Föstudagur, 1. febrúar 2008
Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi
Ísland brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu úthlutað varanlegum kvóta .Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og sé úthlutað að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.
Ríkisstjórnin getur ekki hundsað úrskurð.Mannréttindanefndar Sþ.Hún verður að breyta kvótakerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Hvers vegna skerðir lífeyrissjóður tryggingabætur?
Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir hér á landi fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar var meiningin að þeir yrðu til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum.Það var aldrei meiningin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum. Menn eru búnir að greiða í lífeyrissjóð alla ævi og þeir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann óskertan á efri árum. En svo er ekki. Maður sem fær 50 þúsund kr úr lífeyrissjóði á mánuði heldur ekki nema helmingi af þeirri upphæð vegna skatta og skerðinga. Tryggingabætur minnka um 25 þúsund krónur á mánuði vegna 50 þús. kr. lífeyrissjóðstekna hjá einhleypingi.Það jafngildir að lífeyrissjóðstekjurnar skerðist ium helming.Þetta er forkastanlegt. Það er verið að rífa af fólkinu lífeyrissjóðstekjur,sem það er búið að safna alla ævi.
Krafan er sú,að nú þegar verði sett frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,a.m.k. 100 þúsund
á mánuði.Og stefna á að því að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrisjóðs að fullu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. febrúar 2008
EES,einhver mikilvægasti samningur Íslands
Utaníkisráðherra,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,lagði sérstaka skýrslu um Evrópumál fyrir þingið og var hún rædd á alþingi í gær. Er það í fyrsta sinn,sem slík skýrsla er lögð fyrir alþingi en áður hafa skýrslur um Evrópusambandið verið lagðar fram í utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherra á þakkir skilið fyriir að leggja Evrópuskýrslu fyrir alþingi.
Miklar umræður urðu um skýrsluna á alþingi. Ekkert er fjallað um evruna eða gjaldmiðla almennt í skýrslunni. Ekki er heldur á dagskrá að Ísland gangi í Evrópusambandið.Skýrslan metur stöðu okkar í EES en aðild okkar þar að hefur haft gífurleg áhrif. Með aðild okkaf að EES fengum við ekki aðeins frjáls vöruvipskipti og tollfrelsi fyrir iðnaðarvörur og flestar sjávarafurðir inn á EES svæðið heldur frjálsa fjármagsnflutninga,frjáls þjónustuviðskipti og vinnuaflsflutninga. Sá,sem átti stærsta þáttinn í því að koma okkur í EES var Jón Baldvin Hannibalsson,þá utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þegar hann hóf baráttu fyriir aðild okkar að EES var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því og vildi heldur tvíhliða samning við ESB. En Jóni tókst að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess að fallast á aðild að EES.Og málið náði fram að ganga.EES samningurinn er einhver mikilkvægasti samningur,sem Ísland hefur gert.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vill að Alþingi láti sig Evrópumál varða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. febrúar 2008
Almenningur skuldar 838 millj. í yfirdráttarlánum
Yfirdráttarlán heimilanna jukust um 8,3 milljarða á síðasta ári og námu 75,7 milljörðum. Samtals skulduðu heimilin í árslok 838,2 milljarða. Heimilin tóku ný lán á síðasta ári fyrir 130 milljarða. Helmingur af þessari aukningu er til kominn vegna lána sem heimilin tóku í erlendri mynt.
Yfirdráttarlán eru dýrustu lán sem heimilunum standa til boða, en vextir af slíkum lánum eru núna 25%.
Þessar tölur leiða i ljós,að velmegun almennings stendur á brauðfótum.Yfirdráttarskuld upp á 838 milljónir er ekki lítil.Það er algert óráð að taka slík lán með 25% vöxtum.Almenningur verður að draga úr þessum dýru lántökum,minnka eyðsluna,einkum bilakaup og kaup á dýrum hlutum.Við erum að sigla inn í samdráttartímabil. Það er farið að draga úr vinnu. Það getur komið til atvinnuleysis í lok þessa árs eða byrjun næsta árs og þá verður erfitt að borga af þessum dýru lánum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
1,2 milljarðar í yfirdráttarvexti á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |