Þýskur banki vill að Ísland gangi í ESB

Mjög áhættusamt er fyrir Íslendinga að halda óbreyttri stefnu í peningamálum. Þetta er niðurstaða úttektar greiningardeildar þýsks banka. Til langs tíma sé vænlegast fyrir íslenskt efnahagskerfi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

Dresdner Kleinwort er alþjóðlegur fjárfestingarbanki og hluti af Allianz-samsteypunni. Skýrsluhöfundar segja að sjálfkrafa evruvæðing sé þegar hafin hér á landi. Fyrirtæki vilji gera upp í evrum og skrá hlutafé í evrum. Launþegar geti fengið hluta launa greiddan í evrum og sífellt fleiri taki lán í erlendri mynt.

Skýrsluhöfundar skoða fjórar langtíma lausnir. Þeir telja að hvorki gott að taka einhliða upp evru né fastgengisstefnu með myntráði. Greinarhöfundar telja ekki nema 10% líkur á að Íslendingar haldi óbreyttri stefnu enda sé mesta áhættan fólgin í því.

Til að komast hjá harðri leiðréttingu á gengi krónunnar þurfi Seðlabankinn að halda stífari peningastefnu en endranær, á kostnað hagvaxtar. Hinar miklu erlendu skuldir, fimmföld verg landsframleiðsla, muni áfram vera stór áhættuþáttur og hefta útrás banka og fyrirtækja. Ætli ríkisstjórnin að bregðast við þessu með því að draga úr evruþrýstingnum, kynni hún að þurfa að hefta möguleika banka og fyrirtækja á að flytja eigið fé í erlendri mynt, hindra arðgreiðslur í erlendri mynt, letja mjög til lántöku í erlendri mynt o.s.frv.

Þessar aðgerðir gætu ekki aðeins skaðað trúverðugleika Íslands sem frjáls markaðshagkerfis, heldur einnig skaðað langtíma möguleika til hagvaxtar hér á landi. Þar með yrði Ísland ekki jafn fýsilegt fyrir fyrirtæki til fjárfestinga og viðskipta. Niðurstaðan er sú að óbreytt stefna kunni að gagnast vel til skamms tíma en deila megi um hversu góð hún yrði til langframa. Komi til harðrar leiðréttingar á gengi krónunnar vegna sífellt erfiðari aðstæðna á alheimsmarkaði, þurfi íslenska ríkisstjórnin að standa straum af kostnaðinum við greiðslufall.

Síðasti og vænlegasti kosturinn, að mati skýrsluhöfunda, er að ganga í Evrópusambandið og myntbandalagið. Þeir telja helmingslíkur að þessi leið verði fyrir valinu. Þetta sé besti kosturinn þrátt fyrir langvarandi ágreining við ESB um fiskveiðikvóta. 

Áróðurinn fyrir því að Ísland gangi í ESB eykst stöðugt. Því er ekki að neita að sífellt yrðu færð sterkari og sterkari rök fyrir því að Íslands gangi í sambandið.

Björgvin Guðmundsson

 

 


FEB:Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna verði 100 þúsund á mánuði

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. var samþykkt að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna ætti að vera að lágmarki 100 þúsund kr. á mánuði. Einnig var samþykkt  að  skattar á lífeyrissjóðsgreiðslur ættu að lækka úr 35,72% í 10%. Eins og ég hefi tekið  fram áður er það mikið ranglæti að bætur almannatrygginga skuli skertar vegna lífeyrissjóðstekna. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir,að lífeyrir úr sjóðunum ætti að koma til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum. Nú hrifsar ríkið af eldri borgurum lífeyrinn ,sem fólk hefur sparað alla ævi.Og eins er með skattlagninguna. Fólk er búið að greiða skatt af þessum peningum  og ætti því  í mesta lagi að greiða skatt eins og um fjármagnstekjur væri að ræða. En ríkiskrumlan er alls staðar að verki.

 

Björgvin Guðmundsson


Ætla stjórnvöld að hafa af öldruðum hækkun á bótum?

 

Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri FEB spurði félagsmálaráðuneytið að því hve mikið bætur aldraðra frá almannatryggingum mundu hækka vegna kjarasamninga. Svarið fer hér á eftir:

Já, ég reyndi ítrekað að svara skilaboðum þínum en án árangurs. Útfærsla á samkomulagsákvæðinu sem þú vísar til og er í 4. lið er í höndum fjármálaráðuneytisins að því er varðar hækkanir almannatryggingabóta og mun byggja á útreikningi á meðaltalslaunahækkununum samkvæmt kjarasamningum. Þeim útreikningum verður hraðað svo sem kostur er og hækkanir verða greiddar út þegar kjarasamningar hafa öðlast gildi. Hins vegar er kveðið á um að skoðaðar verði leiðir til að setja "ákveðin lágmarksviðmið í framfærslu" og það samkomulagsatriði verður tekið til umfjöllunar í verkefnisstjórn undir félags- og tryggingamálaráðuneytinu um endurskoðun á almannatryggingakerfinu.

Bestu kveðjur að sinni,

Ragnhildur
.

Sem sagt: Svarið segir ekki neitt.Fjármálaráðuneytið er að athuga hvernig unnt er að þrýsta sem mest niður hækkun  til aldraðra. Verkafólk fékk 18000 kr. strax sem er 15% hækkun og síðan  fá margir 5,5% til viðbótar. Nú segir félagsmálaráðuneytið að  aldraðir eigi að fá einhverja meðaltals launahækkun. Á meðan aldraðir fengu sjálfvirkt þær hækkanir,sem samið var um á almennum vinnumarkaði þá var miðað við  lágmarkslaun verkafólks. Slitið var á þessi sjálfvirku tengsl og ákveðið að taka mið af launahækkunum og verðlagshækkunum.En Davíð Oddson þá forsætisráðherra lýsti  því þá yfir, að breytingin ætti ekki að verða öldruðum i óhag. Samkvæmt því eiga aldraðir nú að fá 15-20% hækkun á bótum almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson


Skattleysismörk verði 150 þúsund á mánuði

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. var samþykkt að hækka ætti skattleysismörk í 150 þúsund á mánuði.Á þessi breyting að koma til framkvæmda í áföngum og vera að fullu komin til framkvæmda næsta ár og þá með vísitöluhækkunum. Skattleysismörkin eru í dag 95 þúsund á mánuði og eiga að hækka næsta ár um 5800 kr. samkvæmt  yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.Alls eiga þau að hækka í 115 þúsund á 3 árum. Það er alltof lítið að mati Félags eldri borgara. Félagið telur 150 þúsund á mánuði lágmark.

Kjör eldri borgara mundu batna mikið ef farið væri að kröfu eldri borgara. Í dag fær einhleypur  eldri borgari 130 þúsund á mánuði frá almannatryggingum en af því borgar hann 12 þúsund í skatta.Sá skattur  félli  niður ef krafa eldri borgara væri samþykkt. Fyrir síðustu kosningar  boðaði  Samfylkingin að  skattleysismörkin ættu að  fara í 150 þúsund á mánuði í áföngum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinlega ekki getað fallist á það í ríkisstjórninni. Það er ekki nóg að tala fallega til kjósenda fyrir kosningar. Það þarf að standa við það sem sagt er.

Björgvin Guðmundsson


Ríkið lækki bensín um 11,55 kr.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að tekjuaukning ríkissjóðs vegna eldsneytissölu frá fyrra ári verði að óbreyttu á annan milljarð króna í formi virðisaukaskatts og vill að vörugjald á eldsneyti verði fellt niður tímabundið eins og gert hafi verið vorið 2002. Þá myndi bensínlítrinn lækka um 11,55 kr.

Olíuverð á Íslandi er í sögulegu hámarki um þessar mundir og hefur útsöluverðið hækkað um 25% frá því á sama tíma í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að gera megi því skóna að það eigi enn eftir að hækka mikið því sagan sýni að verðið sé alltaf hæst á vorin og sumrin þegar eftirspurnin sé mest.

Þessi tillaga FÍB er mjög góð. Það er ekki unnt að leggja þetta háa verð á bensíni á bíleigendur. Það er áreiðanlegt,að margir eru nú að hugsa um að leggja bílum sínum eða að draga verulega úr akstri vegna hins háa bensínverðs. Þess vegna verður ríkið   að koma  til móts við bíleigendur með þvi að fella niður vörugjald af eldsneyti tímabundið.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vilja að ríkið felli vörugjaldið niður um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lék Vilhjálmur á forustuna?

„Í samkomulagi F-listans og Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því að ég taki stól borgarstjóra en því er ekki að leyna að í vetur hefur staðið mikill styr um mig. Sumt af því sem valdið hefur þessu á ég skilið en annað á ég alls ekki skilið og þetta hefur eðlilega verið mjög erfiður tími fyrir alla; flokkinn, mig persónulega og fjölskyldu mína og alla borgarfulltrúana og þeirra fjölskyldur.

 Þetta hefur verið átakatími sem hefur reynt á okkur öll og ég hef stundum undrast það í öllu þessu moldviðri hvað maður hefur mikinn styrk. Ég hef hvorki brotnað né bognað en þetta hefur tekið mikið á og ég hef reynt að halda sjó allan þennan tíma,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í viðtali við Mbl. en eins og fram kemur í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi frá sér í gær hefur hann ákveðið að sitja áfram sem oddviti flokksins og formaður borgarráðs.

Ákvörðun um það hver verður borgarstjóri verður að sögn Vilhjálms tekin þegar nær dregur.

„Í ljósi alls þessa og þeirrar umræðu sem verið hefur og efasemda fólks um að ég eigi að setjast í stól borgarstjóra finnst mér eðlilegt að borgarstjórnarflokkurinn allur fái tækifæri til þess að ákveða í sameiningu hver verður borgarstjóri fyrir hönd flokksins. Þetta geri ég til að tryggja að allur hópurinn fái að koma að þessari ákvörðun á nýjan leik,sagði Vilhjálmur. 

Framangreint hefur verið túlkað þannig,að Vilhjálmur  ætli sér ekki að verða borgarstjóri. En það er ekki rétt. Það stendur hvergi í yfirlýsingu hans.Hann hefur einungis sagt,að hann vilji að fjallað verði m það  á ný í borgarstjórnarflokknum hver eigi að verða borgarstjóri. Áður var búið að áhveða ,að  Vilhjálmur ætti að verða borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörðun er fallin úr gildi. Það verður tekin ný ákvörðun en hvort Vilhjálmur verður þá í kjöri kemur síðar í ljós. Ef Vilhjálmur stendur sig   vel  á því ári sem fer í hönd eru allar likur á að hann bjóði sig fram nema gerður hafi verið  einhver baksamningur um að hann mundi hætta þá og verða t.d. sendiherra í Kanada.Það kemur í ljós.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Hef hvorki brotnað né bognað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband