Viðskiptaráð vill losna við íbúðalánasjóð

 Meðan Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti til að slá á verðbólgu heldur hið opinbera húsnæðisvöxtum lágum með niðurgreiðslu almennra húsnæðislána í gegnum Íbúðalánasjóð. Þetta jafngildir því að stíga á bremsu og bensíngjöf á sama tíma. Þessi vinnubrögð hins opinbera hafa án nokkurs vafa átt stóran þátt í að spilla fyrir virkni peningastefnunnar og leitt til óhóflegrar hækkunar stýrivaxta. Þetta skaðar sérstaklega þá sem síst skyldi, hópa samfélagsins sem ekki geta varið sig fyrir háum skammtímavöxtum," sagði Erlendur  Hjaltason á Viðskiptaþingi í dag.

Þessi ummæli formanns viðskiptaráðs koma ekki á óvart. Bankarnir og helstu viðskiptaaðilar hafa lengi viljað losna við Íbúðalánasjóð til þess að  bankarnir geti hækkað' vextina að vild og okrað á húsbyggjendum. Það er rangt hjá Erlendi,að ríkið greiði niður vexti íbúðalánasjóðs. Það var gert á meðan verkamannabústaðakerfið  var við líði en ekki nú. Ibúðalánasjóður hefur haldið vöxtum niðri og ef hann verður lagður niður munu íbúðavextir bankanna rjúka upp úr öllu valdi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka verður álögur á bensíni

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda sendir fjármála- og forsætisráðherra erindi í dag þar sem lagt er til að stjórnvöld lækki skattaálögur á eldsneyti. Segist hann telja að lækkun eldsneytisverðs geti orðið talsverð kjarabót. 

Bensínverð á Íslandi er eftir síðustu hækkun orðið það hæsta sem verið hefur  hér   á landi.Það er vissulega orðin full ástæða til þess að stjórnvöld lækki þær miklu álögur,sem eru á bensíni.Þær eru óeðlilega miklar.Auk þess má vekja athygli á því,að olíufélögin eru alltaf fljót til að hækka bensín ef gengið lækkar en ekki eins fljót til ef gengið hækkar. Verðlagning olíufélaganna er oft mjög óeðlileg.Er full ástæða fyrir samkeppniseftirlitið að fara ofan í þá verðlagningu og ef  hún er ekki eðlileg þá ætti að setja verðlag á bensíni og oíuvörum undir verðlagsákvæði. Óbreytt ástand gengur ekki lengur. 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Þrýsta á lækkun eldsneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaverð hækkar stöðugt hér

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, birtir á vefsíðu samtakanna hugleiðingar sínar um verðhækkanir. „Birgjar innlendra sem innfluttra matvara hafa flestir hækkað verð á vörum sínum. Umræðan hér er sú sama og í nágrannalöndum okkar, matvöruverð snarhækkar, bara miklu meira hér á landi. Hver skyldi ástæðan vera, er einhver maðkur í mysunni?

Það er rík ástæða til að hvetja bæði birgja og smásala að reyna að mæta óhjákvæmilegum hækkunum með hagræðingu eins og þeir best geta. Það er undir engum kringumstæðum hægt að sætta sig við að þessir aðilar nýti sér verðhækkunarskriðuna til að hækka álagningu sína í krónum

Þetta eru uggvænlegar fréttir. Nýlega var skýrt frá því,að matvælaverð hér væri 64% hærra en í löndum ESB.Svo koma  nú fréttir um að matvælaverð fari ört hækkandi. Undanfarin misseri hefur gengi krónunnar verið mjög hátt. Við hækkun krónunnar átti verð innfluttra   matvæla að lækka en það gerðist ekki. Nú lækkar krónan og  af þeim sökum og öðrum hækkar matvælaverð nú stöðugt. Innflytjendur eru fljótari að hækka en lækka. Það þarf róttækar ráðstafanir til þess að ná matvælaverði hér niður.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Matvöruverð hækkar stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka þarf skatta

Samfylkingin boðaði það í síðustu þingkosningum,að hún vildi lækka skatta. Sérstaka áherslu lagði hún á hækkun skattleysismarka,sem ekki hefðu fylgt launavísitölu frá 1988. Í stjórnarsáttmálanum segir ,að lækka eigi skatta fyrirtækja og einstaklinga en ekkert er sagt hvenær.

Nauðsynlegt er,að skattar almennings lækki sem fyrst. Skattleysismörkin eru nú 95 þúsund krónur á mánuði. En ef þau hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 ættu þau að vera 150 þúsund krón ur í dag.Félag eldri borgara í Rvk. vill ,að  þau verði hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Það yrði mikil kjarabót fyrir eldri borgara,öryrkja og allt láglaunafólk. Væntanlega leiðréttir ríkisstjórnin skattleysismörkin á þennan hátt. Það stendur í stjórnarsáttmálanum að jafna eigi kjörin í landinu. Þetta er besta leiðin til þess.

Björgvin Guðmundsson


Vill Sjálfstæðisflokkurinn fórna Vilhjálmi?

Allt bendir nú til þess,að herráð Sjálfstæðisflokksins

hafi ákveðið að fórna Vilhjálmi Þ.Vilhjálmssyni.Allt frá því,að flokkurinn myndaði meirihluta með Ólafi Magnússyni,sem kostaði flokkinn borgarstjórastólinn,

 hefur flokkurinn verið í miklum kröggum.Reykvíkingar fordæmdu það strax,að íhaldið skyldi leggjast svo lágt að  kaupa Ólaf með borgarstjórastólnum. Allir borgarfulltrúar flokksins stóðu að því ráðslagi og formaður Sjálfstæðisflokksins  lagði blessun sína yfir það. Skoðanakannanir sýndu fylgi Sjálfstæðisflokksins í lágmarki eftir  þessi makalausu vinnubrögð.Nú voru góð ráð dýr. Þá barst herráðinu  sú himnasending,að Vilhjálmur mismælti sig í kastljósþætti. Hann sagði borgarlögmaður í staðinn fyrir fyrrverandi borgarlögmaður.Ekki mjög alvarlegt en þetta dugði herráðinu. Vilhjálmur var strax úthrópaður,einkum af Morgunblaðinu og  vissum sjálfstæðismönnum. Einhvern tímann hefðu mismæli sem þessi ekki þótt alvarleg. En nú dugðu þau til þess að hamast á Vilhjálmi. Honum var umsvifalaust kennt um slæma stöðu flokksins enda þótt  fyrir lægi að staðan var slæm þar eð flokkurinn beitti  óvönduðum vinnubrögðum við  það að fá Ólaf til fylgilags við sig. Nei, herráðið telur,að það eina sem geti bjargað Sjálfstæðisflokknum í Rvk. nú sé að fórna Vilhjálmi og láta Hönnu Birnu eða Gísla Martein taka við. En dugar það?

 

Björgvin Guðmundsson


Kjarasamningar á lokastigi

Samningamenn aðila vinnumarkaðarins ætla í dag að reikna út kostnað við tillögur sem landssambönd ASÍ lögðu fram á fundi með Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi. Vonast er eftir að samkomulag takist um nýja kjarasamninga um eða eftir helgi á grundvelli þeirra tillagna sem nú liggja fyrir.

 

Guðmundur Gunnarsson sagði að yfirstandandi sólarhringur gæti ráðið úrslitum um framhaldið. Ef þessi tilraun skilaði ekki árangri færu blokkirnar innan ASÍ líklega hver í sína átt í lokafasa kjaraviðræðnanna; Starfsgreinasambandið í eina, iðnaðarmenn í aðra og verslunarmenn í þá þriðju. Guðmundur sagði að SA mundi fara yfir hugmyndirnar sem forysta ASÍ kynnti í gær og svara þeim í dag.

Þau samningsdrög sem nú liggja  fyrir gera ráð fyrir að kaup  hækki mest hjá þeim lægst launuðu og minna hjá þeim,sem betri kjör  hafa.Það er sú stefna,sem allir segjast fylgja en oft hefur reynst erfitt að koma í framkvæmd. Vonandio tekst nú að framfylgja þeirri stefnu.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lokaþáttur samningaviðræðna í sjónmáli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband