Verður Vilhjálmur sendiherra í Kanada?

Markús Örn Antonsson sendiherra Íslands í  Kanada hefur verið skipaður forstöðumaður  Þjóðmenningarhúss.  Sendiherrastaðan er því laus.Því hefur verið fleygt,að ef  til vill verði Vilhálmur Þ.Vilhjálmsson formaður borgarráðs,skipaður sendiherra Íslands í Kanada í stað Markúsar.Hann mundi þá taka við sendiherrastöðunni næsta haust áður en hann ætti að taka við starfi borgarstjóra í Rvk.Hanna Birna mundi þá sennilega taka  við oddvitastarfinu hjá Sjálfstæðisflokknum í Rvk,  og verða borgarstjóri,þegar Ólafur Magnússon hættir.Þetta  mundi leysa vandamál Sjálfstæðisflokksins  í Rvk.Flokkurinn vill losna við Vilhjálm og heldur að fylgið aukist   á ný,ef hann fer á brott. En það er ekki þar með sagt. Flokkurinn í heild ber ábyrgð á klúðrinu,bæði REI málinu og  því að kaupa Ólaf til fylgis við flokkinn  með borgarstjórastólnum.Allir 7 borgarfulltrúarnir stóðu að þeim hrossakaupum. Þeir geta ekki kennt Vilhjálmi einum um þau vinnubrögð og haldið að nóg sé að fórna honum.

 

Björgvin Guðmundsson


Rétt er að leyfa byggingu álverksmiðju í Helguvík

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af þenslu og telur ekki tímabært að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík í næsta mánuði eins og stefnt er að. Hann segir að ef Árni Mathiesen fjármálaráðherra ráði ekki við verðbólguna, ráði hann ekki við neitt.

Ég tel,að leyfa eigi byggingu álverksmiðju í Helguvík,þar eð Suðurnesjamenn hafa misst mjög stóran vinnustað,þ.e.  Keflavíkurflugvöll og vinnu þar fyrir varnarliðið.Það virðist mikill krafur i Suðurnesjamönnum að byrja sem fyrst framkvæmdir við nýja álverksmiðju. Menn vilja byrja strax í næsta mánuði. Sjálfsagt er að leyfa það  í því skyni að skapa ný atvinnutækifælri syðra. Um 700 manns munu fá vinnu við byggingu verksmiðjunnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Samkomulag um útlínur kjarasamninga

Formenn landssambanda og stærstu aðildarfélaga innan Alþýðusambands Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa orðið ásátt um megin útlínur launaliðs nýrra kjarasamninga, með fyrirvara um að viðunandi niðurstaða fáist í viðræðum aðildarsamtakanna um sérmál.

Við það er miðað að kjarasamningar gildi til nóvemberloka ársins 2010 og feli í sér hækkun almennra launataxta um 18.000 við undirskrift, 13.500 krónur árið 2009 og 6500 krónur árið 2010 og að launataxtar iðnaðarmanna hækki um 21.000 krónur við undirskrift, 17.500 krónur árið 2009 og 10.500 krónur árið 2010.

Við það er miðað að nýjar launatöflur taki gildi á hverju ári og ekki er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka álagsgreiðslur á móti taxtabreytingunni.

Samkomulag er um launaþróunartryggingu. Í því felst að þeir sem verið hafa í starfi hjá sama atvinnurekanda og hafa ekki fengið að lágmarki 5,5% launahækkun frá 2. janúar 2007 til undirritunar samninga fái það sem á vantar. Ennfremur verði ákvæði fyrir þá sem skipt hafa um starf fram til 1. september 2007. Á árinu 2009 verði launaþróunartryggingin 3,5%.

Árið 2010 verði almenn launahækkun upp á 2,5%, auk fyrrgreindra taxtahækkana.

Landsamböndin innan ASÍ munu hvert fyrir sig funda með SA næstu daga til að ljúka sérmálum og þá er einnig verið að kappkosta að ljúka þeim sameiginlegu málum sem verið hafa á borði ASÍ gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Þessi niðurstaða byggir af hálfu aðildarsamtaka ASÍ á viðunandi aðkomu stjórnvalda.

Þetta virðast vera ásættanlegir samningar,enda þótt hækkun til þeirra lægst launuðu sé í lægsta kanti.Eftir á að koma í ljós hvað kemur til viðbótar frá ríkisstjórninni. Væntalega verður það einhver skattalækkun,ef marka má yfirlýsingu forsætisráðherra frá því í gær.Skattalækkun er á við kauphækkun.Það þarf að hækka skattleysismörkjin mjög myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Taxtar hækka um 18 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lækkar Seðlabankinn vextina

Bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,75%. Er þetta í samræmi við spá greiningardeilda. Bankastjórn mun kynna rök fyrir ákvörðun sinni á sérstökum fundi sem sjónvarpað verður á vef bankans klukkan 11. 
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í gær,að ef Seðlabankinn lækkaði ekki stýrivextina nú væru kjarasamningar í uppnámi. Það væri þá óvíst,að atvinnurekendur gætu staðið við kauptilboð sín. Vilhjálmur telur,að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi gert ill verra. Vaxtahækkanirnar áttu að  lækka verðbólgu en það hefur ekki tekist. Hins vegar hafa vaxtahækkanirnar hækkað gengi krónunnar og valdið' útflutningsatvinnuvegunum erfiðleikum.Nú verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif vaxtaákvörðun Seðlabankans hefur á gerð kjarasamninganna.Ef þeir fara upp í loft vegna hennar er Seðlabankinn búinn að valda verulegum erfiðleikum  í
islensku efnahagslífi.
Björgvin Guðmundsson

mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný könnun: Samfylking stærst flokka

Samfylkingin hefur mest fylgi allra stjórnmálaflokka samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 5. til 7. febrúar. Samfylkingin fékk 38,8%,Sjálfstæðisflokkur 33,9%, Vinstri Grænir 11,9% , Framsóknarflokkur 8,6% og Frjálslyndir 6,7%.

Þetta er athyglisverð  niðurstaða. Sennilega tapar Sjálfstæðisflokkur þarna fylgi vegna klúðurs flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Klúðrið er aðallega fólgið í því að láta borgarstjórastólinn af hendi og  kaupa Ólaf Magnússson með stólnum.Allir borgarfulltrúar flokksins stóðu að þeim kaupum. Ekki þýðir að kenna Vilhjálmi  einum um þau.Þá tapar Sjálfstæðisflokkurinn einnig á REI málinu og  framgöngu Vilhjálms í kastljósi. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins var þó komið fam í Reykjavík áður en Vilhjálmur kom fram í kastljósi. Samfylkingin hefur staðið sig vel  í borgarstjórn Rvíkur og nýtur þess í framangreindri skoðanakönnun.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar rikisstjórnin að lækka skatta?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Viðskiptaþingi í dag að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að greiða fyrir  kjarasamningum á almennum markaði. Vísaði Geir í því sambandi sérstaklega til þess sem segir í stefnuyfirlýsingu hennar um lækkun á sköttum einstaklinga og fyrirtækja.

Það ber að fagna þessum ummælum forsætisráðherra. En það dugar ekki að láta orð falla. Það verður að framkvæma. Og þetta verður að gerast fljótt. Það þarf að lækka  skatta fljótt,helst á þann hátt að hækka skattleysismörkin verulega.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Lækkun skatta tengd samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband