Forustan herðir róðurinn gegn Vilhjálmi

Geir H. Haarde forsætisráðherra segist vonast til þess að framtíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns borgarráðs, ráðist í þessari viku. Hann segir mikilvægt að Vilhjálmur taki ákvörðun sem fyrst því að óvissan skapi erfiðleika. Í Silfri Egils í dag sagði Geir að hann myndi styðja Vilhjálm ef hann tæki þá ákvörðun að gefa kost á sér sem borgarstjóri eftir ár. Geir sagði hins vegar að ef Vilhjálmur myndi hætta sem oddviti væri eðlilegast að næsti borgarstjóri kæmi úr hópi borgarfulltrúa flokksins. Hann vildi þó ekki nefna hver hann teldi að það ætti að vera.

Ljóst er af þessum ummælum Geirs,að forusta íhaldsins herðir nú róðurinn gegn Vihjálmi. Það á að pína hann til þess að segja af sér sem oddviti og borgarstjóraefni flokksins.Hann fær ekki mikið ráðrúm til þess að hugsa sitt mál og athuga sinn gang. Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson létu svipuð ummmæli falla. Ekki verður séð,að mikið liggi á. ÍhALDIР  á ekki að fá borgarstjórann fyrr en eftir rúmt ár. Það er engu líkara en að íhaldið hafi farið  á taugum við skoðanakönnun heimur.is. En í henni rauk Samfylkingin langt upp fyrir íhaldið. En þó Vihjálmi verði sparkað til Kanada eða alveg út breytir það engu um fylgi íhaldsins. Hinir borgarfulltrúarnir bera jafnmikla ábyrgð á meirihlutanum með Ólafi og þvi að hann var keyptur með borgarstjórastólnum til fylgis við íhaldið.

 

Björgvin Guðmundsson.


Vill stjórn Samfylkingar,íhalds og VG um Rvk

Stefán Jón Hafstein,borgarfulltrúi, sem er í leyfi frá störfum vegna starfa í Afríku, setti fram róttæka hugmynd í Silfri Egils í dag.Hann sagði,að Reykjavik væri stjórnlaus og mynda ætti öfluga stjórn burðarflokkanna um stjórn borgarinnar:Samfylkingar,Sjálfstæðisflokks  og Vinstri grænna.Þetta er  athygliisverð hugmynd hjá Stefáni.Samkvæmt henni mundu örflokkarnir  ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi um stjórn borgarinnar. Það er auðvitað fráleitt,að örflokkar með 1 borgarfulltrúa hvor geti stiillt stórum flokkum upp við vegg og heimtað sterk embætti og stöður.En önnur hugmynd væri sú,að allir flokkar tækju  saman um stjórn borgarinnar. Það væri eins konar "þjóðstjórn". Upplausnin í Rvk. kallar á róttækar aðgerðir.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattar á fyrirtæki lækkaðir í 15%

Geir Haarde forsætisráðherra  sagði í Silfri Egils í dag,að ríkisstjórnin væri tilbúin  með yfirlýsingu til þess að leggja fram í tengslum við gerð kjarasamninga.Samkvæmt henni ætlaði ríkisstjórnin að lækka skatta á fyrirtækjum í 15% ( úr 18%) og persónuafsláttur yrði  lækkaður,þannig að skattur á einstaklingum lækkaði einnig. Geir sagði ekki hve mikið.Önnur atriði verða í yfirlýsingunni.

Ég tel,að fyrst og fremst eigi að lækka skatta á almenningi,einstaklingum ,þ.e.  í   formi  hækkunar    á skattleysismörkum.Í framhakldi af því megi lækka eitthvað skatta fyrirtækja.

Björgvin Guðmundsson


Ilugi: Orkuauðlindir betur komnar í einkaeign

Illugi Gunnarsson,þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í Silfri Egils í dag,að hann vildi að orkuauðlindir væru í einkaeign. Þær væru betur komnar þar en í opinberri eigu.Þessi ummmæli komu fram í umræðu um orkumálafrumvarp iðnaðarráðherra. Í því er gert ráð fyrir,að ekki megi selja til einkaaðila orkuauðlindir,sem  séu í opinberri eigu  Katrín.Júlíusdóttir,þingmaður Samfylkingarinnar,sagði,að 88% háhitasvæða landsins væru  eigu sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpi Össurar má  ekki selja þessi háhitasvæði til einkaaðila. Hér er ef  til vill komin skýringin á því hvers vegna frumvarpið situr fast í þingflokki íhaldsins.Geir Haarde er sammála Össuri en aðrir eins og Illugi vilja ,að einkaaðilar eigi orkuauðlindirnar.
Björgvin Guðmundsson

Lyfjaverð er alltof hátt hér á landi

Við erum í viðræðum við lyfjabúðirnar um að endurskoða álagninguna,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, nýr formaður lyfjagreiðslunefndar.

„Einnig er verið að breyta sjúkratryggingarkerfinu öllu. Svokölluð Pétursnefnd er að skoða það mál og þar koma lyf inn í. Þá breytast forsendur og það verður hægt að breyta ýmsu, líklega líka álagningu á lyf.“

Lyfjanefnd annast verðsamanburð á lyfjum hér og annars staðar á Norðurlöndum. Í nýju frumvarpi er gert ráð fyrir að liðka fyrir póstverslun með lyf og markaðssetningu lyfja.

„Frumlyf eru miklu dýrari því þau eru háð einkaleyfum, samheitalyf eru ódýrari því þá er einkaleyfið fallið niður. Okkur vantar hér á markað fleiri samheitalyf,“ segir Rúna. Hún bindur vonir við að norrænt samstarf leiði til þess að ný lyf komi fyrr á markað hér á landi og segir einnig að eldri lyf sem ekki er lengur einkaleyfi á dugi mörgum eins vel og nýrri og dýrari lyf.

Það er ánægjulegt  að heyra að liðka eigi fyrir póstverslun með lyf. Það er ótækt,að bannað skuli að panta lyf erlendis frá þar sem lyfjaverð er mikið lægra. Einnig er ánægjulegt að heyra að  viðræður skuli í gangi  við lyfjabúðirnar  um endurskoðun álagningar,væntanleg til þess að lækka hana. Það er í raun hreint okur á lyfjum hér og  það verður að lækka. Hátt lyfjaverð  bitnar mjög þunglega á eldri borgurum,sem nota tiltölulega meiri lyf en aðrir.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Liðkað fyrir póstverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun kennara þurfa að hækka

Það hefur reynst erfitt að fá nægilega marga kennara í grunnskóla landsins vegna þess hve laun kennara eru lág. Nokkuð er síðan kennarastéttin varð kvennastét,þar eð karlar,sem eru menntaðir kennarar hafa margir hverjir fengið sér önnnur betur launuð störf. Þetta er slæm þróun. Auðvitað þurfa laun kennara að vera þannig,að bæði karlar og konur sjái sér fært að nýta menntun sína og kenna. Nú hafa þrír áhrifamiklir stjórnmálamenn lýst því yfir,að hækka þurfi laun kennara myndarlega: Þorgerður Katrín Gunnarsdótti,menntamálaráðherra, hefur lýst þessu yfir. Sömuleiðis Ágúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar og  nú í Mbl. í dag  Jónmundur Guðmarsson,bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þessar yfirlýsingar hafa allar mikið að segja. Væntanlega beita Þorgerður og Ágúst Ólafur sér fyrir þ.ví,að ríkið láti aukna fjármuni ganga til sveitarfélaganna svo þau geti hækkað laun kennara myndarlega.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband