Rúm fyrir eina álverksmiðju

Mjög eru skiptar skoðanir það hvort reisa eigi nýja álverksmiðju við Bakka eða   í Helguvík,ef aðeins er rúm fyrir eina álverksmiðju.Ég tel,að  Helguvík eigi að hafa forgang í því efni.

Tel,að aðeins eigi að reisa eina álverksmiðju nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Mótvægisaðgerðir hafa litlu skilað

.

 

Jón Kr. Óskarsson skrifar:

Nú þegar nýtt ár er hafið hafa komið betur og betur í ljós afleiðingar aflaskerðingar hér á landi. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar hafa litlu eða engu skilað til fólks á landsbyggðinni. Við getum ekki lifað á nefndum og athugunum, það verður að ákveða hlutina og framkvæma ekki seinna en strax. Launafólk á Húsavík, Vestfjörðum, Akranesi og fleiri stöðum á landsbyggðinni lifir ekki á loftinu, eða loforðum .

 

Björgvin Guðmundsson


Þingmenn fá aðstoðarmenn

Aðstoðarmenn formanna flokka verða í fullu starfi og hafa starfsaðstöðu á skrifstofum Alþingis, en aðstoðarmenn alþingismanna verða í hlutastarfi, með starfsaðstöðu í kjördæmunum. Þingmönnunum verður heimilt að slá sér saman um ráðningu aðstoðarmanns og hækkar þá starfshlutfallið í samræmi við það. 

Hér er stigið framfaraspor. Það tíðkast við mörg þjóðþing erlendis,að þingmenn hafi aðstoðarmenn. Það hjálpar þingmönnum að vanda vinnubrögð sín við gerð frumvarpa og öflun gagna. Til þessa hefur aðstaða þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu verið mjög ójöfn í þessu efni. Stjórnarþingmenn hafa getað fengið alla nauðsynlega  sérfræðiaðstoð í stjórnarráðinu. En þingmenn stjórnarandstöðu hafa ekki átt kost á mikilli sérfræðiaðstoð Nú verður breyting á.Aðstaða formanna þingflokkanna stórbatnar.og aðstaða óbreyttra þingmanna batnar einnig. Þetta mun væntanlega bæta vinnubrögð þingsins og efla þingið gagnvart framkvæmdavaldinu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Aðstoðarmenn í fullu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið brot á mannréttindum

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni:Kvótakerfið brot á mannréttindum.Þar segir svo m.a.:

Ísland brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu  úthlutað varanlegum kvóta  en sumir hafi engan kvóta og geti ekki stundað útgerð og sjósókn þó þeir haf menntað sig til þess og  eignast fiskiskip.Tveir sjómenn töldu brotið á sér þegar þeim var synjað um  veiðiheimildir og þeir kærðu málið til   Mannréttindanefndar Sþ. Nefndin hefur nú fellt úrskurð  sinn.Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði   í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og  sé úthlutað  að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Stendur á ríkisstjórninni?

Ráðherrarnir létu eins og þeir hefðu aldrei fengið þessar tillögur okkar," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund með ríkisstjórninni í morgun.

Ríkisstjórnin fundaði með forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og segir Guðmundur ekkert hafa gerst á fundinum. Hann segir ráðherrana hafa fengið tillögur frá verkalýðshreyfingunni þann 12. desember en það virðist ekki hafa skipt neinu máli.

„Þeir höfðu ekkert gert í málinu og þessi fundur var bara til þess að slátra þeirri vinnu sem hefur verið unnin undanfarna daga," segir Guðmundur ósáttur með fundinn.

Afstaða ríkisstjórnarinnar í málinu er undarleg. Ef hún hefur fengið tillögur verkalýðshreyfingarinnar12.desember hefði hún átt að vera tilbúin með sínar tillögur nú. Hún á ekki að tefja gerð kjarasamninga.

Björgvin Guðmundsson


Guðni vill breyta kvótakerfinu þrátt fyrir höfundarrétt Halldórs

Frumvarp framsóknarmanna um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins þess efnis að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eignarétti, verði þjóðareign er „stærsta mál þingsins“, að sögn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins. Guðni telur stuðning allra flokka vísan í þessu máli, sem brýnt sé að ljúka sem allra fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær.

Stefnubreyting Framsóknarmanna varðandi kvótakerfið og  varðandi það að setja það í stjórnarskrá,að náttúruauðlindir séu þjóðareign,er ánægjuleg.Sérstaklega er það  ánægjulegt,að formaður Framsóknarflokksins skuli vilja taka tillit til úrskurðar Mannréttindanefndar Sþ. um að breyta kvótakerfinu þannig,að það  verði sanngjarnt og brjóti ekki áfram mannréttindi. Halldór Ásgrímsson hefur stundum  verið nefndur guðfaðir kvótakerfisins. Svo það hefur þurft hugrekki fyrir Guðn að brjótast út úr kvótahugsunarhætti Framsóknar. Hann á þakkir skilið fyrir það.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Forgangsverkefni að klára stjórnarskrármálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægstu laun hækka um 32% á samningstímanum

ÞARNA sjáum við lægstu laun hjá Starfsgreinasambandinu hækka yfir 32% á samningstímanum og byrjunarhækkunin er um 16%. Þarna eru miklir og góðir áfangar t.d. varðandi slysatryggingamál verkafólks, sem hafa verið í miklum ólestri.Þetta segir Kristján Gunnarsson um samningsdrög,sem væntanlega verða undirrituð á morgun.

Það er ánægjulegt,að lægstu laun hækki um 32% á  samningstímanum.Það er raunar lágmark, þar eð launin eru svo lág í dag. Byrjunarhækkun verður  16%.Verkalýðshreyfingin ræðir við ríkisstjórnina í dag og fer fram á skattalækkun. Væntanlega  hækkar   ríkisstjórnin skattleysimörkin myndarlega. Það er alger nauðsyn á því.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband