja,að þeir hafi gert einhver ósköp fyrir eldri borgara og öryrkja, þegar þeir standa ekki við það sem skiptir mestu máli. Leiðrétting á lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans skiptir mestu máli; þýðir a.m.k 30% hækkun lífeyris. Það munar um það.Á valdatíma Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins frá 2013 hefur síðan  bætst við ný kjaragliðnun,sem einnig á eftir að leiðrétta.

Á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum er svo lágur,að hann dugar ekki til framfærslu geta aldraðir og öryrkjar ekki gefið eftir uppgjör á loforðum um að bæta kjaragliðnun liðins tíma.Þarna hefur myndast skuld við lífeyrisþega, sem þeir verða að fá greidda.Þeir hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.

Björgvin Guðmundsson

Morgunblaðið,26.oktober 2018

 

 

 

 

 

 

 

 


Hvers vegna hefur verið dregið í 22 mánuði að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja?

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríksstjórnina á degi fátæktar fyrir að ræða ekki um fátækt á þeim degi. Hann sagði,að ríkisstjórnin vildi ekki ræða um fátækt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mótmælti þessu hjá Guðmundi. Ég er sammmála Guðmundi.Ríkisstjórnin vill ekki ræða um fátækt í þjóðfélaginu og hún vill ekki ræða um lúsarlaun (lífeyri) aldraðra og öryrkja. Hún sópar öllum þessum vandamálum undir teppið.- Eða hvers vegna hefur það verið dregið í 22 mánuði að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja,þar af í 10 mánuði með stuðningi Katrínar og VG? Loforð var gefið haustið 2016 af Framsókn og íhaldi um að afnema þessa skerðingu. VG lýsti strax yfir stuðningi við afnámið.En af hverju hefur það verið dregið í 22 mánuði.Það er vegna þess,að Framsókn og íhald vildu þvinga öryrkja  til þess að samþykkja starfsgetumat sem gjald fyrir afnám skerðingarinnar.Það var m.ö.o reynt að þvinga öryrkja til hlíðni í málinu. Það er beitt kommúnistiskum aðferðum eins og beitt var í Austur-Evrópu.Það var beitt þvingun,kúgun og andlegu ofbeldi en öryrkjar létu ekki bugast.Vinstri græn hafa tekið upp þvingunaraðferðirnar gegn öryrkjum  frá því þeir komu í ríkisstjórnina.Þeir taka þátt í því með Framsókn og íhaldi að reyna að þvinga öryrkja (og Öbi) til hlíðni.Það þarf sterk bein til þess að standast slíkar starfsaðferðir.Lokafasinn til þess að brjóta Öbi niður er nú hafinn.Ég skora á öryrkja að láta stjórnvöld ekki brjóta sig niður.

Björgvin Guðmundsson

 


LÍFEYRIR VIÐ FÁTÆKTARMÖRK

 
 
Fyrir alþingiskosningarnar 2017 gáfu Vinstri grænir (VG) það kosningaloforð ,að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum ætti að hækka.Nú hefur flokkurinn verið tæpa 11 mánuði við völd ( í stjórnarforustu) en samt hefur lífeyrir ekki verið hækkaður um eina krónu fyrir frumkvæði VG.Auk þess hefur það bætst við,að 8000 undirskriftir með kröfu um hærri lífeyri hafa verið afhentar alþingi. En allt hefur komið fyrir ekki. VG eða ríkisstjórnin hefur ekki hreyft sig í þessu máli.Ef til vill halda einhverjir að meiri tíma þurfi til þess að framkvæma mál sem þetta.En svo er ekki. Ef vilji er fyrir hendi er unnt að samþykkja hækkun lífeyris á alþingi á einum degi.Það sást best á dögunum,þegar lög um laxeldi á Vestfjörðum voru samþykkt á alþingi á einum degi vegna þess að peningaöfl Sjálfstæðisflokkins kröfust þess.Málið rakst á við umhverfissjónarmið VG en umhverfisráðherra VG varð að beygja sig í duftið til þess að peningaöfl Sjálfstæðisflokksins næðu fram vilja sínum.VG vildi ekki setja stjórnarsamstarfið í hættu; ekki mátti fórna hégómanum, þess vegna beygði VG sig fyrir Sjálfstæðisflokknum í málinu.En Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að beygja sig fyrir sjónarmiðum VG í málefnum aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.Eða hafa þessi sjónarmið VG gufað upp. -Það þarf að afgreiða strax,á einum degi ef þarf,hækkun lægsta lífeyris til þess að sá lífeyrir dugi vel fyrir öllum framfærslukostnaði og enginn þurfi að líða skort.
 
Björgvin Guðmundsson

Lífeyri haldið niðri 2015, lífeyri haldið niðri nú!

 

Árið 2015 urðu miklar launahækkanir á almennum vinnumarkaði.Laun hækkuðu strax 2015 um 14,5,5% (lágmarkslaun) til 40%.En lífeyrir hækkaði aðeins um 3% á því ári.Það var brot á lögum,þar eð samkvæmt þeim á hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun.Eftir því var ekki farið 2015.Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru þá í stjórn.-Nú er verið að leika sama leikinn aftur gegn öldruðum og öryrkjum.Laun eru búin að hækka upp úr öllu valdi hjá þingmönnum,ráðherrum,embættismönnum,forstjórum o.fl og rætt er um 14% hækkun lágmarkslauna nú strax en yfir 40 % hækkun lægstu launa á 3 árum. Á sama tíma er sett í fjárlagafrumvarpið 3,4% hækkun lífeyris um næstu áramót,sem þýðir 1200 kr raunhækkun á mánuði eftir skatt miðað við 2,7% verðbólgu (nú spáð enn meiri verðbólgu).Framsókn og Sjálfstæðisflokkur eru enn í stjórn en hafa nú fengið VG (vinstri græna) til liðs við sig.Það hefði mátt ætla,að þá yrði hagsmuna aldraðra og öryrkja betur gætt en það er nú öðru nær.VG hefur haft forsætisráðherrann í 10 1/2 mánuð en samt hefur lífeyrir á þeim tíma ekki verið hækkaður um eina krónu að frumkvæði VG.Það er nákvæmlega sama afstaða til aldraðra og öryrkja eins og þegar Framsókn og íhald voru ein í stjórn: Að halda lífeyri niðri,að níðast á öldruðum og öryrkjum!Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafa ekki nóg til hnífs og skeiðar!

 Björgvin Guðmundsson
 
 

3 DAGAR EFTIR

 
VEITIÐ AÐSTOÐ Í DAG.NOTIÐ HELGINA VEL!
 
Nú eru aðeins 3 dagar eftir af undirskriftasöfnuninni.Henni lýkur á máudagskvöld á miðnætti.Veitið foreldrum,ættingum og öðrum eldri borgurum og eldri öryrkjum aðstoð um helgina við að skrifa undir.Margir eldri borgarar eru með íslykil og rafræn skilríki án þess að vita af því.Hjá sumum er þetta þannig,að endurskoðandi eða einhver ættingi,sem sér um fjármálin er með rafræn skilríki til þess að komast inn í skattskýrslu viðkomandi eldri borgara eða öryrkja.Sumir eru með slík skilríki til þess að komast inn í þjóðskrá.Ef viðkomandi eldri borgari eða öryrki er með íslykil eða rafræn skilríki getur hann skrifað undið á hvaða tölvu sem er hjá öðrum eða í snjallsíma.Athugið þetta strax.Mörgum finnst þetta ótrúlega lítið mál þegar farið er rétt í það.Ef einhver veit ekki hvort hann er með íslykil eða rafræn skilríki má senda þjóðskrá fyrirtspurn um, það á mánudag og þjóðskrá svarar þá.Þetta er ekki eins flókið og margir halda.Þeir,sem hafa heimabanka geta fengið sendan íslykii á 10 mínútum.Munið að veita aðstoð.
Slóð til .þess að komast inn og skrifa undir er þessi:listar.island.is/Stydjum/23, Ef sækja á um íslykil er slóðin þessi: island.is/islykill.
ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM.Markmiðið er: Aldraðir eigi áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.- Munum ,að allir eldri borgarar og öryrkjar eiga rétt á góðu lífi.Þess vegna eigum við að styðja bætt kjör þeirra þó okkar kjör séu góð.
 
Björgvin Guðmundsson

 


Vika eftir af undirskriftasöfnun fyrir aldraða og öryrkja

 

Undirrskriftasöfnunin fyrir aldraða og öryrkja verður aðeins í eina viku enn.Þess vegna verða allir,sem eru eftir að skrifa undir að gera það strax í dag.Það er Erla Magna Alexandersdóttir,eldri borgari,sem átti hugmyndina að þessari undirskriftasöfnun og kom henni í framkvæmd svo til ein síns liðs.Ég hef veitt henni örlitla aðstoð.Því miður hefur undirskriftasöfnunin ekki fengið nægilega kynningu í fjölmiðlum.Send var fréttatilkynningar til Fréttablaðsins,Morgunblaðsins og RUV.En enginn þessara fjölmiðla birti fréttatilkynninguna.Það er mjög undarlegt.Einhvern tímann hefði það þótt frétt ,að einn eldri borgari efndi til undirskriftasöfnunar fyrir aldraða og öryrkja án nokkurs stuðnings samtaka eða fjársterks fyrirtækis.Mér finnst þetta mjög merkilegt framtak; var í 20 ár blaðamaður og útvarpsmaður og fullyrði,að á þeim tíma,sem ég starfaði á fjölmiðlum, hefði þetta þótt góð frétt.En annað hvort er eitthvað breytt fréttamat í dag eða aðrar óeðlilegar ástæður valda því,að þessari frétt var stungið undir stól. Ég gat vakið athygli á þessari undirskriftasöfnun í blaðagreinum,sem ég skrifaði í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Sennilega á maður að vera þakklátuyrir að þessar greinar birtust.En nú þarf að bretta upp ermarnar og nota vel síðustu daga undirskriftasöfnunarinnar.Tilgangur hennar er að knýja fram hærri lífeyri til þess að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Slóðin,sem fara á inn á til þess að skrifa er þessi:listar.island.is/Stydjum/23. Ef sækja þarf um íslykil er slóðin þessi: island.is/islykill
 
 

Björgvin Guðmundsson


Enginn annar hópur þarf að líða annað eins og öryrkjar,sagði Helga Vala á þingi

Við umræður um frv Halldóru Mogensen (P)um afnám krónu móti krónu skerðingar öryrkja tók Helga Vala Helgadóttir,þingmaður Samfylkingarinnar til máls. Hún sgði m.a.: Á Íslandi ríkir dæmalaust góðæri. Við erum ríkt samfélag. Við erum í óskastöðu til að gera vel við almenning allan af því að við erum ríkt samfélag, íslenska þjóðin er rík.En á sama tíma og ástandið er nánast fordæmalaust velja stjórnvöld að beita öryrkja slíkum reglum að enginn annar hópur í samfélaginu þarf að líða annað eins. Þetta óréttlæti hefur verið kallað króna á móti krónu skerðing og felst í því að hver einasta króna sem örorkulífeyrisþegi aflar sér, er skert á móti af sérstakri framfærsluuppbót. Þannig höfum við búið til slíkt kerfi, að á sama tíma og við verjum talsverðum fjármunum hins opinbera í að auka virkni þeirra öryrkja sem eiga þess kost að afla sér fjár, verjum fjármunum til námskeiðahalda, til virknieflingar, starfsendurhæfingar, til að búa til hlutastörf eða annað, þá verður ekki nokkur einasti fjárhagslegur ávinningur af því fyrir þann sem annars þarf að draga fram lífið á örorkulífeyri.

Nú skal minnt á það, að einstaklingur getur orðið öryrki af ýmsum ástæðum, t.d. vegna fötlunar, slyss, sjúkdóms. Því getur starfsgeta þeirra verið mjög fjölbreytileg þó að í öllum tilvikum sé hún skert á einhvern hátt, eða í flestum tilvikum a.m.k. Þá er þessi hópur einnig á öllum aldri, sumir eru ungir, aðrir eldri, sumir einstæðingar, aðrir fjölskyldufólk. Örorkulífeyrir er eins og allir vita skammarlega lág fjárhæð og því ætti það að vera sérstakur ávinningur fyrir hvern þann sem á þess einhvern kost að starfa að hluta til, þrátt fyrir örorku sína. Það ætti að vera sérstakur ávinningur, enda hafa stjórnvöld eins og áður sagði beinlínis farið í átak til eflingar þeim sem hafa skerta starfsgetu en geta þó gert eitthvað, sérstakt átak í samvinnu við Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp, fóru í samstarfsverkefni til að skapa störf fyrir þennan hóp, til að virkja hæfileika þeirra, auka virkni, samfélagslega virkni, og auka þannig getu og lífsgleði, því að allir vita hvað einangrun getur verið mikil skerðing á lífsgæðum.

Stjórnvöld virðast, a.m.k. hvað þetta varðar, vita hversu mikilvæg virknin er þegar kemur að lífsgæðum einstaklinga. En þrátt fyrir það beinlínis letja íslensk stjórnvöld þann tiltekna hóp til virkni með reglum sínum um krónu á móti krónu skerðingu.

Og hvaða skilaboð fá öryrkjar með því? Ekki vinna. Ekki afla aukapeninga til að eiga möguleika á betra lífi. Ekki vera virkari samfélagsþegn sem getur mögulega aukið lífsánægju þína, því að við höfum ákveðið að hverja einustu krónu sem þú aflar þér inn með því móti ætlum við að taka til baka.

Þegar aðrir landsmenn eiga möguleika á auknu ráðstöfunarfé með meiri vinnu og hærri launum er í tilviki öryrkjans lagður á 100% skattur. Hver einasta króna skal tekin af þeim eina hópi og jafnvel þeir stjórnmálamenn sem hæst hrópa um skattpíningu og hversu slæm skattheimta almennt sé segja ekki orð. Þeir eru fjarverandi við umræðuna.

En þetta er ekki nóg því að skerðingin kemur líka til vegna vaxta og verðbóta á innstæðum á bankareikningum eða fjármagnstekjum. Þetta á líka við um aðrar tekjur, til að mynda mæðra- og feðralaun, dánarbætur og úttekt séreignarsparnaðar. Það er í rauninni passað upp á að sá ákveðni hópur landsmanna geti ekki aukið ráðstöfunartekjur sínar.

Þeirri skammarlegu framkomu verður að linna. Við á þingi getum gert það með því að greiða leið málsins sem mælt var fyrir í dag. Við getum gert það með því að greiða leið þessa þarfa frumvarps. Við vitum öll að á endanum græðum við öll, ekki aðeins þeir sem þurfa ekki að þola óréttlátar skerðingar heldur samfélagið í heild sinni.

Björgvin Guðmundsson

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband