Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Klofningur hjá Sjálfstæðisflokknum um orkufrumvarpið
Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks gera fyrirvara við orkufrumvarp iðnaðarráðherra, sem þingflokkur sjálfstæðismanna afgreiddi í dag. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og einnig, að forsætisráðherra og iðnaðarráðherra eigi eftir að fara yfir nokkur atriði áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi.
það kemur ekki á óvart,að ágreiningur skuli vera um málið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir af þingmönnunum geta ekki fallist á það,að bannað skuli að selja orkuauðlindir hins opinbera til einkaaðila. Þeir vija hafa möguleika á því að koma sem mestu af auðlindum okkar í hendur einkaaðila.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sex þingmenn gera fyrirvara við orkufrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Mikill niðurskurður til íþróttamála
Borgarstjórnarmeirihluti Ólafs og íhaldsins ætlar að skera niður mikið til íþróttamála.Niðurskurðurinn nemur a.m.k. 1 milljarði.Og líklega vantar um 4 milljarða upp á að íhaldið standi við kosningaloforð sín.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Góð lagfæring barnabóta
- Í tengslum við kjarasamningana tilkynnti ríkisstjórnin hækkun skerðingarmarka barnabóta. Ber að fagna því skrefi,sem væntanlega mun koma barnafólki vel .
- Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð úr 100 þúsund krónum á mánuði fyrir einstaklinga í 120 þúsund krónur árið 2008 og 150 þúsund krónur árið 2009. Sambærilegar fjárhæðir fyrir hjón hækka úr 200 þúsund krónum í 240 þúsund krónur árið 2008 og 300 þúsund árið 2009. Tekjuskerðingarhlutföll vegna annars og þriðja barns verði jafnframt lækkuð um 1% árið 2008.
- Húsaleigubætur hækki og verði hámarksbætur 46 þúsund krónur á mánuði í stað 31 þúsund króna. Ennfremur hækki sérstakar húsaleigubætur og skilyrði fyrir þeim verði rýmkuð svo þær nái til fleiri heimila. Samanlagt geta almennar og sérstakar húsaleigubætur því numið 70 þúsund krónum á mánuði í stað 50 þúsund króna.
Jafnframt mun ríkisstjórnin taka til endurskoðunar fyrirkomulag vaxtabóta og húsaleigubóta í samráði við aðila vinnumarkaðarins o.fl. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum í samstarfi við sveitarfélög:
Verkalýðshreyfingin gerði sér vonir um að ríkisstjórnin mundi hækka vaxtabætur myndarlega.En ríkisstjórnin setti það mál á ís,ætlar að endurskoða málið í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Vaxtabætur hafa dregist mikið aftur úr vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Fólk með lágar tekjur hefur misst vaxtabætur að mestu,þar eð fasteignamat rauk upp úr öllu valdi.
Björgvin Guðmundsson