Mánudagur, 11. febrúar 2008
Er öllum nóg boðið?
Forsíðufrétt Mbl. í dag var um Vilhjálm Þ.Vilhjálmsson.Fyrirsögnin var: "Öllum er nóg boðið".Þar segir m.a.: "Sumir eru á því að Vilhjálmur eigi að hætta strax,óbreytt ástand skaði flokkinn og orðaði einn það svo: "Öllum er nóg boðið"
Þessi frétt er í stíl við skrif Mbl. um Vilhjálm undanfarið. Blaðið hefur barist gegn honum og viljað að hann hætti.Þá vakti það athygli,að Geir Haarde formaður flokksins vildi ekki lýsa yfir að hann styddi Vilhjálm í borgarstjóraembættið.Hann kvaðst styðja hann í því að halda áfram sem borgarfulltrúi en lengra vildi formaðurinn ekki ganga!Vilhjálmur sýnir mikinn kjark að standa gegn Morgunblaðinu og að hluta til gegn formanni flokksins,þar eð formaðurinn styður hann aðeins að hluta til. Hins vegar styðja borgarfulltrúar flokksins Vilhjálm.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Lyfjaverð með því hæsta hér
Smásöluverð á lyfjum reyndist vera hæst í Danmörku í 15 tilvikum en í 14 tilvikum á Íslandi í febrúar. Um er að ræða þær 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006. Lyfjaverð reyndist aldrei hæst í Noregi en lægst þar í 20 tilvikum. Á Íslandi reyndist verð á tveimur lyfjum lægst á Íslandi. Í Svíþjóð voru fjórar tegundir dýrastar en níu ódýrastar.
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Landsmenn hafa lengi vitað,að lyfjaverð hér á landi er með því hæsta sem þekkist. Þetta kemur sérstaklega illa niður á eldri borgurum,sem þurfa að nota lyf mun
meira en aðrir. Krafan er þessi: Lyfjaver' her verði lækkað strax.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lyfin dýrust í Danmörku og Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist ekki ætla að
hætta sem borgarfulltrúi enda telji hann sig hafa axlað fulla ábyrgð í REI- málinu. Þá sagði hann að hann ætli nú að nota tímann og fara vel yfir stöðu sína áður en hann ákveði hvort hann taki aftur við sem borgarstjóri. Þetta er niðurstaðan af blaðamannafundinum,sem Vilhjálmur hélt i Valhöll ú dag.
Vilhjálmur viðurkenndi,að staða hans hefði veikst og mál þessi hefðu verið erfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Hann sagðist ætla að reyna að endurheimta traust borgarbúa.
Ég hefi vissa samúð með Vilhjálmi. Mér finnst fjölmiðlar hafa verið full aðgangsharðir við hann og óneitanlega minnir þetta á það þegar fjölmiðlar ofsóttu Guðmund Árna Stefánssson sem ráðherra og hættu ekki fyrr en hann sagði af sér.Ég tel ekki að það sé hlutverk fjölmiðla að ákveða hvort einhver hættir í stjórnmálum. Fjölmiðlar eru einnig mjög misjafnir eftir því hver í hlut á.Ef um sterkan stjórnmálamann er að ræða leggja þeir ekki í hann. T.d. fór sjónvarpið alltaf silkih0nskum um Davíð Oddsson.En nú hamast sjónvarpið á Vilhálmi.Það er mjög misjöfn meðferð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Sjóminjasafnið til fyrirmyndar
Fyrir helgi var gengið frá undirritun afsals Faxaflóahafna sf. til Sjóminjasafnsins á fasteigninni Grandagarður 8. Í fréttatilkynningu segir að á 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar 16. nóvember 2007 hafi stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkt að gefa Sjóminjasafninu eignina.
Reykjavíkurhöfn átti stóran þátt í stofnun Sjóminjasafnsins og keypti m.a. fasteignina Grandagarð 8 til þess að tryggja Sjóminjasafninu framtíðarhúsnæði. Á þeim 3 árum sem safnið hefur verið starfandi hefur því vaxið fiskur um hrygg, en varanlegt húsnæði í eigu safnsins er ein af forsendum þess að það geti áfram vaxið og dafnað.
Í tilkynningu segir jafnframt að Faxaflóahafnir sf. muni á árinu 2008 ljúka framkvæmdum við klæðningu hússins og frágang utandyra í samræmi við þær teikningar sem fyrir liggja um útlit hússins. Ætla megi að andvirði eignarinnar sé á sjötta hundrað milljónir króna.
Sigrún Magnúsdóttir,fyrrverandi borgarfulltrúi,forstöðumaður safnsins, hefur unnið mjög gott starf við að koma safninu á fót og reka það. Sárlega vantaði sjóminjasafn í Reykjavík og fyrir atorku og dugnað Sigrúnar tókst að koma safninu upp.Sjóminjasafnið er til fyrirmyndar.
Björgvin Guðmundsson
Nánar
![]() |
Gefa Grandaveg 8 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Guðni: Davíð og Halldór tóku einir ákvörðun um innrás í Írak
Í ævisögu sinni,Guðni,af lífi og sál gerir Guðni Ágústsson góða grein fyrir Íraksmálinu og fjölmiðlamálinu en það voru hvort tveggja mikil átakamál. Guðni segir,að Halldór Ásgrímsson hafi viljað láta Öryggisráð Sþ. taka ákvörðun um innrás í Írak .Það hafi því komið honum gersamlega á ávart þegar hann heyrði í fjölmiðlum,að Ísland væri búið að lýsa yfir stuðningi við innrás í Írak.Honum hafi brugðið svo við þessi tíðindi,að hann hafi nær því verið búinn að keyra út af.Guðni kveðst síðan hafa fengið það staðfest,að þeir Davíð og Halldór hafi tekið þessa ákvörðun einir án þess að leggja málið fyrir þingflokka sína. Málið var ekki lagt fyrir alþingi,utanríkismálanefnd eða ríkisstjorn. Guðni kveðst hafa sagt við Halldór á fundi um málið: Þið tókuð þessa ákvörðun. Þið verðið að klóra ykkur fram úr henni.
Guðni segir í bók sinn,að þetta mál hafi farið mjög illa með Framsóknarflokkinn. Hafi það verið fyrsta verk nýs formanns,Jóns Sigurðssonar,að lýsa því yfir,að ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina hafi veri' mistök.
Björgvin Guðmundssoin
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Lífeyrissjóðirnir eiga 1647 milljarða
Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.647 milljarðar króna í lok desember sl. og jókst á árinu um 146 milljarða króna. Þetta er 9,7% aukning samanborið við 23,1% aukningu árið á undan. Árið 2006 jukust eignir lífeyrissjóðanna um 281 milljarð króna.
Samkvæmt þessum tölum eru lifeyrissjóðirnir gífurlega sterkir og styrkjast með hverju ári enda þótt aukningin hafi ekki verið eins mikil 2007 og varð 2006. Þær raddir hafa heyrst að nota ætti fjármagn lífeyrissjóðanna að hluta til í því skyni að byggja hjúkrunar-og dvalarheimili fyrir aldraða.Það er ekki unnt að óbreyttum lögum. Meginhlutverk sjóðanna er að greiða lífeyri til félagsmanna sinna þegar þeir komast á eftirlaun.Sjóðirnir mega ávaxta fé sitt með því að kaupa hlutabréf í arðbærum fyrirtækjum og gætu keypt hlut í hjúkrunarheimilum aldraðra ef ávöxtun fjármunanna væri bærileg.en eðlilegast er að opinberir aðilar fjármagni byggingar stofnana fyrir aldraða.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Engin samstaða í Sjálfstæðisflokknum
Ekki er reiknað með því,að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson segir af sér sem borgarfulltrúi eða oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna.Engin samstaða er um eftirmann hans í flokknum og óvíst,að meirihlutinn héldi,,ef hann segði af sér.Meirihlutinn byggist á samstarfi og trausti milli Vilhjálms og Ólafs F.Magnússonar.Ekki er unnt að víkja Vilhjálmi úr borgarstjórn en ef honum yrði vikið sem leiðtoga án samþykkis hans gæti það haft í fyrirsjáanlegar afleiðingar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Pólitísk staða Vilhjálms rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |