Guðni á móti því að setja byggðakvóta á uppboð

Guðni Ágústsson,formaður Framsóknar,tók byggðakvótann upp á alþingi í dag. Ræddi hann m.a. hugmynd Ingibjargar Sólrúnar um  að setja byggðakvótann á uppboðsmarkað og  láta andvirðið ganga til sjávarbyggða úti á landi. Lagðist Guðni algerlega gegn þessari hugmynd  og sagði að halda ætti byggðakvótanum í  óbreyttri mynd en best væri þó að láta Byggðastofnun úthluta kvótanum.Í dag er það  sjávarútvegsráðuneytið sem úthlutar.

Atli Gíslason VG lagðist einnig gegn hugmynd Ingibjargar Sólrúnar og sagði,að  þessi leið mundi ekki fullnægja athugasemdum Mannréttindanefndar Sþ. við kvótakerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra á að hækka um 15-20% vegna kjarasamninganna

,
Ríkisstjórnin fjallar nú um það hvað  hún eigi að láta ellilífeyrisþega fá mikla hækkun á lífeyri almannatrygginga vegna nýgerðra kjarasamninga.Hér áður var það lögbundið, að  lífeyrir aldraðra hækkaði sjálfvirkt jafnmikið og  lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði.En þessi sjálfvirku tengsl voru afnumin 1995. Þá lýsti Davíð Oddsson,þáverandi forsætisráðherra, því yfir,að  breytingin ætti ekki að verða ellilífeyrisþegum í óhag. Eða eins og hann orðaði það. Eldri borgarar verða tryggðir bæði með belti og  axlaböndum.Með því átti hann við það,að tekið yrði mið bæði af launabreytingum og verðlagsbreytingum við ákvörðun um lífeyri aldraðra.
Í nýgerðum kjarasamningum var samið um 18000 króna kauphækkun strax hjá verkafólki og verslunarmönnum eða ca. 15% kauphækkun og auk þess  allt að 5,5% hækkun.Hjá iðnaðarmönnum var samið um 21000 kr. kauphækkun strax.Það er  því ljóst,að kauphækkunin  var strax við gildistöku samninga 15-20%.Það ætti því að vera alveg ljóst hvað bætur aldraðra frá almannatryggingum ættu að hækka mikið.Þær eiga að mínu mati að hækka um 15-20% eins og launin. Og bætur öryrkja eiga að hækka jafnmikið..Þess vegna er svar félagsmálaráðuneytis til framkvæmdastjóra FEB hið undarlegasta.Samkvæmt því  er fjármálaráðneytið að athuga  hvað ellilífeyrisþegar eiga að fá mikla hækkun. Það er verið að leita að einhverri meðaltalskauphækkun,sem er nægilega lág,  til þess að hún henti  öldruðum.
Er ekki kominn tími til að hætta þessum smáskammtalækningum,þegar aldraðir eiga í hlut?  Er ekki kominn tími til að hætta að skera bætur til aldraðra niður við trog? Hvernig væri að virða  vilja fyrrverandi forsætisráðherra  og gæta þess að aldraðir  skaðist ekki  vegna þess að bætur þeirra eru ekki lengur miðaðar við lágmarkslaun?
Björgvin Guðmundsson

Verðbólgan eykst á ný

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,55% frá janúar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,8% . Verðbólgan hefur ekki mælst jafn mikil síðan í febrúar á síðasta ári er hún var 7,4% en taka verður tillit til þess að þann 1. mars lækkaði virðisaukaskattur á matvæli.Verðbólgan var 5,8% um miðjan janúar.

Verðbólga hefur ekki mælst undir 2,5% markmiði Seðlabanka Íslands frá því í apríl 2004.

 




Fastskattavísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,7% síðastliðna tólf mánuði og fastskattavísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,3% sem jafngildir 9,3% verðbólgu á ári (8,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Ljóst er af framangeindu,að barátta Seðlabankans gegn verðbólgunni ber engan árangur. Bankinn heldur vöxtum himinháum til þess að halda verðbólgu niðri  en án árangurs. Eini  árangurinn er mjög hátt gengi krónunnar,sem skaðar útflutningsatvinnuvegina.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Verðbólga mælist 6,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður gegn Íbúðalánasjóði eykst

Áróður gegn Íbúðalánasjóði eykst.Vegna erfiðleika

 bankanna er það nú notað sem röksemd gegn  Íbúðalánasjóði,að ríkið eigi ekki að vera þátttakandi á íbúðalánamarkaði í starfi sem bankarnir gætu annast. Það er engu líkara en menn haldi,að það geti bjargað bönkunum,að þeir fái að okra a húsbyggjendum. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson,bætast í dag í hóp þeira sem  gera atugasemd við það að ríkið reki Íbúðalánasjóð.Athugasemd þeirra kemur fram í grein,sem þeir skrifa í Mbl. í dag.

Bankarnir eru búnir að  gera tilraun með lánveitingar til húsbyggjenda. Þeir geistust inn á þennan markað og buðu hagstæð lán,ætluðu að gera út af við Íbúðalánasjóð. En hagstæðu lánin stóðu ekki lengi. Eftir ákveðinn tíma hækkuðu þeir vexti lánanna mikið og fóru langt upp fyrir Íbúðalánasjóð. Í dag er starfsemi bankanna sáralítil á þessu sviði. Alveg er ljóst,að ef Íbúðalánasjóðs hefði ekki notið við  hefðu vextir bankanna til íbúðakaupa hækkað mikið meira.Það er því nauðsynlegt að halda Íbúðalánasjóði í óbreyttu formi,ef almenningur á að njóta hagstæðra vaxtakjara. Það er ekki nóg að hafa lága vexti á félagslegum lánum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


55% vilja ganga í ESB

Rúm 55% þjóðarinnar segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um 19% frá því í janúar 2007 þegar 36% voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við að sækja um aðild í skoðanakönnunum Fréttablaðsins áður.

Þetta er athygliverð niðurstaða.Sennilega stafar hún af því,að menn gera sér ljóst,að krónan dugar ekki til frambúðar. Æ fleiri fyrirtæki vilja fá að gera upp í evrum og almenningur gerir sér það ljóst,að vextir á evrusvæðinu eru mikið lægri en hér.

 

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn,sem mælir með aðild að ESB.Flokkurinnn vill,að málið verði lagt í þjóðaratkvæði og þjóðin greiði atkvæði um það hvort hún vilji ganga í ESB.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband