Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Komum fram við útlendinga af virðingu
Greint hefur verið frá vefsíðu á vefsvæðinu Myspace þar sem unglingar á aldrinum 13-15 ára fara niðrandi orðum um Pólverja sem hér eru búsettir. Á sjöunda hundrað manns höfðu skrifað inn á vefsíðuna en búið er að loka henni núna.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússins segir útlendingaandúð aukast eftir neikvæðan fréttaflutning af ákveðnum þjóðfélagshópum.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ákveðið að efna til tónleika gegn rasisma í Austurbæ á miðvikudaginn í næstu viku vegna málsins.
Mér finnst útlendingaandúð hafa keyrt langt úr hófi fram undanfarið.Þetta er eins konar múgsefjun. Það eltir hver annan í því að kenna útlendinum um hluti,sem gerast á skemmtistöðum og víðar. Í flestum tilfellum hafa Íslendingar leitað eftir útlendingum til vinnu og ef við hefðum ekki útlendinga í frystihúsunum og í ýmsum þjónustustörfum væri hér vandræðaástand. Við verðum að koma fram við útlendingana af virðingu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Verðum við að kasta krónunni?
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi skila þjóðinni mun meiri efnahagslegum ávinningi en aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu á sínum tíma.
Kostnaður heimila og fyrirtækja af íslensku krónunni er í dag metinn á milli 50 og 100 milljarða króna á ári. Ekkert sýnir betur hversu gríðarlegir hagsmunir eru af því að fyrir íslensk fyrirtæki og heimili að fá stöðugan og viðskiptahæfan gjaldmiðil,segir Árni Páll Árnason.
Árni Páll ræðir hér mjög mikilvægt mál,sem ekki verður lengi enn unnt að íta á undan sér.Ég tel,að vísu,að þær tölur,sem hann nefnir um aukakostnað fyritækja af því að nota krónuna séu í hærri kantinum. En samt sem áður er aukakostnaðurinn mikill og að því kemur,að taka verður upp annan gjaldmiðil til þess að spara fjármuni.Ekki er sjálfgefið að það verði evra. Guðni Ágústsson formaður Framsóknar telur aðra gjaldmiðla koma til greina og vill kanna málið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
ESB hagstæðara en EES |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Ólafur uppi í skýjunum
Ólafur F.Magnússon,borgarstjóri,var
i kastljósi í gær. Reynt var að fá,Vilhjálm og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en þeir fengust ekki. Spyrill Kastljóss spurði Ólaf hvort ekki yrði erfitt að starfa í meirihlutanum,þegar Vilhjálmur væri í svona veikri stöðu og öll spjót stæðu á honum. Ólafur horfði bara upp í loftið og sagði: Ja,við erum með svo góð stefnumál,að þetta mun ganga vel. Þegar spyrill ítrekaði spurningu sína svaraði Ólafur alltaf því sama. Það var eins og hann væri á annarri plánetu. Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn og loka augunum fyrir staðreyndum. Það er staðreynd,að staða Vilhjálms hefur veikst.Hann er varaborgarstjóri og formaður borgarráðs. Það er ekkert svar við óþægilegum staðreyndum að segja: Við erum með svo góða stefnuskrá.
Ólafur kom því inn í stefnuskrá meirihlutans,að Rvíkurflugvöllur ætti að vera áfram inni á aðalskipulagi. Það segir ekkert um það hvort flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Það tekur mörg ár að kanna nýtt stæði fyrir flugvöll,t.d. á Hólmsheiði. Þess vegna er það sjálfsblekking að halda að flugvöllurinn verði kyrr í Vatnsmýrinni. Samfylkingin er andvíg því,VG er andvíg því,Gísli Marteinn er andvígur því og Vilhjálmur er sennilega andvígur því líka. Ólafur verður að komast niður á jörðina.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Náttúruauðlindir þjóðareign
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram stjórnarskrárfrumvarp þess efnis að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eignarrétti, verði þjóðareign. Ég fagna þessu frumvarpi. Það sýnir,að stefna Framsóknar og Samfylkingar í þessu efni er hin sama. Jafnaðarmenn hafa lengi viljað setja í stjórnarskrá,að auðlind hafsins,fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Auðlindir í þjóðareign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Keyptu ráðherrar sér atkvæði fyrir síðustu þingkosningar?
Síðustu 5 mánuði fyrir síðustu þingkosningar stofnuðu ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til útgjalda upp á rúma 14 milljarða með samtals 57 samningum,viljayfirlýsingum eða fyrirheitum.Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra,sem Jón Bjarnason þingmaður VG bað um.Jón segir tilganginn með þessum vinnubrögðum ráðherranna augljósan. Þeir hafi verið að kaupa sér atkvæði.Jón vill,að sett verði lög sem beinlínis banni ráðherrum að gefa út skuldbindandi yfirlýsingar fyrir hönd ríkissjóðs 6 mánuðum fyrir kosningar nema almannaheill eða öryggi ríkisins krefjist þess.
Ljóst er samkvæmt skýrslu forsætisráðherra,að ráðherrar hafa gerst sekir um algert siðleysi fyrir síðustu kosningar.
Björgvin Guðmundsson