Aðild VG að stjórninni: DÝRKEYPTUR HÉGÓMI!

 

 

Hvers vegna er "róttæki sósialistaflokkurinn" í þessari ríkisstjórn með íhaldi og framsókn? Ekki er það til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa ekki verið bætt um eina krónu á fyrsta ári stjórnarinnar! Ekki er það til þess að bæta kjör láglaunafólks. Stefnan er sú að halda launum láglaunafólks niðri á þeim forsendum að ekki sé svigrúm til launahækkana. Og ekki hefur verið gert neitt til þess að útrýma fátækt barna. Það er sama hvar borið er niður.Ekkert er gert í málum þeirra,sem minnst mega sína.Það virðist vera að það eina sem skipti máli sé hégóminn,þ.e. eftirsókn í "gæði" sem fylgja ráðherrastólunum,þ.e. fallegir ráðherrabílar,mikil hlunnindi og ferðir til útlanda um loftin blá. Þetta er allt hégómi. En það er dýrkeyptur hégómi, þar eð á meðan hann er í fyrirrúmi þá er ekki unnt að vinna að hagmunum þeirra,sem, minna mega sín í þjóðfélaginu. Áður en núverandi stjórn var mynduð var möguleiki að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum, vegna aðildar flokksins að spillingarmálum.En þá kom formaður róttæka sósialistaflokksins eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn og formann hans áfram til valda.Þess vegna er staðan eins og hún er.Þetta er dýrkeyptur hégómi.

Björgvin Guðmundsson


"Réttlætinu verður ekki frestað"

Ríkisstjórn undir forustu VG er eins árs um þessar mundir.Auk VG eru í stjórninni Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.Ríkisstjórnin var mynduð í lok nóvember 2017.Margir verkalýðssinnar,aldraðir og öryrkjar bundu miklar vonir við forustu VG fyrir ríkisstjórninni, þar eð VG gaf kosningaloforð fyrir kosningar 2017 um að bæta ætti kjör aldraðra með hækkun ellilífeyris. Og VG er afsprengi Alþýðubandalagsins, sem var verkalýðsflokkur. En þessir aðilar  hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum.VG eða rikisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyri um eina krónu að eigin frumkvæði.Sú litla hækkun,sem varð á lífeyri um síðustu áramót var ákveðin af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks 2016.Verkalýðshreyfingin samdi 2015  um hækkun lægstu launa í  300 þúsund á 3 árum og Landssamband eldri borgara fór fram á hliðstæða hækkun lífeyris 2016. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks varð við því eða taldi sig verða við því 2016.Lífeyrir átti að hækka í 300 þusund 2017.En   að eigin frumkvæði hefur VG ekkert gert til þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja ennþá.

 

Lífeyrir aldraðra og öryrkja mjög lágur

 

 Lífeyrir aldraðra og 0ryrkja frá almannatryggingum er í dag 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt  hjá giftum og sambúðarfólki (eingöngu lífeyrir frá TR) og 243 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá einhleypym (eing.lífeyrir frá TR).

Fyrir skatt er lífeyrir sem hér segir: Sambúðarfólk og giftir: 239 þúsund  á mánuði,einhleypir 300 þús.á mánuði.Einhleypir aldraðir eru um 25% svo loforðið um 300 þúsund á mánuði nær  aðeins til lítils hluta eldri borgara Og sama er að segja um öryrkja.Aðeins 29% þeirra fær 300 þúsund á mánuði; hinir fá 239 þúsund á mánuði.

 

Ráðgerð hækkun lífeyris minni en verðbólgan!

 

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 3,4% hækkun lífeyris 2019.Bankarnir spá 3,5% verðbólgu næsta ár svo ekki er verið að lofa neinni raunhækkun.3,4% dugar ekki   einu sinni fyrir verðbólgunni.

 

Hvað þarf lífeyrir að vera  mikill til þess að dugi til mannsæmandi lífs; eldri borgarar geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum?Ég mun nú svara því. Að mínu mati þarf lífeyrir þeirra,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum að vera 420 þúsund kr fyrir skatt á mánuði, 311 þúsund  kr.eftir skatt.Ég tel þetta algert lágmark til þess að hafa fyrir framfærslukostnaði og til þess að eldri borgarar geti gefið barnabörnum og barnabarnabörnum smágjafir.Það er ekki forsvararlegt að skammta eldri borgurum minna en þetta,  Ísland hefur efni á þessu.-Afgreiðsla meirihluta fjárlaganefndar á fjárlagafrumvarpi gefur ekki góðar vonir.Meirihlutinn leggur til,að framlög til öryrkja verði skorin niður um 1,1 milljarð.Vonir stóðu til,að framlög til öryrkja yrðu aukin,m.a. til þess að afnema krónu móti krónu skerðinguna.-Þær vonir brugðust.Ríkisstjórnin stendur á bak við afgreiðslu meirihlutans.

 

Margir skrifuðu undir kröfu um bætt kjör!

 

Nýlega var efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings kröfu eldri borgara og öryrkja um bætt kjör.Einn eldri borgari,kona yfir áttrætt,stóð fyrir undirskriftasöfnuninni.Á 6 vikum skrifuðu tæp 8000 undir.Það var stærsta undirskriftasöfnun á vegum þjóðskrár. Upphafsmaður og ábyrgarmaður undirskriftasöfnunarinnar var Erla Magna Alexandersdóttir.Hún gerði þetta nokkurn veginn ein síns liðs; hafði ekkert félag eða fyrirtæki á bak við sig,ekkert fjármagn en samt skrifuðu svona margir undir.Það sýnir,að eldri borgarar,öryrkjar og stuðningsmenn  þeirra vilja knýja fram kjarabætur enda kjörin hjá þeim lægst launuðu óásættanleg.

 

"Réttlætinu verður ekki frestað"

 

 Væntanlega tekur Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra sig á í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Hún hefur ekki gert það enn.En það hlýtur að vera orðið ljóst ráðherrum og þingmönnum,að  204-243 þúsund kr eftir skatt á mánuði dugar ekki til framfærslu, þegar ekki er um aðrar tekjur að ræða.Katrín verður að hafa forustu fyrir því í ríkisstjórninni,að þessi smánarkjör verði leiðrétt.Það þolir enga bið.Réttlætinu verður ekki frestað. 

Björgvin Guðmundsson

 

Mbl. 24nóv 2018

 

 

 

Reynt að kúga öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat!

Ríkisstjórn KJ reynir nú stöðugt að kúga öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumts..Öryrkjum er sagt,að krónu móti krónu skerðing hjá þeim verði ekki afnumin fyrr en öryrkjar samþykki starfsgetumat.Haustið 2016 var öryrkjum lofað afnámi krónu mótu krónu skerðingar eins og öldruðum.Staðið var við þetta gagnvart öldruðum en svikið á síðustu stundu gagnvart 0ryrkjum,.þar eð þeir voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat.En sagt var við öryrkja ,að afnán krónu móti krónu skerðingar yrði framkvæmt mjög fljótlega. Það var svikið og þau svik hafa staðið í tæpa 23 mánuði og þar á meðal i tæoa 12 mánuði á ábyrgð stjórnar KJ.Þessi þvingunar- og kúgunarvinnubrögð gagnvart öryrkjum eru fáheyrð og helst í ætt við vinnubrögð sem tíðkuðust í Austur-Evrópu kommunismans.-Undanfarið hefur ríkisstjórnin verið að tala um að gera eigi einhverja kerfisbreytingu í þágu öryrkja.En það er blekking.Það á ekki að gera neina kerfisbreytingu.Afnám krónu móti krónu skerðingar gagnvart öryrkjum er jafn einföld aðgerð gagnvart 0ryrkjum eins og hún var gagnvart öldruðum.I stuttu máli snýst þetta einfaldlega um það að hætta að skerða framfærsluuppbót vegna viðbótartekna.Í tilviki aldraðra gerðist þetta þannig,að framfærsluuppbótin var felld inn í lífeyrinn ( tekjutrygginguna) og skerðingin felld niður. Þetta var ekki kallað kerfisbreytng hjá öldruðum og er það ekki fremur hjá öryrkjum enda verður breytingin framkvæmd nákvæmlega eins hjá þeim.En hvers vegna er ríkisstjórnin þá alltad að tönnlast á einhverri kerfisbreytingu.Ég hef grun um að það sé vegna þess að ríkisstjórnin þori ekki að minnst á starfsgetumt,a.m.k ekki á meðan kúgunin gagnvart öryrkjum hefur ekki skilað árangri! Þetta er m.ö.o: Blekking og kúgun af hálfu ríkisstjórnarinnar. Og hvað hafa þessi vinnubrögð skaðað öryrkja mikið á þeim tæpu 23 mánuðum sem liðnir eru frá því þeim var lofað afnámi krónu móti krónu skerðingar.Ég sá nefnda tölu yfir 2o milljarða.Ætlar rikisstjórnin að greiða öryrkjum þá upobæð.Krafan er einföld: Afnema á krónu móti krónu skerðingu gagnvart öyrkjum strax í þessari viku og án skilyrða. Engar blekkingar.Enga kúgun!

Björgvin Guðmundsson


Ársafmæli aðgerðarleysis VG stjórnar

!
Nú líður að því að ríkisstjórn VG (Vinstri grænna) með íhaldi og Framsókn verði eins árs en það er þá ársafmæli aðgerðarleysis í málefnum þeirra,sem minna mega sín. VG telur sig vinstri flokk en það þýðir að bera hag verkafólks og þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti.VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu,sem var sósialistaflokkur og taldi sig verkalýðsflokk.Í dag er VG eingöngu flokkur menntamanna,sem hefur áhuga á umhverfismálum.
Fyrir alþingiskosningarnar fyrir rúmu ári lagði VG fram kosningaloforð um að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja.Þetta loforð hefur verið svikið.VG hefur ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu að eigin frumkvæði. Logi Einrsson formaður Samfylkingarinnar spurði formann VG um það snemma á kjörtímabilinu hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthva fyrr þá sem minnst mættu sín. Formaðurinn svaraði því,að vorið 2018 mundu málin skýrast og gaf til kynna að eitthvð yrðu þá gert. En vorið kom og ekkert var gert og hefur ekki verið gert enn. Það eina,sem ríkisstjórn VG hefur gert er að berja niður kauphækkunarkröfur verkalýðshreyfingariinnar með aðstoð Seðlabankans og hagfræðingsins Gylfa Zoega,sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans.
VG hefur hundsað kröfur lægst launuðu aldraðra og 0ryrkja um kjarabætur.VG hundsar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um kjarabætur, VG hefur hundsað kröfur Öryrkjabandalagsins um afnám krónu móti krónu skerðingar 0ryrkja,sem staðið hefur í 22 1/2 mánuð og VG hefur ekkert gert til þess að útrýma fátækt barna á Íslandi,sem er blettur á íslensku samfélagi.
Það er sama hvar borið er niður.VG hefur algerlega brugðist láglaunafólki og lægst launuðu öldruðum og öryrkjum.Eina málið,sem VG hefur sýnt áhuga á eru umhverfismálin.Það er gott svo langt sem það nær. En í þeim málaflokki standa Íslendingar mjög illa. Upplýst var fyrir nokkrum dögum,að Ísland mengaði meira en nokkur önnur Evrópuþjóð. Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann en gerði síðan ekkert í því að framkvæma hann!
Kjaradeilan harðnar nú dag frá degi.Ekki er í augsýn nein friðsamleg lausn.Atvinnurekendur telja kaupkröfur verkafólks alltof háar.Þær eru svipaðar og kröfur þær,sem verkalýðshreyfingin setti fram 2015; fyrsti áfangi 2015 var meira að segja hærri þá en nú á að vera eða 14,5% í mai 2015 en nú á kaupgjald að hækka um 14% í fyrsta áfanga,þ,e. um næstu áramót og síðan á að framkvæma kröfuna um 425 þús kr. laun á 3 árum.Þegar yfirstéttin fékk sin ofurlaun var ekki verið að dreifa hækkuninni á mörg ár,nei þá voru launin hækkuð í einum áfanga upp úr öllu valdi ( en margir í yfirstéttinni fengu hins vegar afturvirkar launahækkanir upp í 18 mánuði og upp í 48% hækkun) Laun þingmanna voru hækkuð um rúm, 70% og laun ráðherra um 64%. Þetta var kolólöglegt,þar eð kjararáð átti að taka tillit til launaþróunar.Það gerði það ekki. Alþingi hafði hins vegar ekkii manndóm í sér til þess að afturkalla þessar ofurlaunahækkanir.-Það er kaldhæðni,að Seðlabankinn hefur nú með vaxtahækkun stórlega spillt fyrir því,að unnt verði að gera átak í húsnæðismálum,þar hækkun vaxta mun gera húsnæði dýrara og hækka lánin en átak í húsnæðismálum hefði hugsanega geta komið að hluta til í stað launahækkunar.Seðlabankanum var svo brátt í brók að reyna að hræða verkalýðshreyfinguna frá átökum á vinnumarkaði og miklum launahækkunum,að bankinn gleymdi því,að átak i húsnæðismálum er ein helsta krafa verkalýðshreyfingarinnar.
Vaxtahækkun Seðlabankans hefur mælst mjög illa fyrir hjá verkalýðshreyfingunni og raunar einnig hjá atvinnurekendum.Þessi vaxtahækkun getur því hæglega haft öfug áhrif.
 
Björgvin Guðmundsson

Hækka þarf verulega lágmarkslaun verkafólks og lífeyri aldraðra og öryrkja

Þingi Alþýðusambands Íslands er tiltölulega nýlokið. ASÍ kaus sér nýja forustu. Gylfi Arnbjörnsson lét af störfum sem forseti eftir tíu ára starf í því embætti en áður hafði hann verið starfsmaður sambandsins. Gylfi var öflugur forseti og lét mikið að sér kveða, en síðustu árin hlaut hann talsverða gagnýni fyrir að vera ekki nógu róttækur í baráttu fyrir hærra kaupgjaldi launafólks. Nýir verkalýðsleiðtogar stóðu einkum fyrir þessari gagnýni og áttu stóran þátt í að Gylfi dró sig í hlé og gaf ekki kost á sér til forsetaembættis á ný á síðasta þingi. Í stað Gylfa var Drífa Snædal kosin forseti ASÍ. Þau áttu það sameiginlegt, Gylfi og Drífa, að bæði höfðu þau verið starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar áður en þau voru kosin til æðstu metorða í hreyfingunni.

Verður stefna Drífu róttækari?

Það verður fylgst vel með því hvort nýr forseti ASÍ breytir stefnu ASÍ í kjaramálum, þ.e. hvort hún tekur upp róttækari stefnu í þeim málum en Gylfi hafði. Nokkru áður en þing ASÍ var haldið hafði náðst samkomulag í Starfsgreinasambandinu um launakröfur verkalýðsfélaganna í kjaradeilu þeirri sem fram undan er. Sú kröfugerð er mjög hliðstæð þeirri kröfugerð sem lögð var fram 2015. Krafan nú er hækkun í  425 þús. kr. á mánuði á þremur árum. Brúttólaun eru í dag 300 þús. kr. á mánuði. Fyrsta hækkun taki gildi um næstu áramót, eða um 42 þús. kr. Það er 14% hækkun. (Til samanburðar má geta þess að fyrsta hækkun í maí 2015 var 14,5%.) Laun hækki síðan ári síðar um 14% á ný og tveimur árum síðar um önnur 14% en þá verði þau komin í 425 þús. kr. á mánuði (fyrir skatt). Margir fulltrúar atvinnurekenda og hægrimanna telja þessar kröfur alltof háar og segja að atvinnulífið standi ekki undir þeim. En það sama var sagt 2015. Þá var sagt að óðaverðbólga mundi hljótast af svo mikilli hækkun og atvinnulífið ekki rísa undir henni. En engin verðbólga hlaust af hækkuninni og atvinnulífið hefur dafnað vel síðan.

Nú er eftir að sjá hvernig semst á milli verkafólks og atvinnurekenda. Ríkisstjórnin hefur tekið sér stöðu með atvinnurekendum. Forsætisráðherra fékk Gylfa Zoëga hagfræðing til þess að meta hvað svigrúm atvinnulífsins fyrir launahækkanir væri mikið. Hann sagði 4%. Í fjárlagafrumvarpinu er þó aðeins gert ráð fyrir 3,4% hækkun. Ljóst er að forsætisráðherra berst gegn launahækkunum umfram mat Gylfa Zoëga og margt bendir til þess að fjármálaráðherra vilji halda launahækkunum enn meira niðri (sbr. fjárlagafrv.) Það verður því á brattann að sækja hjá Starfsgreinasambandinu og verkalýðsfélögunum.Þau fara með saningsumboðið. Þau eiga ekki aðeins í höggi við atvinnurekendur heldur einnig ríkisstjórnina. Það fer ekki á milli mála að ríkisstjórnin vill heldur veita verkafólki félagsmálapakka. Verkalýðshreyfingin vill fá skattaívilnanir, t.d. skattfrelsi lægstu launa (300 þús. á mánuði) og ráðstafanir í húsnæðismálum sem hald er í. Vandinn er aðeins sá hvernig tryggja á að pappírar frá ríkisstjórninni um ráðstafanir í þessum málum og fleirum haldi. Síðan þarf auk þess að lyfta lágmarkslaunum svo unnt sé að framfleyta sér á þeim. Það er ekki unnt í dag. Lágmarkslaun eftir skatt eru í dag 235 þús. kr. á mánuði. Þetta er ótrúleg tala. Engin leið er að lifa af þessari hungurlús. Ég heyrði að Drífa Snædal, nýr forseti ASÍ, sagði í umræðum nokkru fyrir þing ASÍ að engin leið væri að lifa af 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt; það væri ef til vill mögulegt að lifa af 425 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Ég er sammála því. Það er lágmark. Margir eldri borgarar telja að laun láglaunafólks séu eldri borgurum óviðkomandi. En það er ekki rétt. Hagsmunir eldri borgara og lægst launuðu launþeganna eru samofnir. Nokkrir stjórnmálaflokkar vilja að hækkanir á lífeyri aldraðra og öryrkja séu tengdar launahækkunum láglaunafólks. Þegar laun hækki eigi lífeyrir að hækka en ekki meira en launin. Samkvæmt þessu er ljóst að það skiptir miklu máli fyrir eldri borgara hvernig launamálin leysast á almennum markaði. Ef launin hækka verulega má búast við að lægsti lífeyrir hækki verulega. Ef launahækkanir verða mjög litlar, kjarabætur fremur veittar í formi félagslegra ráðstafana, mun lífeyrir einnig hækka mjög lítið. Um stefnuna í þessu efni er nú tekist milli aðila vinnumarkaðarins og í viðræðum þeirra við ríkisvaldið. Raunhæfar ráðstafanir í skatta- og   húsnæðismálum geta gagnast þessum aðilum. Lágmargslaun þurfa að hækka það mikið, að þeir lægst launuðu geti lifað mannsæmandi lífi.Það er ekki unnt í dag.Lífeyrir þarf að vera það hár,að eldri borgarar geti lifað með reisn síðustu æviárin og geti veitt sér eitthvað.Öryrkjar  þurfi ekki að kviða morgundeginum.

 

Björgvin Guðmundsson 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband