VG samþykkir fjármálaáætlun,sem var hægri sinnuð íhaldsáætlun í fyrra!

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,opinber fjármálastefna fyrir næstu 5 ár, var samþykkt á alþingi fyrir skömmu.Fjármálaráð,sem á að vera faglegt og hlutlaust gerði 80 athugasemdir við áætlunina en enginn þeirra var tekin til greina. Umsagnaraðilar gerðu miklar athugasemdir við áætlunina en þær voru allar hundsaðar.Meðal annars gerði ASÍ alvarlegar athugasemdir en þeim var ekki sinnt.Meðal athugasemda umsagnaraðila voru þessar: Óraunsæ,ábyrgðarlaus,óvarfærin,ómarkviss,óljós,aðhaldslítil,varasöm og ótrúverðug.

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar var framsögumaður 1.minnihluta fjárlaganefndar,sem fjallaði um áætlunina.Voru miklar athugasemdir gerðar í álitinu en þeim var engum sinnt.Ágúst Ólafur vakti athygli á því í framsögu fyrir áliti 1.minnihluta fjárlaganefndar,að fjármálaáætlunin væri keimlík fjármálaáætlun þeirri, sem fyrri ríkisstjórn hefði afgreitt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra,sem þá var í stjórnarandstöðu, hefði þá gagnrýnt fjármálaáætlunina harðlega en það væri nánast um sömu áætlun að ræða. Katrín kallaði áætlunina þá hægri sinnaða með íhaldssvip og fann henni allt til foráttu.Nú hefði Katrín svarsnúist og samþykkt þá áætlun sem var óalandi og óferjandi áður.Ágúst Ólafur sagði,að Katrín hefði selt sig ódýrt fyrir 3 ráðherrastóla. Katrín hefði varpað öllum stefnumálum sínum og VG fyrir róða til þess að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Guðmundsson

 


Á að nota afnám krónu móti krónu skerðingar sem skiptimynt gegn samþykkt starfsgetumats?

 Forsvarsmenn ÖBÍ hafa átt fundi með félags- og jafnréttismálaráðherra og borið fram  við hann ,að krónu moti krónu skerðing öryrkjja í kerfi TR verði afnumið.  Hann hefur lýst því yfir að ekki sé hægt að afnema „króna á móti krónu“ skerðingu fyrr en breytingar verði gerðar á almannatryggingakerfinu og nýtt starfsgetumat líti dagsins ljós. Þessu er ÖBÍ ósammála. Það hvernig fólk er metið til örorku og hvernig greiðslu lífeyris vegna örorku er háttað sé sitt hvor hluturinn.Ég er sammála því.Ég trúi því tæpast,að VG leggi blessun sína yfir það,að Öryrkjabandalagið sé kúgað " til hlíðni" í þessu máli.En það er engu líkara en svo sé.

Björgvin Guðmundsson


Fjölmargir eldri borgara ná ekki endum saman!

 

Hver er staða eldri borgara,eftirlaunamanna,í dag? Hún er slæm.Það er ekki aðeins, að þeir lægst launuðu geti ekki framfleytt sér, heldur eru mörg dæmi um  það, að þeir sem eiga þokkalegan lífeyrissjóð og hafa unnið fulla vinnu alla ævi, eigi samt erfitt með að ná endum saman, þegar þeir eru komnir á eftirlaun.

Staðan er verst hjá þeim eldri borgurum (og öryrkjum) ,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum (eða sáralítið annað).Þessi hópur hefur ekki lífeyrissjóð eða aðeins örlítinn lífeyri frá lifeyrissjóði.Hér er um að ræða eldri borgara, sem vegna veikinda hafa ekki geta verið á vinnumarkaði,húsmæður,sem hafa verið heimavinnandi,einyrkja,sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð og fleiri.Það er með ólíkindum, að stjórnvöld skuli ekki hafa leyst vanda þessa hóps fyrir löngu, þar eð hann er ekki mjög stór. En erfiðleikar hópsins eru mjög miklir; til dæmis eiga flestir í þessum hóp ekki húsnæði og þurfa því að leigja sér húsnæði á þeirri  gífurlega háu  húsaleigu, sem viðgengst í dag.Ég skrifaði forsætisráðherra opið bréf í byrjun árs, þar sem ég fór fram á, að vandi hópsins yrði leystur með hækkun lífeyris. Engin viðbrögð bárust frá forsætisráðherra! Hann svaraði ekki! 

Ná ekki endum saman vegna skerðinga 

  Skerðing lífeyris eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna  úr lífeyrissjóði er mjög mikil og veldur mikilli gremju meðal  eldri borgara, sem komnir eru á eftirlaunaaldur og farnir að fá greiðslur úr lífeyrissjóði.Mjög algengt er, að launþegar kynni sér ekki stöðu sina í lífeyrissjóðnum áður en þeir komast á eftirlaunaaldur.Það kemur mörgum á óvart hvað þeir fá lítinn lífeyri samanlagt úr lífeyrissjóði og almannatryggingum. Einhleypur eftirlaunamaður,sem hefur 200 þúsund kr úr lífeyrissjóði á mánuði fær rúmar 300 þúsund kr í lífeyri úr kerfinu eftir að dregið hefur verið af upphæðunum í skatta og skerðingar almannatrygginga.Þetta dugar ekki til framfærslu miðað við þann háa húsnæðiskostnað, sem þarf að greiða í dag.Þetta sleppur, ef viðkomandi á skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, ef hann greiðir lága húsaleigu eða ef hann á einhvern varasjóð, sem hann getur gengið í.Algengt er,að eldri borgarar selji húseignir til þess að komast af eða skipti í ódýrari eignir í sama skyni.Mjög margir eldri borgarar eru óánægðir yfir því, að þeir skuli ekki geta notið efri áranna áhggjulaust; þeir telja,að þeir eigi að geta notað eignir sínar til þess að njóta lífsins síðustu æviárin í stað þess að þurfa í raun að halda “brauðstritinu“ áfram þó á annan hátt sé en áður.Það liggur fyrir, að stór hópur eftiraunamanna nær ekki endum saman vegna skerðingarstefnu íslenska ríkisins gegn lífeyrissjóðunum.Það verður því að stöðva þessa skerðingu strax. Eldri borgarar þurfa að nota allan sinn lífeyri til  þess að geta notið efri áranna.Eldri borgarar eiga þennan lífeyri og greiddu í lífeyrissjóð í trausti þess ,að lífeyrissjóður yrði hrein viðbót við almannatryggingar. Alþýðusamband  Íslands gaf yfirlýsingu 1969,sem staðfesti þetta.

Eftirlaun 25 milljörðum lægri hér en í OECD 

Dr. Haukur Arnþórsson hefur upplýst, að íslenska ríkið  greiði miklu minna til eftirlauna á Íslandi en nemur meðaltali slíkra greiðlna í rikjum OECD.Þar munar 25 milljörðum kr.Það er dágóð upphæð,sem gott væri fyrir íslenska eftirlaunamenn að fá greidda.Eldri borgarar á Íslandi hafa ekki efni á að lána íslenska ríkinu þetta lengur.Þeir vilja fá upphæðina  greidda strax.

Ég tel,að lög hafi verið brotin á öldruðum og öryrkjum undanfarin ár með því að hækka ekki lífeyrinn í samræmi við launaþróun og/ eða  hækkun vísitölu.Það hefur gerst hvað eftir annað, að laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Gróft dæmi, sem leiðir þetta í ljós er frá 2015.Þegar lágmarkslaun hækkuðu í  mai það ár um 14,5% og nær allar stéttir hækkuðu mjög mikið i launum allt upp í 40 %,  hækkaði  lífeyrir aðeins um 3% ! Þarna var níðst á öldruðum og öryrkjum í launamálum og sama framkoma gagnvart þessum aðilum hefur haldið áfram 2016 og 2017.Þeir hafa aðeins fengið smánarlegar hækkanir á sama tíma og yfirstéttin hefur tekið sér óhóflega miklar hækkanir ; þingmenn 45% hækkun (upp í  1,1 milljón á mánuði,350 þús kr. hækkun) ráðherrar 30-40 % hækkun (upp í 1,8 milljón,forsætisráðherra upp í rúmar 2 millj)  og  háttsettir embættismenn  allt að 48 % hækkun og 18 mánuði aftur í tímann.( upp í  1,6 millj.) Ráðherrar samþykktu á alþingi afturvirkar hækkanir eigin launa 2015.En felldu þá að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur!

  Aldraðir og öryrkjar fengu  7% hækkun lífeyris um áramótin 2016/2017. Og um síðustu áramót fengu þessir aðilar 4,7% hækkun.. Það náði ekki einu sinni hækkun lágmarkslauna en þau hækkuðu  þá um 7%.Miðað við launaþróun 2017  og 2016,sem fól í sér himinháar hækkanir, upp í 45 - 48%  er ljóst,að lög hafa verið þverbrotin á öldruðum og öryrkjum.Það er tímabært að hætta að níðast á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

 

 

 


Ferðaglaður forsætisráðherra!

Skýrt var frá því í fréttum í gær,að Sigurður Ingi væri starfandi forsætisráðherra.Það var vegna þess,að Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra,var farin öðru sinni til Parísar til þess að hitta aðalframkvæmdastjóra Unesco.Þetta var að mínu mati algerlega óþörf ferð.Það hefði mátt láta sendiherra okkar í París hitta aðalframkvæmdastjórann; til þess eru sendiherrarnir.Katrín er búin að vera stuttan tíma í embætti.En á þessum tíma hefur hún afrekað það að fara til Berlínar að hitta Merkel kanslara og fjalla þar um 100 ára afmæli fullveldis Íslands og hún hefur farið tvær ferðir til Parísar.Hún hefur meiri áhuga á þessum utanferðum en að leysa vanda þeirra aldraðra og öryrkja,sem ekki hafa fyrir brýnustu útgjöldum.Fyrst á hún að leysa vanda þeirra, sem minnst mega sína áður en hún ferðast í allar áttir  til útlanda. Ein utanferð forsætisráðherra kostar skattgreiðendur meira en heil mánaðarlaun lægst launuðu aldraðra. Giftur aldraður,sem einungis hefur lífeyri frá almannatryggingum fær aðeins 204 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir öllum útgjöldum.Einhleypur fær 243 þúsund kr eftir skatt. Luxusferð ráðherrans til Parísar eða Berlínar kostar meira.Bíll sendiherrans biður á flugvellinum eftir ráðherra og skilar honum til baka og það eru ómæld úgjöld í kringum algerlega óþarfa Parísarferð.Forsætisráðherra á fyrst að leysa aðkallandi vandamál þeirra,sem lægst hafa launin innan lands áður en hún ræðst á viðfangsefni erlendis.Og vandamálin innan lands á ekki að mínu mati að setja í starfshópa. Það eru nægilega margir starfmenn í forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti til þess að leysa málin.Og í forsætisráðuneyti eru tveir aðstoðarmenn ráðherra,sennilega einnig í félagsmálaráðuneyti.Það er því  tímabært að gera eitthvað;að leysa aðkallandi mál.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi brást.Hækkaði ekki lífeyrinn!

Alþingi er farið í páskaleyfi.Alþingismenn verða í fríi næstu 2 1/2 viku.Þeir eru vanir að fara í frí um leið og skólabörnin en taka yfirleitt miklu lengra frí en börnin ,einkum um jólin.Einkennilegt er,að alþingismenn skuli ekki fremur fylgja öðru launafólki í landinu og taka álíka frí og launafólk,þar á meðal álika langt sumarleyfi.En svo er ekki.Þingmenn fylgja skólabörnunum í fríum og rúmlega það.
Alþingi brást öldruðum og öryrkjum eina ferðina enn. Það fór í fri án þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu og án þess að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja hjá TR enda þótt landsfundur Sjálfstæðisflokkdins hafi samþykkt þetta afnám.
Alþingi gerir það,sem það vill og hefur áhuga á.Alþingi samþykkti á "aukafundi" í gær,föstudag að lækka kosningaaaldur í sveitarstjórnarkosningum í 16 ár.VG hafði forgöngu um þessa breytingu og kom henni í gegn þó margir í Sjálfstæðisflokkknum væru henni andvígir.VG taldi óhætt að gera þetta.Það mundi ekki sprengja stjórnina. En öðru máli gegnir um hækkun lífeyris þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja.Ekki má styggja Sjálfstæðisflokkinn í því máli.Það gæti kostað Vinstri græna ráðherrastólana! 
En hvernig er þetta eiginlega með þingmennina,sem hafa 1.1milljón í þingfararkaup á mánuði og auk þess háar aukagreiðslur? Hugsa þeir ekkert sjálfstætt? Hvarflar ekki að þeim að leiðrétta smánarlega lágan lífeyri lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Það vita allir og þar á meðal þingmennirnir að það er ekki unnt að lifa af rúmlega 200 þús kr eftir skatt.Þetta er rétt rúmlega fyrir húsaleigu.Í rauninni er verið að íta þessu fólki út úr samfélaginu; það getur ekki tekið eðlilegan þátt í því.Eftir hverju eru þingmenn að bíða? Eru þeir að bíða eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gefi grænt ljós..Það er ljóst,að í ríkisstjórninni ræður Sjálfstæðisflokkurinn ferðinni.Katrín og Sigurður Ingi láta þann flokk ráða.Þau vilja ekki missa stólana.

Björgvin Guðmundsson

 


Dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig

Haustið 2004 varð Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins forsætisráðherra í samstjórn með Davíð Oddssyni,Sjálfstæðisflokknum enda þótt Framsókn væri miklu minni flokkur á alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn. Halldór fór fram á það við Davíð að fá forsætisráðherrastólinn; taldi það mikilvægt og að það mundi styrkja sig og flokkinn pólitískt.Ég skrifaði þá blaðagrein undir fyrirsögninni:Dýrkeyptur hégómi.Ég þóttist sjá,að þetta  gæti orðið Halldóri og Framsókn dýrt pólitískt og það reyndist svo.Framsókn hafði engin völd í ríkisstjórninni út á forsætisráðherrann,ekki einu sinni Hagstofuna í byrjun.Framsókn hafði aðeins fundarstjóra ríkisstjórnarinnar og hégómann sem fylgir því að hafa fínan bíl og titil forsætisráðherra. En Sjálstæðisflokkurinn réði öllu í ríkisstjórninni. Þeir höfðu miklu meiri þingstyrk.Halldór tapaði á þessu pólitískt,missti fylgi,Framsókn missti fylgi og Halldór sagði af sér sem formaður eftir stjórnarsetuna. Sagan er að endurtaka sig.Það reynist Katrínu einnig dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn. Hún ræður engu í stjórninni. Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina. En það leynist engum,að Bjarni ræður öllur í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lífeyri lægst launaða lífeyrisfólks nema með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanlandsferðir til Parísar og Berlínar en það er dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig.

Björgvin Guðmundsson

 


Dropinn holar steininn: Krónu móti krónu skerðing afnumin!

Það hefur vakið mikla athygli,að landsfundur Sjálfstæðisflokksins skyldi samþykkja að afnema ætti krónu móti krónu skerðingu lífeyris öryrkja NÚ ÞEGAR Því var lofað þegar ný lög um almannatryggingar voru sett um áramótin 2016/2017 að þessi skerðing yrði afnumin hjá öldruðum og 0ryrkjum.Hún var afnumin hja öldruðum en ekki hjá öryrkjum.Það var svikið. Síðan var því lofað að þetta yrði leiðrétt fljótlega.það var einnig svikið.Síðan eru liðnir 14 mánuðir.Fyrir alþingi liggur frumvarp frá Halldóru Mogensen Pirata um afnám umræddrar skerðingar. Það hefur engar undirtektir fengið.Öbi hefur engar undirtektir fengið í þessu máli. Þess vegna kemur ályktun landsfundar skemmtilega á óvart.Ég tel,að forusta Sjálfstæðisflokksins geti ekki staðið gegn henni.VG og Framsókn geta heldur ekki staðið gegn henni!Spurningin er hvort VG er orðin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn! 

Björgvin Guðmundsson

 


Grófar skerðingar lífeyris aldraðra.Málsókn eina úrræðið?

Þegar ég var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík kannaði ég í samráði við kjaranefndina hvort grundvöllur væri fyrir málsókn gegn ríkinu vegna skerðingar Tryggingarstofnunar ríkisins á lífeyri þeirra eldri borgara,sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóðum.Fékk ég tvo lögfræðinga til viðræðna við nefndina um málið.Niðurstaðan var sú,að mikil gagnasöfnun væri nauðsynleg áður en unnt væri að fara í mál.Þau gögn,sem þurfti fyrst og fremst að afla voru skjöl,sem staðfestu,að það hefði verið forsenda stofnunar lífeyrissjóðanna,að þeir ættu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga (en ekki valda neinni skerðingu á tryggingalífeyri)Öll gögn sem fáanleg voru og staðfestu framangreint gætu stutt við málið svo og yfirlýsingar fyrrverandi verkalýðsleiðtoga,sem staðfestu það sama.

1969 birti Alþýðusamband Íslands yfirlýsingu,sem fól í sér,að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar.sú yfirlýsing er að mínu mati mjög mikilvæg.

Öll mín þekking á lífeyrissjóðunum leiðir í ljós,að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Þeir verkalýðsleiðtogar,sem ég hef rætt við um málið,hafa staðfest það sama. Sigurður E.Guðmundsson,fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðsmálastofnunar,hefur kynnt sér lífeyrissjóðina ítarlega.Hann telur,að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar  og ekki átt að valda neinni skerðingu á lífeyri þeirra til sjóðfelaga. 

Ekki löngu eftir að ég tók mál þetta fyrir í kjaranefnd lét ég af störfum formanns í nefndinni.Kjaranefnd hélt ekki áfram með málið eftir það.

Ég er sammála Wilhelm Wessman um það,að ef ríkisvaldið lætur ekki af skerðingum lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna eldri borgara úr lífeyrissjóðum,sé sennilega eina úrræðið að fara í mál við ríkið.

Björgvin Guðmundsson


Mótmælt lokun útibús Arion banka í Mosfellsbæ

Arion banki hefur tilkynnt,að hann hyggist loka útibúi bankans í Mosfellsbæ 1o.mai n.k.Þetta mælist mjög illa fyrir í sveitarfélaginu,einkum meðal margra eldri borgara.

 Ekkert bankaútibú var í Mosfellsbæ fyrir árið 1969 og í dag er Arion banki sá eini sem starfar í Mosfellsbæ.Það er því verið að færa klukkuna til baka til ársins 1969 hvað varðar bankaþjónustu í sveitarfélaginu. Þó hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað mikið og eru þeir nú komnir yfir 10 þúsund.Íbúar að Hlaðhömrum,sem búa í öryggisíbúðum aldraðra,mótmæla lokun bankaúibúsins.Þeir hafa getað gengið í bankaútibúið.Margir þeirra eru hættir að aka og því komast þeir ekki í banka, ef útíbúið lokar.Um skeið komu bankafulltrúar reglulega í Eirhamra félagsmiðstöð eldri borgara í Mosfellsbæ til þess að veita bankaþjónustu.En sú þjónusta var lögð niður fyrir mörgum árum.Nú á enn að skerða bankaþjónustuna af hálfu Arion banka; það mun bitna illa á eldri borgurum.Stór hópur eldri borgara notar ekki tölvur og getur því ekki sinnt bankaviðskiptum  gegnum þær.Þess er að vænta,að bankastjórn Arion banka endurskoði ákvörðun sína um lokun bankaútibúsins

 

Björgvin Guðmundsson 


Ekki fylgt lögum við breytingu lífeyris aldraðra.Lög og stjórnarskrá brotin!

Í lögum um almannatryggingar segir svo m.a: 

Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Ég tel,að stjórnvöld hafi ekki fylgt þessu lagaákvæði við hækkun lífeyris undanfarin ár.Lífeyrir hefur yfirleitt hækkað minna en laun.Og yfirleitt aldrei á sama tíma og launin.Til dæmis hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% í mai 2015.Lífeyrir hafði þá hækkað um 3% fyrr á árinu.En lífeyrir hækkaði ekki meira þetta árið og ekki aftur fyrr en í janúar 2016.Þá hækkaði lífeyrir um 9,7%.Laun hækkuðu þá á ný um 6.2% Ef árin tvö eru tekin saman kemur eftirfarandi í ljós. Laun hækkuðu um 20,7%.Lífeyrir hækkaði um 12,7%. Það vantaði því 8% stig upp á,að lífeyrir hefði hækkað jafnmikið og lágmarkslaun.Þarna var því augljóst lögbrot.En auk þess segir ekki í lögunum  að miða eigi við lágmarkslaun. Það er aðeins talað um launaþróun.Það þýðir að sjálfsögðu þróun launa almennt.Og á árinu 2015 urðu miklar almennar launahækkanir. Laun fiskvinnslufólks,sem var að byrja, fékk 30% launahækkun.Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% launahækkun strax og 44% hækkun  á 3 árum,nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um  allt að 40% hækkun á 3 árum.Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% hækkun gegn afsali kennsluafsláttar.Ef tekið er tillit til þessara hækkana einnig er ljóst,að lífeyrir hefur hvergi nærri  hækkað i samræmi við lagaákvæðið.

Það er alveg ljóst,að mikið vantar á,að stjórnvöld hafi staðið við þetta lagaákvæði.Þau hafa ekki einu sinn náð því að hækka lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna.Um síðustu áramót eftir að stjórn Katrínar hafði tekið við hækkaði lífeyrir minna en lágmarkslaun.En launaþróun hefur eins og áður gefið tilefni til verulegrar hækkunar lífeyris.Laun stjórnmálamanna,embættismanna og yfirmanna í einkarekstri hafa hækkað óhóflega mikið en allar þessar hækkanir eru liður í launaþróun. Það er því áframhaldandi verið að brjóta lög á öldruðum og öryrkjum með því að halda lífeyri nær óbreyttum í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur.

Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir svo:Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli o.fl. Þetta ákvæði hefur einnig verið brotið á öldruðuum.Lægst launuðu eldri borgurum hefur ekki verið tryggður nægur réttur til aðstoðar.Lífeyrir sá,sem aldraðir hafa fengið sér til framfærslu. Hefur ekki dugað.

Með lög og stjórnarskrá í huga er ljóst,að ríkisstjórn Katrínar er að brjóta lög á öldruðum með því að halda lífeyrinum óbreyttum.Lífeyrir þarf að hækka talsvert til þess að lög og stjórnarskrá  séu haldin i heiðri.Þá er eftir að taka með í reikninginn óuppfyllt loforð,sem stjórnmálamenn hafa gefuð öldruðum undandarin ár. Þau þarf einnig að uppfyla.-Við frestum ekki réttlætinu.Það á að framkvæma strax í dag.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband