Geir fjallar um bankana

Bankarnir hafa verið djarfir í útrásinni og fjárfestingum erlendis, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra.

„Það hefur verið hluti af þeirra viðskiptamódeli, ef svo mætti segja, og við þær aðstæður sem komnar eru upp getur það skapað erfiðleika. En ég býst nú við því að flestar fjárfestingar bankanna erlendis hafi verið góðar í þeim skilningi að þær skili ávöxtun og þá eru þær ábyggilega góð söluvara ef á þarf að halda á nýjan leik. Sumir hafa sagt að þetta viðskiptamódel feli í sér ábyrgðarleysi en ég vil ekki taka mér það orð í munn. En menn hafa verið djarfir,“ segir Geir við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Geir hefur nú ráðið Finn Sveinbjörnsson,sem ráðgjafa sinn. Hann var áður framkvæmdastóri sparisjóðabankans.Finnur á að taka sérstaklega til meðferðar "bankakrísuna",.þ.e. hið háa skuldatryggingarálag bankanna og hvað unnt er að gera til þess að bæta ímynd bankanna erlendis.Hvað getur ríkið gert til þess að  aðstoða bankana,annað en að veita þeim ábyrgð. Ríkisstjórnin veit,að erfiðleikar bankanna eru grafalvarlegt mál. Þegar hefur verið ætt um  að halda uppi kynningarstarfsemi erlendis og  flytja réttar upplýsingar um stöðu bankanna. Nóg er af röngum upplýsingum um stöðu þeirra í erlendum blöðum

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum umboðsmann aldraðra

Á aðalfundi FEB í Reykjavík í dag var samþykkt að skora á ríkisstjórnina að  stofna embætti umboðsmanns aldraðra. Samfylkingin var einnig með það mál á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar.

Verkefni umboðsmanns aldraðra yrði að fjalla um réttindamál aldraðra og réttindabrot gagnvart þeim. Í dag koma iðulega upp slík mál,sem enginn í stjórnsýslunni telur sig eiga að sinna.Það er orðin brýn nauðsyn að fá umboðsmann  aldraðra,þar eð viðhorf stjórnvalda hér til aldraðra er  mjög neikvætt,gagnstætt því sem er á hinum Norðurlöndunum.Stjórnvöld hér reyna alltaf að komast hjá því að veita öldruðum  sjálfsögð réttindi og sómasamleg kjör.Stefna stjórnvalda gagnvart öldruðum hér virðist alltaf vera sú að gera eins lítið og mögulegt er og að draga hlutina eins lengi og nokkur leið er.Þetta mundi væntanlega breytast ef umboðsmaður aldraðra væri starfandi. Slíkur umboðsmaður mundir þá gæta réttinda aldraðra gagnvart stjórnvöldum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Félag eldri borgara:Enn langt í land

Félag eldri borgara í Reykjavík (Feb.)hélt fjölsóttan aðalfund í dag. Margrét Margeirsdóttir,formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. Hún fagnaði ýmsum umbótum í málefnum eldri borgara á árinu svo sem flutningi á málaflokknum til félags-og tryggingamálaráðuneytis. Hún kvað einnig minni tekjutengingar til bóta en sagði,að  enn væri langt í land að öll markmið  samtaka eldri borgara næðust. Hún minnstist m.a. á  skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna í því sambandi. Kvað hún félagsmálaráðherra hafa lofað  að beita sér fyrir úrbótum í því efni en þær hefðu ekki komið enn.

Samþykkt var að hækka ætti  lífeyri eldri borgara í sem svarar neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Ísland en það  þýðir 226 þúsund króna lífeyri á mánuði fyrir einhleypinga,fyrir skatta.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ferðamenn fái að taka meira með sér tollfrjálst til landsins

Ferðamaður sem kemur hingað til lands má hafa með sér þrjú kíló af matvörum og vörur fyrir að hámarki 46 þúsund krónur.

„Ég tel að það eigi að leita leiða til að hækka hámörkin svo þau endurspegli raunveruleikann, þ.e. hvað geti talist eðlilegt að ferðamaður hafi með sér til landsins án þess að hann sé að flytja inn vörur í ábataskyni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.

Viðskiptaráðherra hreyfir hér þörfu máli. Núgildandi reglur eru úreltar. Björgvin G.Sigurðsson hefur verið duglegur við að hreyfa ýmsum umbótamálum,svo sem afnámi stimpilgjalda. Hann á þakkir skilið fyrir það.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Telur tollafríðindin ekki í samræmi við veruleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraðir: Af hverju bætir ríkisstjórnin ekki kjör þeirra,sem verst standa?

Ríkisstjórnin hefur  ákveðið að bæta kjör þeirra ellilífeyrisþega,sem eru  á vinnumarkaðnum.Það er gott svo langt sem það nær. En þessi hópur eldri borgara  er ekki sá hópur aldraðra,sem verst er staddur. Þessi hópur býr við þokkaleg kjör,þar eð hann hefur heilsu til þess að vinna þrátt fyrir ellilífeyrisaldur. En  það eru um 10.000 eldri borgarar,sem búa við kjör, sem eru undir fátæktarmörkum. Þeir hafa lífeyri á bilinu 118 þúsund á mánuði  -130 þúsund á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn mannsæmandi lífi á slíkum kjörum.Hvers vegna er ekki byrjað á því að leiðrétta kjör þessara eldri borgara? Það er brýnasta verkefnið. En það er ekkert gert í því.Það tekur því ekki að nefna í þessu sambandi  25 þús. krónurnar ( les: 8 þúsund krónur),sem þeir eiga að fá 1.júlí n.k.,sem ekki hafa neitt  úr  lífeyrissjóði. Eftir skatta og skerðingar verða 8 þúsund krónur eftir af þeirri upphæð. Þetta er því sýndarframlag,sem mjög fáir fá.

Ég skal svara þeirri spurningur hvers vegna ríkið byrjar á því að bæta kjör þeirra,sem eru á vinnumarkaði. Það er vegna þess að sú ráðstöfun að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna aldraðra kostar rikið  ekki neitt. Ríkið fær kostnaðinn af þeirri ráðstöfun allan til baka í auknum skatttekjum. Samkvæmt útreikningi Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst fær ríkið 4 milljarða í auknum skatttekjum,ef 30% eldri borgara  fer á vinnumarkað.

Er ekki kominn tími til  þess,að ríkisstjórnin hugsi um það hvað eldri borgurum er fyrir bestu í stað þess að hugsa alltaf um það hvað ríkinu er fyrir bestu eða á hverju ríkið græði mest.Er ekki kominn tími til að efna kosningaloforðin við eldri borgara?

Björgvin Guðmundsson

 


VG ræðst á Samfylkinguna

Blikur eru á lofti í heilbrigðismálum, segir varaformaður Vinstri grænna og brýnir flokksmenn til að veita stjórnvöldum áfram aðhald. Hann gagnrýnir Samfylkinguna fyrir stóriðjustefnu og innantóm loforð um stóriðjuhlé.

Flokksráð vinstri grænna kom saman til fundar á Hótel Loftleiðum síðdegis í gær. Varaformaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, hélt setningarræðuna en skilaboð hennar voru að brýna flokkssystkini sín til að veita stjórnvöldum áfram aðhald og standa fyrir hugmyndafræðilegri endurnýjun.

En hún sendir stjórnarflokkunum líka tóninn og segir Samfylkinguna hafa flotið í gegnum stjórnarsamstarfið með því að benda á Sjálfstæðisflokkinn þegar miður fer og baða sig í nýjum ljóma ráðherradóms og valda án þess að taka ábyrgð á verkum ríkisstjórnarinnar. Á hverjum degi heyrist Samfylkingarfólk tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðandstæðingar, bætir Katrín við.

Hún spyr meðal annars hvað hafi orðið um kosningaloforðið fagra Ísland.

Það vekur athygli,að Vinstri grænir skuli gera  harða árás á Samfylkinguna.Enda þótt Samfylkingin sé tímabundið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eru Samfylkingin og VG tvær greinar á sama meiði. Báðir flokkarnir eru í raun jafnaðarmannaflokkar og í raun ætti VG að  vera í Samfylkingunni og svo hefði orðið ef innanflokksátök milli Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. í Alþýðubandalaginu hefðu ekki leitt til annarrar niðurstöðu. En skynsamlegast væri fyrir VG að beina spjótum sínum að öðrum flokkum. Ef þessi flokkar eiga að geta starfað saman í framtíðinni  er betra að þeir ráðist ekki harkalega hvor á annan.

Samfylkingin hefur ekkert breytt um stefnu   í stóriðjumálum frá því í kosnningunum. Samfylkingin eða ríkisstjórnin hafa ekki samþykkt neinar nýjar álverksmiðjur eða aðra stóriðju. Umhverfisráðherra á enn eftir að úskurða um umhverfismat vegna  álverksmiðju í Helguvík. Árás VG á Samfylkinguna er því gerð á rögum forsendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Þorsteinn Már tekur til hendinni

 Þorsteinn  Már Baldvinsson, nýkjörinn formaður stjórnar Glitnis segir að meðan hann sitji sem formaður, verði ekki gerðir frekari starfslokasamningar. Því megi viðskiptavinir og hluthafar Glitnis treysta.

 

Þorsteinn útilokar ekki að síðar verði gerðir kaupréttarsamningar við starfsmenn bankans, en segir að slíkir samningar verði háðir því að raunverulegur árangur náist. „Ég tel að starfsmenn eigi að hafa ávinning af því þegar fyrirtæki gengur vel,“ segir Þorsteinn Már.

Það ber að fagna því að Þosteinn Már taki til hendinni sem stjórnarformaður Glitnis.Hann hefur sýnt það sem framkvæmdastjóri og aðaleigandi Samherja,að hann  er  duglegur og hæfileikaríkur stjórnandi.Enginn vafi er á því að hann getur látið gott af sér leiða hjá Glitni. Háir starfslokasamningar og kaupréttarsamningar þar og hjá öðrum bönkum hér eru  komnir langt

út fyrir eðlileg mörk og hafa rýrt trú almennings á bankana.Ekki veitir af að endurvekja tiltrú almennings hér og erlendis á

islenska banka.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband