Íslensk stjórnvöld draga lappirnar í mannréttindamáli

Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn orðið við tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins varðandi fullnustu dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá haustinu 2004 en farið verður yfir málið með fullnustudeildinni í lok næsta mánaðar.

Ráðherranefnd Evrópuráðsins telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við félaga í Lífeyrissjóði sjómanna, sem urðu fyrir ákveðinni skerðingu á lífeyrisréttindum vegna lagasetningar 1994, og upplýsi þá um hugsanlegan rétt til bóta í kjölfar dóms haustið 2004. Þá komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með því að svipta íslenskan sjómann bótalaust áunnum og virkum lífeyrisréttindum með lagasetningu.

Á heimasíðu ráðherranefndarinnar kemur fram að 53 íslenskir sjóðsfélagar eigi hugsanlega rétt á bótum vegna fyrrnefndrar skerðingar. Hingað til hefur afstaða íslenskra stjórnvalda verið sú að þau eigi ekki að hafa samband við þessa menn og hefur verið vísað til þess að ógerningur sé að finna þá sem þurftu að þola nákvæmlega sömu skerðingu og kærandinn í fyrrgreindu máli. Einnig hefur verið nefnt að dómurinn hafi verið þýddur á íslensku og birtur á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins.

Það er til skammar,að Ísland skuli ekki hafa orðið  við tilmælum  ráðherranefndar Evrópuráðsins varðandi fullnustu  dóms Mannréttindadómstóls  Evrópu frá 2004.Íslenskur sjómaður var sviptur áunnum lífeyrisréttindum með lagasetningu.Það var brot á mannréttindasáttála Evrópu. Ísland virðist eiga erfitt með að halda í heiðri mannréttindi. Það þarf að verða breyting  þar á.

Björgvin Guðmundsson

é


mbl.is Ógerningur að verða við tilmælunum Evrópuráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósir á konudaginn

 

Í dag færði ég konu minni 5 rósir í tilefni af  konudeginum. Ég keypti fallegustu rósirnar í blómabúðinni. Við erum aðeins búin að vera gift í tæp  55  ár og eigum 6 syni.

 

Björgvin Guðmundsson


Vilhjálmur vill vera oddviti áfram en hætta sem borgarstjóri

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, mun sitja áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en líklega ekki taka sæti borgarstjóra að ári eins og til stóð.

Sátt náðist um málið innan borgarstjórnarflokksins um helgina og mun Vilhjálmur tilkynna um ákvörðun sína með borgarfulltrúum og varaborgarfulltrúum síðdegis.

Sáttin felst í því að taka ekki ákvörðun um það að svo stöddu hver tekur við sæti borgarstjóra að ári heldur verður haldið um það sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snæhólm sem var aðstoðarmaður Vilhjálms þegar hann var borgarstjóri stakk upp á að þessi leið yrði farin í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sæst á sem og formaður og varaformaður flokksins.

Þessi ákvörðun kemur nokkuð á óvart ,þar eð búist var við því að annað hvort tæki Vilhjálmur við embætti borgarstjóra og héldi leiðtogasætinu eða hætti hvoru tveggja. Ljóst er að forusta flokksins hefur þvingað Vilhjálm til þess að  falla frá borgarstjóraemættinu á þeim forsendum,að fylgi flokksins væri að minnka  vegna Vilhjálms en síðan kom ný könnun  í dag sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn með óbreytt fylgi. Villi var því of fljótur  á sér.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurheimt fylgistapið

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 40,1% í nýrri skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Hefur fylgi flokksins aukist um þrjár prósentur frá könnun, sem blaðið birti fyrir mánuði. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 35,2% sem er svipað og flokkurinn fékk í síðustu könnun blaðsins.Framsókn heldur áfram að tapa.

Þessi könnun hlýtur að vekja mikla athygli,þar eð  því hefur verið haldið fram,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi á landsvísu vegna Villamálsins en flokkurinn virðist hafa endurheimt fylgið. Samfylklngin kemur einnig vel út. Fróðlegt verður að sjá næstu Gallup könnun, þar eð  kannanir Gallups  eru alltaf nokkuð frábrugðnar könnunum Fréttablaðsins.

Það athyglisverða við þessa könnn  Fréttablaðsins er að stjórnarflokkarnir fá þetta mikla fylgi enda þótt þeir hafi lítið gert. Stjórnin heldur sjó og framkvæmir sáralítið en samt er fólkið ánægt. Sjálfsagt spila nýju kjarasamningarnir inn í  þessa  nýju könnun. Það virðist almenn ánægja með þá.Ríkisstjórnin hefur einnig gott lag á því að gera mikið úr litlu,breiða úr því sem lítið er og nota það jafnvel tvisvar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir vill álver bæði í Helguvik og við Bakka

Geir Haarde segist telja, að það væri mjög heppilegt fyrir þjóðarbúskapinn, eins og horfurnar eru núna, að stórframkvæmdir á borð við Helguvík færu af stað og sama má segja um fyrirhugaðar stórframkvæmdir á Bakka við Húsavík sem að öllum líkindum yrðu tveimur árum síðar. Ekki sé því talað um að allt fari í gang samtímis. Vitað sé af fleiri hugsanlegum orkukaupendum, svo sem Alcan í Straumsvík, netþjónabúi á Keflavíkurflugvelli og fyrirtækjum sem vilji byggja upp starfsemi í Þorlákshöfn.

„Út frá sjónarmiðum um efnahagslegt jafnvægi, sem ríkisstjórninni ber að stefna að, verður að beita almennum aðgerðum til að stýra þessu, ekki banna einum að byggja en ekki öðrum.

Aðild að ESB er engin lausn á þeim vanda sem blasir við í efnahagslífinu, að sögn Geirs, vegna þess að það tæki mörg ár að undirbúa aðild að ESB og myntbandalaginu ef menn tækju stefnuna á það. Smæð krónunnar sem gjaldmiðils sé ókostur. „En samt ekki eins mikill ókostur og myndi fylgja ESB-aðild eins og sakir standa.“

Þetta kemur fram hjá Geir Haarde í stóru viðtali í Mbl. í dag. Hann kveðst þar ánægður með stjórnarsamstarfið.Ekki er að heyra á Geir í viðtalinu að hann vilji breyta neittt kvótakerfinu þrátt fyrir úrskurð Mannréttindanefndar Sþ. Helst er á honum að skilja,að það megi stinga hausnum í sandinn. Það' eina  sem hann finnur athugavert við kvótakerfið er  byggðakvótinn. Hann tekur aðeins til 3 % af aflaheimildum þannig,að hann vigtar lítið. Sem svar við úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. skiptir byggðakvótinn engu máli. Það verður að setja mikið meira af aflaheimildum á uppboðsmarkað,helst þær allar en a.m.k. helming.  til þess að svara gagnrýni Mannréttindanefndar Sþ.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband