Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
OECD blandar sér í innlend stjórnmál!
Erlendar efnahagsmála-og fjármálastofnanir eiga ekki að íhlutast í innlend stjórnmál. Þetta gerir OECD nú í skýrslu sinni og þetta hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gert áður. Nú óskar OECD eftir því að Ísland breyti Íbúðalánasjóði sínum,minnki umsvif hans. Þetta er pólitiskt deiluefni á Íslandi og OECD á ekki að skipta sér af því.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Lánshæfismat bankanna lækkað
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja. Er langtímaeinkunn Kaupþings lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbankans um 2 flokka, í A2.
Þessi breyting kemur ekki á óvart. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna erlendis hefur hækkað undanfarið.Lántökur þeirra erlendis eru orðnar mjög dýrar og taka bankarnir lítil sem engin lán erlendis um þessar mundir.Þetta skapar bönkunum erfiðleika enda þótt hagnaður þeirra hafi verið mikill sl. ár og lausafjárstaða þeirra sé góð. En ljóst er,að bankarnir verða að hagræða verulega í resktri sínum.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Borgin á verk Kjarvals
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu dánarbús listmálarans Jóhannesar Kjarvals um að viðurkenndur yrði eignarréttur þess að munum, sem fluttir voru úr vinnustofu listmálarans síðla árs 1968.
Ég er svolítið hissa á þessum dómi,þar eð ekki var um neina skriflega samninga að ræða varðandi afsal á verkum Kjarvals til borgarinnar. Erfingjar Kjarvals vilja mein,að Kjarval hafi verið orðinn mjög veikur þegar hann samþykkti,að borgin fengi verk hans.
Sjá: www.mummi.info
![]() |
Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Það kostaði 3 milljarða að reka Alfreð
Eitt fyrsta verk Guðlaugs Þórs,heilbrigðisráðherra,var að reka Alfreð Þorsteinsson sem stjórnarformann undirbúningsnefndar nýs hátæknispítala.Réði Guðlaugur Þór Ingu Jónu,forsætisráðherrafrú í staðinn sem formann. Ný nefnd var skipuð. Nú hefur Inga Jóna og nefnd hennar farið yfir allt málið á ný að beiðni ráðherra og þar á meðal endurskoðað staðsetninguna. Í stuttu máli staðfestir Inga Jóna og nefnd hennar allt,sem áður hafði verið ákveðið og þar á meðal staðsetninguna. En þetta hringl ráðherra hefur kostað ríkið 3 milljarða að því,er Alfreð Þorsteinsson segir. Hann segir,að nýtt hátæknisjukrahús eigi að spara 3 milljarða á ári vegna aukinnar hagræðingar. Hringl ráðherra hefur tafið framkvæmdir um eitt ár,segir Alfreð,eða m.ö.o. kostað skattgreiðendur 3 milljarða. Það getur verið dýrt að vera í ráðherraleik og að sýna vald sitt.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Ekki evra án aðildar að ESB
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að loknum fundum sínum með forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel í dag að það hefði komið skýrt fram að Evrópusambandið væri andsnúið því að ríki utan sambandsins tækju einhliða upp evru.
Ef Ísland tæki upp evru einhliða gæti það jafnvel haft í för með sér pólitíska erfiðleika í samstarfi Íslands og ESB. Geir sagðist þar eiga við að ESB gæti torveldað samstarf á sviði EES og Schengen-samninganna.
Þar með er það staðfest,að Ísland getur ekki einhliða tekið upp evru. Mér kemur þetta ekki í óvart,þar eð Norðmenn fengu nákvæmlega sömu upplýsingar þegar þeir leituðu eftir einhliða upptöku evru fyrir 8-10 árum. Bondevik þá forsætisráðherra Noregs fór þá til Brussel og leitaði eftir samþykki við því að Noregur tæki upp evru án aðilar að ESB. En hann fékk nákvæmlega sömu svör og Geir Haarde í Brussel. Þess vegna hefur umræðan um evruna verið á villigötum hér síðustu misserin. Evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |