Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Loðnuveiðar leyfðar á ný

![]() |
Einar: Mjög ánægjulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Vistmenn á hjúkrunarheimilum haldi fjárræði
Sú ósvinna hefur tíðast um langt skeið,að þegar eldri borgarar fara á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili eru þeir sviptir fjárræði.Allur lífeyrir þeirra fra almannatryggingum er rifinn af þeim og síðan er þeim skammtaðir vasapeningar,sem eru skornir við nögl. Sennilega er þetta brot á stjórnarskránni. Þetta er gert á þeim forsendum að taka þurfi peninga til þess að kosta vist og kostnað á hjúkrunarheimilinu eða dvalarheimilinu. En á hinum Norðurlöndunum fá eldri borgarar alla sína peninga í eigin hendur og síðan greiða þeir kostnaðinn af þeim peningum.Og þannig á þetta að sjálfsögðu að vera. Aðalfundur Félags eldri borgara í Rvk. samþykkti sl. laugardag,að framangreind breyting yrði gerð og eldri borgarar héldu fullu fjárræði á stofnunum.
Björgvn Guðmundsson
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Stórbæta verður kjör kennara
Stefna ber að því að jafna laun kennara við laun annarra háskólamanna í sambærilegum störfum. Þetta var meðal þess sem fram kom í framsögu Júlíusar Vífils Ingvarssonar, formanns menntaráðs, á samráðsfundi foreldra og borgaryfirvalda í gær sem haldinn var undir yfirskriftinni Mönnun grunnskólanna flótti úr kennarastétt?
Það vantar 50 grunnskólakennara í Reykjavík og kennaraskortur er einnig mikill úti á landi.Astæðan er slæm launakjör kennara. Kennarar fara í önnur störf þar sem laun eru betri.Það verður að stórbæta laun kennara svo unnt sé að manna skólana. Framtíð þjóðarinnar liggur í góðri menntun.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kennarar koma vonandi til baka" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Vilja,að Seðlabankinn víki frá verðbólgumarkmiði en vilja ekki aðild að ESB
Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson,skrifa grein í Mbl. í gær um erfiðleika íslensku bankanna.Telja þeir að Seðlabankinn og ríkið þurfi á einhvern hátt að koma bönkunum til aðstoðar.Nefna þeir að ríkið gæti lækkað skatt á fyrirtækjum enn frekar og gefa í skyn,að fá mætti bönkunum hlutverk Íbúðalánasjóðs. Seðlabankinn gæti auðveldað bönkunum lántökur o.s.frv.
Stærsta atriðið í greininni er þó það,að þeir leggja til að Seðlabankinn víki tímabundið frá verðbólgumarkmiði sínu og taki í staðinn upp stefnu,sem sé jákvæð fjármálageiranum og vinni gegn fjármálakreppu. Með þessari tillögu eru þeir í rauninni að leggja til ,að Seðlabankinn hefji strax vaxtalækkunarferli þó verðbólgumarkmiði sé ekki náð.Segja þeir,að seðlabankar erlendis geri slíkt víða eða eins og þeir segja: "Greinilegt er að seðlabankarnir hafa meiri áhyggjur af stöðu hagkerfanna og þá fyrst og fremst stöðu fjármálageirans en þeir hafa af verðbólgu. Það er skiljanlegt þar sem afleiðingar fjármálakreppu eru mun alvarlegri og erfiðari viðfangs heldur en verðbólga."
Arnór Sighvatsson,aðalhagfræðingur Seðlabankans,vísar hugmynd þingmannanna á bug. Telur hann að það mundi gera illt verra að víkja frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.
Athyglisvert er,að þingmennirnir vísa því á bug að taka upp evru eða ganga í ESB. Er ljóst að þar fylgja þeir flokkslínu. En margir hagfræðingar og forustumenn í atvinnulífinu telja einmitt að aðild að ESB mundi leysa þá fjármálakreppu,sem bankarnir eru að sigla inn í.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu
Verne Holdings ehf. skrifaði í dag undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um raforku, gagnaflutninga, hús og lóð fyrir gagnaver við Keflavíkurflugvöll. Verið mun taka til starfa árið 2009 og verður heildarfjárfesting Verne í verkefninu um 20 milljarðar á 5 árum.
Þetta er ánægjulegur atburður og markar ef til vill þáttaskil í atvinnumálum þjóðarinnar. Þarna er lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu hér á landi og gæti orðið upphafið að því að hér risu mörg netþjónabú. Talið er að heildarfjarfesting í kringum þetta verkefni gæti orðið 40 milljarðar og að alls 100 manns geti fengið vinnu í gagnaverinu og í tengslum við það.Framkvæmdir eiga að hefjast strax á þessu ári og gagnaverið að taka til starfa næsta ár.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
20 milljarða fjárfesting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |