Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Samfylking með 46,7% í Rvk.
Í nýrri Gallup könnun kom eftirfarandi fram:
45,4% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokk í síðustu borgarstjórnarkosningum en 31,4% sögðust myndu kjósa flokkinn ef kosið væri nú. 30,4% kusu Samfylkinguna en 46,7% segjast myndu kjósa hana nú. 4% kusu F-listann en 3% sögðust myndu kjósa listann nú. 5,5% sögðust hafa kosið Framsóknarflokk og 3% sögðust myndu kjósa hann nú og 14,6% sögðust hafa kosið VG en 16% sögðust myndu kjósa flokkinn væru kosningar nú.
Capacent gerði könnunina 13-18. febrúar. Úrtakið var 1800 manns í Reykjavík en svar bárust frá 1115. 880 tóku afstöðu til spurninga um borgarstjóraefni sjálfstæðismanna.
Flestir Sjálfstæðismenn sögðust vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Eiga lífeyrissjóðirnir að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila
Lífeyrissparnaður Íslendinga sem hlutfall af landsframleiðslu er í fyrsta skipti orðinn sá mesti í heimi, samkvæmt tölum, sem Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin, OECD, hefur birt. Samkvæmt tölunum, sem eru frá árinu 2006, var lífeyrissparnaður Íslendinga 132,7% af vergri landsframleiðslu það ár, ívið meiri en sparnaður Hollendinga, 130% og Svisslendinga, 122,1%.
Að meðaltali var lífeyrissparnaður 72,5% af landsframleiðslu hjá OECD ríkjunum í árslok 2006. Auk landanna þriggja, sem nefnd eru hér að ofan, voru þrjú lönd með hærra hlutfall: Ástralía, 94,3%, Bretland, 77,1% og Bandaríkin, 73,7%. Finnland var rétt neðan við meðaltalið með 71%.
Íslensku lífeyrissjóðirnir eru orðnir það öflugir,að rétt er að kanna hvort þeir ættu að aðstoða við byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða eins og tillögur hafa komið fram um. Slíkt væri sennilega ekki unnt nema með lagabreytiingu.Þess verður þó að gæta að veikja ekki sjóðina svo þeir geti ekki sinnt nægilega vel sínu aðalhlutverki að greiða félagsmönnum sínum lífeyri. En lífeyrissjóðirnir hafa ávaxtað sitt fé á margvíslegan hátt,þar á meðal með kaupum hlutabréfa og verðbréfa,innan lands og utan.Áxöxtun lífeyrissjóðanna var ekki nema 1% sl. ár.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lífeyrissparnaðurinn sá mesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Alþingi:Launþeginn heldur aðeins 10 þús. kr. eftir af 18 þús. kr.
Fram fóru umræður um nýja kjarasamninga á alþingi í dag,svo og um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að lægstu taxtar og lægstu bætur almannatrygginga dugi ekki fyrir framfærslu. Það markmið hefði ekki náðst við gerð kjarasamninga, að koma þeim sem fá lægstu launin upp fyrir fátæktarmörk. Hann benti á, að rauntekjuaukning þeirra, sem fá 18.000 króna hækkun, sé niðurstaðan sú, að launþeginn haldi eftir 10 þúsund krónum þegar skattar og önnur gjöld hafa verið dregin frá. Sérstakur persónuafsláttur fyrir láglaunafólk hefði skilað þeim hópi mun meiri rauntekjuaukningu.
Fram kom í umræðunum,að skattleysismörkin eigi að hækka í 115 þúsund á mánuði á næstu 3 árum.Þau eru nú 95 þúsund. Hækkunin næsta ár verður aðeins rúmlega 5700 kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir: Mjög ábyrgir samningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Of lítið skref í skattamálum almennings
Ráðstafanir ríkisins
i skattamálum eru of litlar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Eldri borgari í Noregi fær yfir 200 þúsund frá almannatryggingum
Hlustandi hringdi í Útvarp Sögu í morgun og sagði,að eldri borgari í Noregi fengi í lífeyri frá almannatryggingum þar landi yfir 200 þúsund á mánuði.En hér á landi fær eldri borgari aðeins 130 þúsund frá almannatryggingum,fyrir skatta,118 þúsund eftir skatta.Síðan fá menn í Noregi til viðbótar þessu lífeyri frá lífeyrissjóði,ef þeir eru í slíkum sjóði.Grunnlífeyrir í Noregi er yfir 60.000 á mánuði. Allir fá hann án nokkurrar skerðingar vegna tekna.
Björgvin Guðmundsson
í
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Halda ber byggðakvótunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar telur tímabært að endurskoða reglur um byggðakvóta. Hún vill kanna þann möguleika að selja veiðiheimildirnar á almennum markaði, andvirðið renni síðan til sjávarbyggða. Sérfræðingar telja hægt að fá um tvo milljarða króna árlega fyrir veiðiréttinn á almennum markaði.
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur setið á vinnufundi á Akureyri í dag, og rætt meðal annars sjávarútvegsmál. Samkvæmt reglum hefur sjávarútvegsráðherra heimild til að úthluta 12.000 tonnum af botnfiski til sveitarfélaga, sem einhverra hluta hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Samfylkingin mun hugsa þessa tillögu sem svar við úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. um að kvótakerfið brjóti mannréttindi.Þessi tillaga dugar hvergi nærri til þess að svara gagnrýni Mannréttindanefndarinnar.Hún gengur alltof skammt en fagna ber því,að Samfylkingin sé að hugsa svar og hvað megi gera.Ef fara ætti þessa leið yrði að setja talsvert meira af þorski á uppboð um leið.Gretar Mar þingmaður telur að bjóða yrði upp a.m.k. 25-30% veiðiheimilda árlega eða jafnvel helming.
Ekki líst mér á að ráðist sé á byggðakvótana í þessu skyni. Þeir hafa reynst vel og voru settir á til stuðnings sjávarbyggðum
úti á landi.Það er unnt að taka ákveðið magn af veiðiheimildum og bjóða upp fyrir alla án þess að taka byggðakvótana af.Ég vil halda byggðakvótunum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Hækkun persónuafsláttar kostar mest
Ingibjörg Sólrún,formaður Samfylkingarinnar, var í kastljósi í gær og ræddi kjarasamningana og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar.Hún sagði,að hækkun persónuafsláttar væri dýrasta aðgerð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna yrði að dreifa þeirri aðgerð á langan tíma. Hún sagði hækkun persónuafsláttar um 7 þúsund kosta 14 milljarða.Það þýðir að fyrstu 2 þúsund krónurnar í hækkun persónuafsláttar kosta 4 milljarða.Víst eru þetta miklir peningar. En af þessu sést hvað mikið hefur verið haft af skattgreiðendum með því að láta ekki skattleysismörkin fylgja launavísitölu frá 1988. Ef það hefði verið gert væru skatttleysimörkin 145-150 þúsund á mánuði í dag í stað 95 þúsund á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)