Sala orkuauðlinda ríkis og sveitarfélaga verður bönnuð

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sem hann hélt í gær á aðalfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, að hann hefði ekki orðið var við beina andstöðu sveitarstjórna eða orkufyrirtækja gegn því markmiði sem hann hefði lýst, að opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, ætti ekki að verða heimilt að framselja með varanlegum hætti orkuauðlindir. Össur benti á að forsætisráðherra hefði tjáð sig með eindregnum hætti um þetta mál, bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Svipuð viðhorf hefðu komið fram hjá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi og ennfremur almenningi.

Endurnýjanleg orka væri að verða mjög eftirsóknarverð. „Gleymum því ekki, að eins og lögin eru í dag, þá er ekkert sem hindrar að orkuauðlindirnar séu seldar – ef vilji er til þess hjá sveitarfélagi. Sú staða getur komið upp, og hefur komið upp,“ sagði Össur. „Ég vil líka segja það alveg skýrt, að ég hef engan vilja til að ríkið ásælist þann hluta orkulindanna, hvort sem er um að ræða í vatnsföllum eða jörðu, sem er í einkaeigu í dag,“ bætti hann við.

Það er mjög ánægjulegt,að samstaða skuli vera um það í ríkisstjórninni ,að banna sölu orkuauðlinda,sem eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga.I dag er ekkert sem bannar slíka sölu enda seldi Hitaveita Suðurnesja  stóran hlut   til einkafyrirtækis, Geysir Green Energy, og hlutur í því lenti í höndum útlendinga,fyrirtækis í New York.Það er ótækt.Frumvarp Össurar bannar slíkt en það er enn ekki komið á dagskrá alþingis. Það situr enn fast í þingflokki SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.

Björgvin Guðmundssin


mbl.is Vill ekki að ríkið ásælist orkulindir sem eru í einkaeigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki pólitíska fundi í Fríkirkjunni

Fyrrverandi stjórnarmaður úr safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Reykjavík mótmælir því að Samtökin Sól á Suðurlandi efni til fundar í húsakynnum kirkjunnar á morgun. Tilefni fundarins er að mótmæla áformum um að virkja Þjórsá. „Þetta er pólitíkskt þrætuepli sem þarna er í gangi," segir Magnús Siguroddsson, rafmagnstæknifræðingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Fríkirkjunni.

Hann segist hafa verið í Fríkirkjusöfnuðinum frá því í bernsku og sér vitandi hafi aldrei verið haldnir pólitískir fundir þar. Magnús segist fara þess vinsamlega á leit við núverandi safnaðarstjórn kirkjunnar að hætt verði við fundinn og hann færður á annan stað. Hann segist þó ekki hafa rætt málið við Hjört Magna Jóhannsson fríkirkjuprest.

Ég tek undir með Magnúsi Siguroddssyni: Það á ekki að halda pólitíska fundi í Fríkirkjunni. Það er best að halda fríkirkjusöfnuðinum utan við öll  pólitísk átök. Það eru menn í  söfnuðinum með ólíkar pólitíska skoðanir. Þess vegna getur það verið mjög viðkvæmt  mál,ef kirkjan er tekin undir pólitíska fundi.- Ég er í fríkirkjusöfnuðinum og hefi verið þar í 70 ár.

 

Björgvin Guðmundsson


Samningsgerðin tefst

Kjaraviðræður stóðu fram undir miðnætti í Karphúsinu í gær. Flestir sem að þeim koma voru búnir upp úr klukkan ellefu en Starfsgreinasambandið fundaði með Samtökum atvinnulífsins lengur. Flestir viðmælendur Morgunblaðsins voru bjartsýnir á daginn í dag, en þeir halda vinnu áfram nú klukkan tíu fyrir hádegi. „Það sem er enn á sameiginlegu borði ASÍ klárast öðrum hvorum megin við hádegið,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, taldi einungis fjórtán sérkröfur mismunandi aðila enn á sínu blaði og var jákvæður um framhaldið. Fulltrúar landssambanda sem rætt var við voru sömuleiðis jákvæðir, þótt undirskriftir og handabönd biðu helgarinnar, en þyngra hljóð var í Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem kvaðst vonsvikinn af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar í gær. Ráðherrar hefðu virst óundirbúnir þrátt fyrir að hafa haft aðgang að kröfugerðum síðan í desember

Það er  nú ljóst,að það mun dragast í nokkra daga að skrifað verði undir nýja kjarasamninga. Ástæðan er sú,að ríkisstjórnin er ekki tilbúin með sínar aðgerðir í skattamálum eða öðrum mikilvægum málum.Þó stjórnin fengi kröfur verkalýðsfélaganna í 12.desember er   hún  enn ekki tilbúin með sínar  tillögur. Henni  hafa ekki dugað 2 mánuðir. Það er ámælisvert,að  ríkisstjórnin skuli ekki hafa notað þennan tíma til þess að semja sínar tillögur og þurfi nú að  tefja samningsgerðina.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Örfáar kröfur enn á borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband