Laun undir framfærslukostnaði

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs, segir á vef flokksins að sú hugmyndafræði, sem lögð er til grundvallar nýgerðum kjarasamningum sé góð og nálgunin sé rétt: að reyna að hækka lægstu laun og umsamda kauptaxta sérstaklega.

Hins vegar segir hann,að enn sé verið að semja um laun langt undir framfærslukostnaði,í raun undir  fátæktarmörkum.Það sé verið að hækka laun úr 119 þúsund á mánuði í  137 þúsund á mán.

Þá gagnrýnir Steingrímur ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hann segir,að  atvinnurekendur hafi forgang. Þeir eigi að fá skattalækkun í einu lagi strax. En almenningur eigi að fá lækkun persónuafsláttar  í þrennu lagi á 3 árum. Eftir lækkun tekjuskatts atvinnurekenda í  15% verði sá skattur einn sá lægsti í Evrópu.

 

Björgvin Gu'mundsson


mbl.is Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið fær mikið af peningunum til baka

Ríkisstjórnin  flaggar því,að  ráðstafanir hennar muni kosta á 3 árum 20 milljarða. Hún segir ekki hvað þetta kosti mikið fyrsta árið en það hefði verið eðlilegt. En auk þess hefði verið eðlilegt að ríkisstjórnin hefði áætlað hvað ríkið fær  mikið til baka í auknum skötttum vegna launahækkana.

Ólafur Einarsson nefnir í bloggi í dag dæmi um það hvað ríkið fær mikið til baka. Hann sýnir fram á að starfsmaður í ræstingu tapar upp undir helmingi af kauphækkuninni til ríkisins í auknum sköttum. Hann heldur aðeins rúmlega helming af 18000 kr. kauphækkun. Dæmi Ólafs sýnir,að hækkun persónuafsláttar er alltof lítil. Væntanlega leiðréttir alþingi hana.

 

Björgvin Guðmundsson


Flugvöllurinn verður að fara

Sú staðhæfing fulltrúa núverandi borgarstjórnar að ekki sé hægt að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýri á kjörtímabilinu vegna veðurrannsókna stenst ekki,“ segir Örn Sigurðsson, stjórnarmaður Samtaka um betri byggð.

Ummæli þeirra Gísla Marteins Baldurssonar, Dags B. Eggertssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kastljósinu í síðustu viku gáfu til kynna að ónóg gögn lægju fyrir um framtíð Reykjavíkurflugvallar, þar sem veðurathugunum á Hólmsheiði yrði ekki lokið á kjörtímabilinu. Þetta segir Örn ekki rétt. Eftirfarandi kemur fram í minnisblaði frá fundi samtakanna með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins 8. febrúar sl.:

„Haraldur Ólafsson veðurfræðingur gerði grein fyrir því að reikna mætti vindafar og kviku yfir hugsanlegum flugvallarstæðum með töluverðri nákvæmni með tölvuhermun, sem byggir á tölvulíkani af landslagi, mælingum á veðurfari á viðkomandi stað og upplýsingum frá nálægum veðurathugunarstöðvum. Tölvuhermun tæki einungis nokkra mánuði og kostnaður væri minni en eins dags fórnarkostnaður af flugstarfsemi í Vatnsmýri.“

Ummæli Haraldar Ólafssonar veðufræðiings benda til þess að  unnt sé að gera nauðsynlegar veðurathuganir vegna nýs flugvallar á nokkrum mánuðum.Það þarf því ekki að tefja brottflutning flugvallarins um mörg ár af þeim ástæðum. Best er að flytja flugvöllinn sem fyrst. Það er ekkert vit í því að vera með millilandaflugvöll inn í miðri borg. Ég segi millilandaflugvöll vegna þess að millilandaflugvélar geta lent þar. Það er gífurleg slysahætta af flugvelli þarna  og  mjög gott svæði fyrir íbúðarbyggð er þarna ónotað.Nýja skipulagið sem kynnt  hefur verið á flugvellinum lofar mjög góðu.

Björgvin Guðmundsson

 

l


mbl.is Vel hægt að ljúka innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30% hækkun á lægstu laun verkamanna

Við erum hér að vinna í takt við verkalýðshreyfinguna sem ég vil meina að sé að gera mjög merkilega kjarasamninga,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra eftir fund með fulltrúum SA og ASÍ í gær þar sem þeim voru formlega kynntar aðgerðir sem greiða fyrir gerð kjarasamninga. Spurð hvort aðgerðirnar væru fullnægjandi fyrir þá launþega sem fá litlar sem engar kjarabætur í þessum samningum sagði Ingibjörg: „Þetta eru almennar aðgerðir sem koma til móts við allt launafólk sem greiðir skatta, á börn og greiðir af húsnæði. Við erum að koma til móts við mjög breiðan hóp með þessu og þetta er góð viðbót við almenna kjarasamninga.

Sigurður Bessason formmaður Eflingar  segir,að  félagsmenn Eflingar fái 30 % hækkun á lægstu taxta.Einnig fáist viðbótarorlofsdagar.Helstu vonbrigðin eru þau segir hann hve aðgerðir  ríkisstjórnarinnar í skattamálum koma seint og að breytingar á vaxtabótum séu ekki meiri.

Ég fagna því að hinir lægst launuðu fá  myndarlega kjarabót. En ég tel, hækkun persónuafsláttar alltof litla.Það vantar enn að leiðrétta  skattleysismörk fyrir gömlu árin. Þau ættu nú að vera 150 þúsund á mánuði ef þau hefðu fylgt launavísitölu FRÁ 1988.Einnig er fyrsta skrefið alltof lítið,þ.e. 2000 króna hækkun persónuafsláttar 2009. Það er of lítið og of seint.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 20 milljarðar í aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuafsláttur hækkar um 2 þúsund krónur fyrsta árið

Persónuafsláttur hækkar um 7.000 krónur umfram almenna verðuppfærslu á næstu þremur árum. a Skerðingarmörk barnabóta verða komin í 150.000 krónur að þremur árum liðnum. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir frekari aðgerðum til lækkunar vöruverðs og verður tekjuskattur á fyrirtæki lækkaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í átta liða skjali sem lýsir aðgerðum stjórnvalda vegna kjarasamninga.

 

Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til eru hækkun húsaleigubóta, 35% hækkun eignaskerðingamarka vaxtabóta  og hækkun atvinnuleysisbóta til samræmis við hækkun lægstu launa.

Persónuafsláttur hækkar aðeins um 2.000 kr. fyrsta árið, þ.e. árið 2009.En skattalækkun atvinnurekenda, þ.e. fyriirtækja kemur til framkvæmda öll í einu lagi, þ.,e,   árið 2009 en þá lækkar skatturinn úr 18 % í 15%. Samkvæmt þessu virðist ríkisstjórnin leggja meiri áherslu á að lækka skatta fyrirtækja en almennings.Fólk finnur lítið fyrir því þó  persónuafsláttur hækki um 2ooo krónur.

Það hefði þurft að hækka persónuafsláttinn mikið meira.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stöðugleiki meginmarkmiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband