Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin!

 

Deila heilbrigðisráðherra við bæjarstjórn Akureyrar um greiðslu halla af hjúkrunarheimilum á Akureyri blossaði upp fyrir skömmu.Slík deila við hvaða annað sveitarfélag sem er hefði getað verið í sviðsljósinu.Hjúkrunarheimilin eru alls staðar rekin með halla ; þó eru þau undirmönnuð og tilfinnanlega vantar fagmenntað fólk á flest þeirra, einkum hjúkrunarfræðinga.Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hafa glímt við þetta vandamál lengi og hafa átt í viðræðum við sjúkratryggingar um máliið mest allt þetta ár.SFV segir hallann á hjúkrunarheimilinum vera 30-40%.Daggjöldin eru sem því nemur of lág.Með hliðsjón af þessu er afgreiðsla heilbrigðisráðherra á erindi bæjarstjórnar Akureyrar með ólíkindum. Hún er harkalegri en afgreiðsla heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins á slíkum málum.Núverandi heilbrigðisráðherra,Svandís Svavarsdfóttir, situr í ríkisstjórninni fyrir hönd VG,“róttæks sósialistaflokks“ og hefur sagt að hún beri umhyggju fyrir heilbrigðismálum og ekki síst hjúkrunarheimilum. En hún synjaði samt með einu pennastriki erindi bæjarstjórnar Akureyrar um að fá greiddan uppsafnaðan halla af rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri.

Heilbrigðisyfirvöld ( landlæknir) hafa um langt skeið gert athugasemdir við það, að ekki væru nægilega margir hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilunum.Ráðning þeirra er mikilkvægt fjárhagsmál fyrir hjúkrunarheimilin.Hjúkrunarfræðingar eru dýrari en sjúkraliðar og ófaglært aðstoðarfólk,auk þess sem erfitt er að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu stjórnvalda til kröfu þeirra um laun i samræmi við menntun. Þegar ástandið er eins og hér hefur verið lýst skýtur það skökku við, að heilbrigðisráðherra skuli hreyta því í bæjarstjórn Akureyrar,að ríkið eigi ekki að greiða halla hjúkrunarheimila á Akureyri, þar eð bæjarstjórn Akureyrar hafi ákveðið að greiða hallann! Þessi afgreiðsla ráðherra þýðir aðeins eitt, að Akureyrarbær hafi fremur átt að láta hjúkrunarheimilin stöðvast en að leggja út fyrir hallanum.Þetta kalla ég  _hundalogik“.Þessi afgreiðsla ráðherra lýsir ekki mikilli umhyggju  fyrir veikum eldri borgurum,sem þurfa að vera á hjúkrunarheimilum.Og það er ekki unnt í öðru orðinu að gera kröfu til ráðningar á fleiri sérmenntuðum starfsmönnum en í hinu orðinu neita að greiða aukinn kostnað.

Lögum samkvæmt eiga sjúkratryggingar og eldri borgarar,sem vistast á hjúkrunarheimilum að greiða kostnað hjúkrunarheimila. Bæjarfélögin eða sveitarfélögin eiga ekki að greiða kostnaðinn.Um leið og eldri borgari vistast á hjúkrunarheimili eru greiðslur á lífeyri hans frá TR felldar niður og látnar renna til hjúkrunarheimilisins.Aðeins örlítil upphæð, svokallaðir vasapeningar (50-60 þúsund á mánuði) renna áfram til eldri borgarans.Þessir vasapeningar eru þó tekjutengdir, þannig, að þeir eru felldir niður, ef eldri borgarinn hefur örlitlar fjármagnstekjur.Það tíðkast hvergi á hinum Norðurlöndunum , að allur lífeyririnn sé á þennan hátt rifinn af eldri borgurum og það án þess að tala við þá.Á hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar áfram sinn lífeyri og greiða síðan sjálfir kostnað hjúkrunarheimilis; þannig halda þeir reisn sinni. Ég tel,að þannig eigi þetta að vera hér einnig.
Hjúkrunarheimili eru mikilvægar stofnanir.En það verður að tryggja,að rekstur þeirra sé í lagi.Þær verða að hafa nauðsynlegt fjármagn til þess að unnt sé að tryggja eldri borgurum, sem þar vistast, næga læknisþjónustu og nægan fjölda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.Talsverður misbrestur hefur verið á því. Landlæknisembættið hefur hvað eftir annað þurft að áminna hjúkrunarheimili um að hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga í sinni þjónustu.Læknisþjónusta hefur einnig í vissum tilvikum verið á mörkum þess að vera næg.Það er alvarlegt mál,ef ekki eru starfandii nægilega margir faglærðir starfsmenn á hverju hjúkrunarheimili.Stjórnvöld,heilbrigðisráðuneyti,sjúkratryggingar hafa haldið hjúkrunarheimilunum í fjárhagslegu svelti.Þau hafa af þeim sökum verið undirmönnuð.Þegar það liggur fyrir er það furðulegt,að heilbrigðisráðherra skuli hreyta ónotum í bæjarstjórn Akureyrar fyrir að hafa haldið hjúkrunarheimilum bæjarins gangandi þrátt fyrir mikinn hallarekstur þeirra.Eðlilegra hefði verið að ráðherrann hefði sent bæjarstjórn Akureyrar þakkir fyrir að halda heimilunum gangandi.

Mikill skortur er nú á hjúkrunarheimilum.Biðlisti eftir rými er langur,alltof langur.Þetta vandamál hefur lengi verið til staðar. Þegar við Albert Guðmundsson sátum saman í borgarstjórn Reykjavíkur varpaði hann fram þeirri tillögu,að stofnaður yrði framkvæmdasjóður til þess að kosta byggingu nýrra hjúkrunarheimili. Hugmyndin hlaut góðar undirtektir.Hún náði fram að ganga.Albert lagði til,að lagður yrði skattur á hvern gjaldanda til þess að kosta þennan sjóð.Sjóðurinn byggðist upp og varð öflugur og hefur kostað byggingu margra hjúkrunarheimila. En stjórnmálamenn á alþingi gátu ekki látið sjóðinn í friði.Þeir fóru að seilast í hann til annarra þarfa. .Ríkið verður að endurgreiða það fjármagn sem tekið  var þannig til annarra nota.


Björgvin Guðmundsson

Mbl. 21.ágúst 2018

www.gudmundsson.net


Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum

 

Ísland er aðili að mörgum mikilvægum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Mikilvægastur þeirra er mannréttindayfirlýsing Sameinuu þjóðanna.Í þessum sáttmálum kemur skýrt fram, að aldraðir og öryrkjar og  sjúkir eiga rétt á stuðningi ríkisins.Óheimilt er að færa kjör aldraðra og öryrkja til baka vegna fjárhagserfiðleika ríkisins nema  áður sé kannað hvort unnt sé að fara aðrar leiðir i fjáröflun.Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kannaði ekki aðrar leiðir til fjáröflunr áður en hún ákvað að skerða kjör aldraðra og öryrkja 1.júlí 2009.Þess vegna var það mannréttindabrot að fara þá leið, sem farin var.Og fram kom skömmu síðar, að þessi kjaraskerðing var óþörf.Í ljós kom,að fjármagnstekjur lífeyrisþega reyndust mun meiri en áætlað hafði verið og  skerðing tryggingabóta TR af þeim sökum var 4 milljörðum meiri en ríkisstjórnin hafði reiknað með þetta ár.. En það var nálægt þeirri upphæð og nam kjaraskerðingu aldraðra í fyrsta áfanga  ráðstafana ríkistjórnarinnar 1.júlí 2009. . Sú kjaraskerðing reyndst því óþörf og brot á mannréttindum.Að vísu hlífði ríkisstjórnin lægst launuðu lífeyrisþegum við kjaraskerðingu.Þeir sem höfðu eingöngu lífeyri frá almannatryggingum sættu ekki kjaraskerðingu.En grunnlífeyrir var felldur niður og frítekjumark  vegna atvinnutekna skert verulega. Grunnlífeyrir hafði verið heilagur og þess þess var afnám hans mikil árás á aldraða og öryrkja.

 Félag eldri borgara í Reykjavík mótmælti harðlega þessari kjaraskerðingu eldri borgara  og benti á,að hún væri mannréttindabrot.Sérstaklega mótmælti félagið niðurlagningu grunnlífeyris. Ég var þá formaður kjaranefndar félagsins og nefndin ákvað að ganga á fund formanna allra þingflokka alþingis,formanns velferðarnefndar og menntamálaráðherra,sem þá var Katrín Jakobsdóttir.Ætlunin var að reyna að fá þingið til þess að skerast í leikinn og hnekkja kjaraskerðingunni.Og tala átti við einn ráðherra,valdamann frá vinstri grænum.Ég fór á alla þessa fundi við þriðja eða fjórða mann.Kröfur okkar voru þær,að kjaraskerðingin yrði afturkölluð og kjör aldraðra og öryrkja bætt,a.m.k til jafns við launahækkanir verkafólks.Fundurinn með Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra varð árangurslaus. Hún hafði ekki meiri  skilning á kjörum aldraðra og öryrkja þá en nú og vildi ekkert gera til þess að bæta kjör þeirra.Sama var upp á teningnum þegar við töluðum við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur,formann velferðarnefndar þingsins. Hún vildi ekkert gera.Sá, sem var jákvæðastur var Margrét Tryggvadóttir þingmaður frá Borgaraflokknum.Hún ákvað að flytja frumvarp um að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Ólöf heitin Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins reyndist einnig mjög jákvæð.Hún flutti frumvarp um takmarkaða afturköllun kjaraskerðingarinnar. Í stuttu máli má segja, að undirtektir þingflokka stjórnarandstöðunnar hafi verið góðar en undirtektir þingflokka ríkisstjórnarinnar neikvæðar.Gunnar Bragi Sveinsson var formaður þingflokks Framsóknar.Hann tók erindi okkar mjög vel og sýndi áhuga á því að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt.Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins var Illugi Gunnarsson. Hann var einnig jákvæður og bauð mér að koma á fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þar sem ég flutti ræðu um málið yfir þingflokknum.Árangur þessara fundarhalda var sá, að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku upp í  kosningastefnuskrár sínar 2013 ákvæði um kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum.Voru þar róttækust ákvæði um að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar krepputímans, þ.e. leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar tímabilsins 2009-2013.Þetta lofuðu flokkarnir að framkvæma strax eftir kosningar, ef þeir næðu völdum.Flokkarnir náðu völdum en sviku loforðin að mestu leyti. Kjaragliðnunin var ekki leiðrétt.Grunnlífeyrir var endurreistur en afnuminn fljótlega á ný af sömu flokkum . Frítekjumark  vegna atvinnutekna var leiðrétt að hluta til.Mjög tilfinnanlegt er hins vegar fyrir aldraða og öryrkja,að lífeyrir hefur ekki verið leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans.Í stað þess að leiðrétta kjaragliðnuna hefur nýrri kjaragliðnun verið bætt við!

 

Árið 2015 urðu miklar hræringar í launamálum.Flestir kjarasamningaer voru þá endurnýjaðir og verkalýðshreyfingin setti fram kröfur um verulegar launahækkanir.Í mai 2015 voru samþykktir nýir kjarasamningar hjá verkafólki.Samið var um,að lágmarkslaun skyldu hækka um 14,5% strax og laun hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum og ná því marki um áramótin 2017/2018.Mörg önnur verkalýðsfélög gerðu háa samninga.  Læknar sömdu um 25- 40 % launahækkun.Framhaldsskólakennarar fengu 44% hækkun á 3 árum og þannig má áfram telja. En  aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun um leið og lágmarkslaun hækkuðu um 14,5%. Lífeyrir hækkaði um 3% í janúar 2015 en frekari hækkun varð ekki á lífeyri allt árið þrátt fyrir allar þessar miklu hækkanir sem urðu á árinu.Þó stendur í lögum,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launaþróun eða hækkun verðlagsvísitölu.Við það var ekki staðið.Það hefur gerst hvað eftir annað, að lífeyrir  hækkar ekki eða mun minna en laun.Það er níðst á öldruðum.

 

Björgvin.Guðmundsson,viðskiptafræðingu

 

 

Tilvitnun:

Það hefur gerst hvað eftir annað,að lífeyrir hækkar ekki eða mun minna en laun.Níðst á öldruðum

 

Morgunblaðið 14.ágúst 2018

 

 

 

 

 


Réttlætinu frestað í stjórnartíð Katrínar!

Í síðustu grein minni í Morgunblaðinu,"Lægsti lífeyrir við fátæktarmörk",lagði ég áherslu á að lífeyrir lægst launuðu aldraðra og öryrkja væri svo lágur að hann nægði ekki til framfærslu.Samt vildi ríkisstjórn Katrínar ekki hækka lífeyrinn til þess að hann dygði fyrir brýnustu útgjöldum.Ég sendi Katrínu forsætisráðherra opið bréf strax í byrjun janúar þessa árs,rúmlega mánuði eftir að stjórnin tók við.Í bréfinu útskýrði ég hvað þeir hefðu í lífeyri,sem eingöngu hefðu lífeyri frá almannatryggingum og engar aðrar tekjur.Þeir gætu ekki farið til læknis og ættu erfitt með að leysa út lyfin sín.Stundum í lok mánaðar ættu þeir ekki fyrir mat.Þetta hafa eldri borgarar tilkynnt Félagi eldri borgara í Rvk mjög oft.Þetta gerist í svokölluðu velferðarríki,sem Ísland vill kalla sig og ráðamenn dásama fyrir frábæra hagstjórn og fjármálastjórn!Ég fékk staðfestingu frá forsætisráðuneytinu á því að bréf mitt til Katrínar Jakobsdóttur hefði verið móttekið; taldi það öruggara ,þar eð hún er mikið í útlöndum að hitta erlenda ráðamenn og hefur lítinn tíma haft til þess að sinna málefnum aldraðra og öryrkja eða öðrum aðkallandi málum innan lands.Hins vegar hefur hún 3 aðstoðarráðherra,þannig að hún ætti að geta látið vinna þau verk fljótt og vel sem hún þarf að vinna. Ég hef bent á það áður,að það tekur ekki nema viku að semja frumvarp um hækkun lífeyris lægst launuðu eldri borgara og öryrkja,þ.e. ef vilji er fyrir hendi. En það er ekki vilji fyrir hendi til þess að leysa vanda þeirra sem eiga ekki fyrir framfærslu.Lausn á því er réttlæti,sem má fresta að áliti Katrínar Jakobsdóttur!Fyrir einu ári sagði hún hins vegar: Réttlætinu verður ekki frestað.Hvað hefur breyst?Er ekki jafn brýnt og áður að leysa vanda þeirra,sem verst standa strax? Eða er hégóminn mikilvægari i dag?

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Lægsti lífeyrir við fátæktarmörk

Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki leiðrétta lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja? Það hefur ítrekað verið farið fram á það við forsætisráðherra,að svo verði gert en án árangurs.Undirritaður fór þessa á leit við forsætisráðherra strax í byrjun janúar.En ekkert hefur gerrst varðandi leiðréttingu.Rikisstjórnin setti málið í nefnd og hún skilar ekki áliti fyrr en næsta haust eða næsta vetur!

 

Kostar lítið að leiðrétta kjör þessa hóps

 

 Það liggur fyrir að ekki er unnt að lifa af lægsta lífeyri almannatrygginga fyrir aldraðra og öryrkja, þegar ekki er um aðrar tekur að ræða.Þessi lifeyrir er við fátæktarmörk.Það er tiltölulega lítill hópur,sem er eingöngu með tekjur frá almannatryggingum, hefur svokallaðan "strípaðan" lífeyri almnannatrygginga.Þess vegna kostar það ekki svo mikið að leiðrétta kjör þessa hóps Hvað er lífeyrir þessa fólks hár.Hann er þessi: Giftir eldri borgarar og öryrkjar hafa 204 þús kr. á mánuði eftir skatt.Einhleypir eru með 240 þús kr. á mánuði eftir skatt. Öllum er ljóst ,að það er engin leið að lifa af þessum lágu uppbæðum; upphæðin dugar ekki fyrir öllum útgjöldum.Fram til þessa hefur verið algengt,að lyf eða læknisheimsóknir hafi orðið útundan en í einstaka tilvikum hafa aldraðir eða öryrkjar ekki getað keypt nægilegan mat.Húsnæðiskostnaður er stærsti útgjldaaliðurinn.Hann getur verið á bilinu 150 þúsund til  190 þúsund kr á mánuði.Það er langtærsti útgjaldaliðurinn en kostnaður við samgöngur getur  einng verið mikill.

 

Vilja ekki hækka lífeyri á undan launum!!

 

Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekkert viljað gera til þess að leiðrétta framangreind lægstu kjör? Svarið er  þetta: Ríkisstjórnin vill ekki veita öldruðum og  öryrkjum kjarabætur áður en samið er um launakjör á almennum launamarkaði.Ríkisstjórnin óttast greinilega að hækkun lífeyris þrýsti lægstu launum upp! Keppikefli ríkisstjórnarinnar er að halda hækkun lægstu launa í skefjum,þannig að þau hækki helst ekki meira en 2-3 %.( Samtök atvinnulífsins vilja helst ekki meiri hækkun en 2%)

 

Nokkrir stjórnmálaflokkar vilja tengja lífeyri aldraðra og  öryrkja og lægstu laun saman.Mö.o:Þessir flokkar segja,að lífeyrir eigi að fylgja lág-

markslaunum.En það þýðir,að lífeyrir megi ekki hækka meira en lágmarkslaun.Þessari stefnu er ég ósammála. Ég tel,að stjórnvöld og samtök aldraðra eigi að berjast fyrir þeirri hækkun lífeyris,sem nauðsynleg er til þess,a  aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi og geti lifað með reisn.Það getur þurft að hækka lífeyri umtalsvert til þess að ná þessu markmiði. Það er síðan verkefni verkalýðshreytingarinnar að berjast fyrir þeirri launahækkun sem hreyfingin telur nauðsnlega til þess að hækka laun nægilega mikið.Það er ekki mál aldraðra eða samtaka þeirra.

 

Ólga í röðum launafólks!

 

Litlar líkur eru á því að það takist að halda launahækkunum lægstu launa við 2-3% .Ofurlaunahækkanir,stjórnmálamanna,embættismanna,dómara og  forstjóra einkafyrirtækja,að meðtödum bankastjórum hafa hleypt illu blóði í launafólk og verkalýðsfélög.Verkalýðsfélög og launamenn telja,að það sé sanngirnismál eftir það sem á undan er gengið,að leiðrétta kaup verkafólks myndarlega.Ég er sammmála því.Einkum er ég óánægður með laun þeirra lægst launuðu.Þeir eru í sömu stöðu og lægst launuðu aldraðir og örykjar.Það verður að leiðrétta myndarlega kjör allra þessara aðila.

 

Sumir stjórnmálamenn virðast hikandi við, að  berjast fyrir hærri lífeyri aldraðra en lágmarkslaun eru.Ég tel ástæðulaus að hika við það.Það er verkefni stjórnmálamanna að berjast fyrir mannsæmandi kjörum aldraðra og öryrkja.Og þeir eiga ekki að hika við að tryggja þessum aðilum sómasamleg kjör.Aldraðir eiga að geta lifað ævikvöldið með reisn.Þeir eiga ekki að þurfa að horfa í hverja krónu.Og hið sama gildir um öryrkja.Það er næg byrði fyrir þá að glíma við erfiða sjúkdóma og skerta starfsorku þó fjárhagsáhyggjur bætist ekki við.

 

Aldraðir búnir að skila sínu vinnuframlagi

 

Ég tel ekki nauðsynlet að eldri borgarar ,sem komnr eru á ellilífeyrisaldr séu áfram á vinnumarkaðnum.Þeir eru búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. En ef þeir kjósa að vinna eitthvað eftir 67 ára aldur er gott,að þeir eigi kost á því án tekjuskerðingar ríkisvaldsins. Öryrkjar eiga erfiðara með að vinna vegna örorku sinnar,sjúkdóma og skertrar starfsorku.Þjóðfélagið verður að tryggja þeim fullnægjandi lífeyri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl. 11.ágúst 2018












Heilbrigðisráðherra neitar að greiða tap hjúkrunarheimilanna!

Uppsafnaður halli sl.6 ár á hjúkrunarheimilum Akureyrar er 911 milljónir kr. Heilbrigðisráðherra,Svandís Svavarsdóttir,neitar að greiða þennan halla.Í svarbréfi ráðherra segir,að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri heimilanna og því beri ráðuneytinu ekki að borga hallann. Þetta er "hundalogig". Ef sveitarfélögin greiða ekki rekstrarhallann stöðvast reksturinnLandlæknir krefst þess að ráðnir séu nægilega margir hjúkrunarfræðingar.Og þeir eru víða of fáir á hjúkrunarheimilum Stefna Svandísar kemur í veg fyrir,að unnt sé að uppfylla það skilyrði.Það stefnir í þrot hjúkrunarheimila..Og það er það,sem Sjálfstæðisflokkurinn vill svo unnt sé að afhenda einkaaðilum reksturinn og segja að ríkið ráði ekki við að reka hjúkrunarheimilin.Svandís er nú að hjálpa íhaldinu við þetta starf,einkavæðingu hjúkrunarheimilanna.- Á sama tíma þykist heilbrigðisráðherra vera að undirbúa byggingu nýrra hjúkrunarheimila.En væri ekki ráð að ráðherra mundi fyrst tryggja rekstur þeirra heimila ,sem eru "starfandi".
Fyrir síðustu kosningar lét VG sem flokkurinn vildi tryggja nóg fjármagn til innviða þjóðfélgsins og þar á meðal til heilbrigðismála.En ekkert hefur breytst.Það hefur ekki verið veitt neitt meira fé til herilbrigðismála. Það vantar fjármagn til þess að halda sjó í heilbrigðisstofnunum á Akureyri.Það sama er að segja um Landspítalann.Og flest sveitarfélögin eru að kikna undir rekstri hjúkrunarheimilanna. Garðabæ er í málaferlum við ríkið út af slíku máli.
Til hvers er VG í stjórninni? Ekki er það til þess að leysa vanda eldri borgara og öryrkja; ekki er það til þess að leysa vanda hjúrunarheimila.VG svarar öllum erindum nákvæmlega eins og íhaldið gerði.Íhaldið gæti þess vegna verið eitt í stjórninni.Aðild VG að henni breytir engu!VG virðist vera í stjórninni fyrir hégómann einan,ferðalög til útlanda og prjál.
 
Björgvin Guðmundsson
 

Tveir komnir í framboð til forseta ASÍ

Tveir hafa tilkynnt ,að þeir bjóði sig fram til forseta ASÍ en Gylfi Arnbjörnsson hefur tilkynnt,að hann gefi ekki kost á sér á þingi ASÍ í oktober n.k.Frambjóðendur eru Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFL starfsgreinafélags og Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Þeir eru báðir frambærilegir frambjóðendur.Ljóst er,að það verður hörð barátta um næsta forseta ASÍ.Mikið er er í húfi,þar eð kjör verkafólks (ófaglærðra) eru á botninum og enginn leið að lifa af þeim.Það verður að hækka verulega lægstu laun.Það á að vera auðvelt í dag,þar eð nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.Alþingi og stjórnvöld hafa gefið tóninn með því að hækka eigin laun um 45%.

 

Björgvin Guðmundsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband